Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Blaðsíða 38
Það var á síldinni
Sveinn
Sæmundsson
Konráö kompásasmiöur í viötali
Þeir sem lengi hafa unnið viö höfnina í Reykjavík þekkja flestir Konráð Gíslason,
manninn sem í áratugi hefir haft þann starfa að rétta áttavita skipanna. Svo lengi
hefir Konráð stundað kompásaréttingar að yngri mönnum finnst hann eflaust til-
heyra annarri öld, sé aldurslaus og hann er fyrir löngu orðinn þjóðsagnapersóna.
Einu sinni í haust þegar hlé varð á daglegum erli á verkstæðinu fékk ég Konráð til
þess að segja svolítiö frá sjálfum sér, frá bernsku sinni og æsku og uppvaxtarár-
um í Hafnarfirði. Hann var í fyrstu tregur til en lét tilleiöast um síðir.
forstöðumaður
kynningardeildar
Flugleiða
Ljósmyndir:
Róberto.fl.
„Stundum gerðust líka
atburðir, sem tóku hug-
ann allan"
,,Ég fæddist í Hafnarfirði
áriö 1903. Foreldrar mínir
voru ógiftir, þau voru hring-
trúlofuð, eins og sagt var í þá
daga. Móðir min veiktist af
holdsveiki þegar hún gekk
með mig. Hún fór fljótlega i
Laugarnesspítalann, sjúkra-
hús fyrir þá sem fengu þenn-
an hroðalega sjúkdóm. Þar
með var hún dæmd úr leik
sem uppalandi. Þetta hlýtur
að hafa verið skelfilegt áfall.
Hún fékk ekki að hafa mig hjá
sér. Hver vissi nema holds-
veikin væri smitandi.
Þar sem móðir min var veik
var mér komið til móðurömmu
minnar, Guörúnar Sigvalda-
dóttur. Hún bjó á Laugavegi
75 þar sem Landsþankinn er
nú. Þarna var timþurhús, tvær
hæðir. Amma bjó þarna með
sonum sínum, móðurbræðr-
um minum.“
Þegar kóngurinn
og ráöherrann
riðu til Þingvalla
„Ég undi mér vel hjá Guð-
rúnu ömmu minni. Það var
alltaf mikið um að vera á
Laugaveginum, bændur
komu með lestir i kaupstað-
inn og fólk á ferð og flugi all-
an daginn. Stundum gerðust
lika atburðir sem tóku hug-
ann allan. Þannig man eg vel
eftir konungskomunni árið
1907. Eg sat fyrir utan húsið
þegar konungurinn og ráð-
herrann riðu af stað til Þing-
valla. Það var mikil hersing.
Móðir min átti ekki aftur-
kvæmt af holdsveikraspítal-
anum í Laugarnesi. Þar kom
að pabbi gifti sig og þá tók
hann mig til sin og eg flutti til
hans og stjúpu minnar i Hafn-
arfjörö. Eg var þá sjö ára.
Barnæskan var lík og hjá
jafnöldrum. Maður lék sér í
fjörunni og hrauninu og háði
þönglastrið við leikfélagana.
Eg eignaðist fljótlega góða
vini i Firðinum og kunni þar
vel við mig enda þótt þar væri
ekki eins mikið um að vera og
hjá ömmu minni á Laugaveg-
inum.“
Maður var
sendurtil sjós
„Eftir barnaskólann innrit-
aðist eg i Flensborgarskól-
ann. Þar var mikið mannval
meðal nemenda og kennara
og flestum nýttist skólagang-
an vel. Viö skólasystkinin
höfum haldið hópinn og hitt-
umst enn einu sinni á ári. Ég
lauk gagnfræðaprófi á tilsett-
um tima, vorið 1921. Mér