Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Qupperneq 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Qupperneq 38
Það var á síldinni Sveinn Sæmundsson Konráö kompásasmiöur í viötali Þeir sem lengi hafa unnið viö höfnina í Reykjavík þekkja flestir Konráð Gíslason, manninn sem í áratugi hefir haft þann starfa að rétta áttavita skipanna. Svo lengi hefir Konráð stundað kompásaréttingar að yngri mönnum finnst hann eflaust til- heyra annarri öld, sé aldurslaus og hann er fyrir löngu orðinn þjóðsagnapersóna. Einu sinni í haust þegar hlé varð á daglegum erli á verkstæðinu fékk ég Konráð til þess að segja svolítiö frá sjálfum sér, frá bernsku sinni og æsku og uppvaxtarár- um í Hafnarfirði. Hann var í fyrstu tregur til en lét tilleiöast um síðir. forstöðumaður kynningardeildar Flugleiða Ljósmyndir: Róberto.fl. „Stundum gerðust líka atburðir, sem tóku hug- ann allan" ,,Ég fæddist í Hafnarfirði áriö 1903. Foreldrar mínir voru ógiftir, þau voru hring- trúlofuð, eins og sagt var í þá daga. Móðir min veiktist af holdsveiki þegar hún gekk með mig. Hún fór fljótlega i Laugarnesspítalann, sjúkra- hús fyrir þá sem fengu þenn- an hroðalega sjúkdóm. Þar með var hún dæmd úr leik sem uppalandi. Þetta hlýtur að hafa verið skelfilegt áfall. Hún fékk ekki að hafa mig hjá sér. Hver vissi nema holds- veikin væri smitandi. Þar sem móðir min var veik var mér komið til móðurömmu minnar, Guörúnar Sigvalda- dóttur. Hún bjó á Laugavegi 75 þar sem Landsþankinn er nú. Þarna var timþurhús, tvær hæðir. Amma bjó þarna með sonum sínum, móðurbræðr- um minum.“ Þegar kóngurinn og ráöherrann riðu til Þingvalla „Ég undi mér vel hjá Guð- rúnu ömmu minni. Það var alltaf mikið um að vera á Laugaveginum, bændur komu með lestir i kaupstað- inn og fólk á ferð og flugi all- an daginn. Stundum gerðust lika atburðir sem tóku hug- ann allan. Þannig man eg vel eftir konungskomunni árið 1907. Eg sat fyrir utan húsið þegar konungurinn og ráð- herrann riðu af stað til Þing- valla. Það var mikil hersing. Móðir min átti ekki aftur- kvæmt af holdsveikraspítal- anum í Laugarnesi. Þar kom að pabbi gifti sig og þá tók hann mig til sin og eg flutti til hans og stjúpu minnar i Hafn- arfjörö. Eg var þá sjö ára. Barnæskan var lík og hjá jafnöldrum. Maður lék sér í fjörunni og hrauninu og háði þönglastrið við leikfélagana. Eg eignaðist fljótlega góða vini i Firðinum og kunni þar vel við mig enda þótt þar væri ekki eins mikið um að vera og hjá ömmu minni á Laugaveg- inum.“ Maður var sendurtil sjós „Eftir barnaskólann innrit- aðist eg i Flensborgarskól- ann. Þar var mikið mannval meðal nemenda og kennara og flestum nýttist skólagang- an vel. Viö skólasystkinin höfum haldið hópinn og hitt- umst enn einu sinni á ári. Ég lauk gagnfræðaprófi á tilsett- um tima, vorið 1921. Mér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.