Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Page 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Page 52
Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri 52 VÍKINGUR GJÖF TIL BÓKASAFNS SJÓMANNASKÓLANS 2. Sjómannadagsblaöiö frá byrjun, þar af 35 fyrstu árgang- arnir (1938 - 1972 í vönduöu skinnbandi. 3. Sjómannadagsblað Vest- mannaeyja frá byrjun til dags- ins í dag, þar af 28 fyrstu ár- gangarnir (1951 -1978) í skinn- bandi. 4. Sjómaðurinn, (útg. Sjó- mannafélag Reykjavíkur) 1. - 10. árg. (1953 -1963) í einu skinnbandi. 5. Sjómaöurinn, 1.-3. árg. (1939 -1941) auk áramóta- og jólablaös 1943 í einu skinn- bandi. 6. Hrafnista (útg. Fjársöfnunar- nefnd DAS) 1.-2. árg. (1948 - 1949) í einu skinnbandi. 7. Blik — Ársrit Vestmannaeyja — 7. árgangar. Auk þess mjög fallegt mastur til flaggmerkjagjafa ættaö frá Leningrad. Þetta er verömæt gjöf því aö fyrstu árgangar sjómannablað- anna eru algjörlega ófáanlegir. Bókagjöfin mun styrkja mjög Bókasafn Sjómannaskólans, sem var opnað fyrr á árinu og ertil húsa á rishæð Sjómanna- Kkhstján Aöalsteinsson fyrr. skipstjóri á Gullfossi og fleiri skipum Eimskipafélags íslands færöi nýlega Bókasafni sjó- mannaskólans myndarlega bókagjöf. í gjöf Kristjáns eru öll helstu sjómannablöð landsins: 1. Sjómannablaðiö Víkingurfrá upphafi og til dagsins í dag, þar af eru 42 fyrstu árgangarnir (1939 -1980) í vönduðu skinn- bandi. Kristján Aðalsteinsson skipstjóri skólans. Það er nú þegar mikiö notaö af nemendum og kenn- urum Stýrimannaskólans og Vélskóla íslands. Kristján Aöalsteinsson er fæddur 30. júní árið 1906 í Haukadal viö Dýrafjörð en ólst upp í Keldudal, sem er utar í firðinum. Hann hóf kornungur sjómennsku árið 1921 á Pilot frá Bíldudal, síöar sigldi hann sem háseti á Willemoes, Lag- arfossi og dönskum skipum. Árið 1932 lauk Kristján far- mannaprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík. Frá1935 til 1953 var hann stýrimaður og skipstjóri í afleysingum á skip- um Eimskipafélagsins, en frá árinu 1953fastráöinnskipstjóri. Árið 1958 tók Kristján við skipstjórn á flaggskipi íslenska verslunarflotans, farþegaskip- inu Gullfossi, og var skipstjóri með skipið þar til það var selt úr landi árið 1973. Kristján var alla tíð afburða farsæll og stjórnsamur skip- stjóri og mikill sjómaður. Hann var forseti Farmanna- og fiskimannasambands fs- Iands1961 -1963. Eftirað Kristj- án hætti sjómennsku var hann í mörg ár starfsmaður Alþingis. Um árabil var hann formaður skólanefndar Stýrimannaskól- ans í Reykjavík og var þar til- lögu- og úrræðagóður. Kona hans er Bára Ólafs- dóttir og er dóttir þeirra Erna lyfjafræðingur. Fyrir hönd Bókasafns Sjó- mannaskólans þakka skóla- stjórar Sjómannaskólans Kristjáni Aðalsteinssyni þessa góðu gjöf, sem ber vott um höfðingsskap hans og reisn. Þetta er kærkominn og mjög gagnlegur fengur fyrir Bóka- safn Sjómannaskólans, sem mun verða nemendum skól- anna, kennurum og öðrum safngestum til góðra nota. Guðjón Ármann Eyjólfsson

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.