Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Page 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1990, Page 61
„EG SKIPTI " -spjallaö í talstööina mundir er fluttur út ferskur, en veröiö uppí skýjun- um og langt fyrir ofan þaö sem fæst fyrir hann frystan. Fyrir bragðið dregst atvinna fiskvinnslu- fólks í Noregi saman ofan á þaö sem hraöminnk- andi afli Norömanna veldur. Margir hér á landi óttast að ef þetta háa verð helst á erlendu fisk- mörkuöunum muni atvinnuleysi segja til sín í flestum sjávarplássum, miklu fyrr en venjulega en það hafa verið mánuðirnir nóvember og des- ember, sem atvinnuleysið hefur einkum gert vart við sig. Nú þegar hefur fólk orðið vart við sam- drátt, sem kemur fram í minni aukavinnu en nokkru sinni fyrr á há vertíð. Þeim fjölgar atriðunum sem mönnum þykir ástæða til að Hafrannsóknastofnun svari en gerir það ekki þótt spurt sé. Spurt var hvað varð af loðnunni í allt haust? Ekkert svar. Spurt var, hvers vegna lét demantssíldin ekki sjá sig í nóvember eins og vanalega, heldur kom í janúar lok þegar komið var að veiðibanni á hana? Ekkert svar. Spurt er hvers vegna gengur ekki fiskur í Breiða- fjörð, eins og á aðra slóð á þessari vertíð? Ekkert svar. Hvers vegna er allt í einu kominn aulaþorsk- ur sem uppistaða í afla vertíðarbáta fyrir Suður- landi. Sennilega síðustu fiskarnir af 1983 árgang- inum, er svarið. Þær eru orðnar ansi margar spurningarnar sem hafrannsóknastofnunin verð- ur að fara að svara ef taka á mark á tillögum stofnunarinnar um aflahámark tegundanna. Mörgum þykir einkennilega hafa verið staðið að kjarasamningum bæði Sjómannasambands- ins og Farmanna-og fiskimannasambandsins. Skorað hefur verið á félögin að afla sér verkafalls- heimilda. Úr því sem komið er liggur Ijóst fyrir að verði verkfall boðað getur það ekki komið til fram- kvæmda fyrr en í lok maí. Þá er vertíðin búin, komið sumar og nákvæmlega engin pressa á útgeröarmenn að gera nýja kjarasamninga. Mörgum þykir sem forystumenn samtakanna hafi sofiö á verðinum og misst af strætisvagninum að þessu sinni. Erindi Farmannasambandsins til ríkisstjórnar- innar um að breyta lögunum um olíuhlutdeildina fékk neikvæðar mótttökur — að lokum. Sannleik- urinn er sá að þegar erindið barst ríkisstjórninni var því ekki illa tekið- þá var Halldór Ásgrímsson staddur í Japan. Beðið var með að svara Far- mannasambandinu þartil Halldórkom heim. Eftir að hafa ráðfært sig við Kristján Ragnarsson for- mann LÍÚ, en hann er aðal ráðgjafi Halldórs í öllum málum, þvertók Halldór fyrir að samþykkja erindið og svar ríkisstjórnarinnar var neikvætt. HITABLÁSARAR OG VATNSHITARAR Bensín og gasolíuhitablásarar, 12 og 24 volt, fyrir báta, bíla og vinnuvélar. Varahlutir og viðgerðarþjónusta. Einnig: Spíssadýsur, varahlutir í eldsneytiskerfi, vélavarahlutir, afgastúrbínur, o.fl.. Sérpöntunarþjónusta. —■ I. Erlingsson h/f, varahlutir og Schwitzer | viðgerðarþjónusta. forþjöppur. Skemmuvegi 22, 200 Kópavogi. Símar: 670699 og 670693. Einkaumboð á íslandi

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.