Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 8
Benedikt H. Alfonsson 8 VÍKINGUR SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN HVALREKI FYRIR ÍSLENSKANIÐNAÐ OG ÍSLENSKAN SJÁVARÚTVEG Islenska sjávarútvegssýn- ingin 1990 (lcelandic Fis- heries Exhibition 1990), var haldin dagana 19-.23. sept. s.l. hér í Reykjavík, sú þriöja í röðinni. Sú fyrsta var haldin 1984 og önnur 1987. Sýningarsvæðið stækkaði verulega á sýningunni ’87 frá árinu '84, en nú var það svipað og ’87. Sýningargestir voru nokkuð færri nú en 1987 en þeir sem stóðu fyrir sýningunni voru þó þokkalega ánægðir með að- sóknina. Sýningargestir voru nú um 12.000, þar af útlending- ar rúm 400, en árið 1987 voru gestir um 14.500 og þar af út- lendingar um 650. Of margar sýningar á sama árinu Fækkun erlendra gesta er nokkuð áhyggjuefni en gæti aö einhverju leyti stafað af því að á þessu ári hafa verið haldnar margar samskonar sýningar í grannlöndum okkar, t.d. bæði í Þrándheimi og Leningrad. í Þrándheimi er alþjóöleg sjávar- útvegssýning haldin á tveggja ára fresti og er því á sama ári og sýningin hér í Reykjavík annað hvert skipti næst árið 1996. í Leningrad er þessi sýn- ing á fimm ára fresti og því á sama ári og hér árið 2005. Einnig komu færri frá Færeyj- um og Grænlandi en búist hafði verið við. Fyrstu tvo sýningar- dagana var ekki flugfært frá Færeyjum, sem gæti að ein- hverju leyti verið skýring á fjar- veru Færeyinga, og auk þess á sjávarútvegur í báðum þessum löndum í miklum erfiðleikum. Líkur er einnig á því að nægi- legt hótelrými hafi ekki verið fyrir hendi í vor þegar útlend- ingarnir bókuðu sig. Þrátt fyrir að sýningargestir voru nokkuð færri en síðast voru íslensku framleiðslufyrirtækin almennt mjög ánægð með sýninguna og geröu sum sölusamninga strax á fyrsta degi, sem er frek- ar óvanalegt. Meiri kostnaður við að sýna erlendis Sýnendur voru alls um 450 og básar um 200. íslensk fram- leiðslufyrirtæki sem sýndu voru um sextíu talsins á móti fimmtíu árið 1987. Sýningar af þessu tagi eru haldnar víða um heim. íslensk framleiðslufyrirtæki í sjávarútvegi hafa á undanförn- um árum sýnt framleiðslu sína á mörgum af þessum sýning- um og síðustu árin hefur þeim fjölgað sem kynna sig á þenn- an hátt. Sennilega á þó fyrir- tækið J. Hinriksson metið í þátt- tökufjölda því þetta var 60. sýn- ing fyrirtækisins og sú 57. á alþjóðlegri sjávarútvegssýn- ingu. J. Hinriksson hf., sem framleiðir toghlera selur 70% af framleiðslu sinni erlendis. Sýning á heimavelli Hvaðagildi hefursýning sem þessi, haldin hér á landi fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki í sjávarútvegi? íslenskfyrirtæki í þessari framleiðslu, sem öll eru smá á alþjóðlegan mæli- kvarða, geta kynnt framleiðslu sína á heimavelli þar sem kostnaður við kynninguna er eins lítill og kostur er. Mörg framleiðslufyrirtæki í sjávarút- vegi, sem mundu ekki geta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.