Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 40
Matthías Ólafsson „Hassi“ skrifaði Birgir Andrésson teiknaði 40 VÍKINGUR SKIPSROTTUR w Eg rankaði við mér næstum þversum í koj- unni og þegar ég ætlaði að færa mig til vildi höfuðið verða eftir á síðubríkinni. Mér fannst ég vera í mörgum pörtum, sjálfstæðum, er vildu ekki láta að stjórn minni. Líkaminn hafði skipt sér. Kojan hreyfðist mikið og höggin er báturinn skall utan í hina voru all hörð. Var ég sár eða var þetta saggi frá súðinni? Vanginn var rakur og hluti af hárinu. Mér var fyrirmunað að koma atburða- rás gærdagsins í skipulegt form. Ég hef líklega fallið á höfðuð þegar ég stökk af lunningunni á Náttfara um borð. Allt annað var mér hulið. En hvað var þetta? Ég heyrði mannamál. Auð- vitað er mannskapurinn að tínast um borð. Von- andi að svo sé. Láttu hann eiga sig. Hann er bölvuð bytta og skítkokkur í ofanálag. Hendir öllum úrgangi í hafið og setur allt rusl í plastpoka. Með herkjum tókst mér að mjaka höfðinu til og reyndi af veikum mætti að grína í áttina þaðan sem hljóðið kom. Frá opnum dyrunum, í blárri skímu sá ég tvær kafloðnar.horaðar rottur ræðast viö. Svona rétt eins og maður við mann. Önnur sem var með afstýfða rófu stóð á sínum fjórum en hin sat lóðrétt og virtist vera að snyrta sig, klóraði sér allri hátt og lágt. Hann datt illa á hausinn í nótt þegar hann stökk. Já, það er ekki að furða. Dekkið eitt hálagler og hann valtur á fótum. En samt tókst honum að skríða upp í kojuna. Hvernig heldurðu að fiskurinn verði þegar þeim loks tekst að ná inn trossunum? Ætli það verði annað en beinin. Ég man að mömmu fannst hann bestur sjóleg- inn, fimm daga gamall. Þessi bölvaða landlega gerir alla soltna. Eru þetta einkenni tremmans? Aldrei svo ég muni hef ég ofskynjað hluti. Enda varla von. Hef sjaldan svallað lengur en viku í senn. Hann er farinn á taugum sá’arna. Hún nikkaði í átt til mín. Já já, landlegan og fiskleysið fer í taugarnar á mér líka en sem betur fer komst ég í leka á gólfinu í nótt. Ertu kannski farinn að drekka með honum? Nei, en ég skil hann mæta vel. Að minnsta kosti í þessari landlegu sem ætlar allar rottur að drepa. Er það sem mér sýnist, eða er ég orðinn gal- inn? Tvær rottur að tala saman og þarna kemur sú þriðja harla illa á sig komin, rennblaut og dökk á lit. Líklega búsett niðri við kjöl. Sælar! Við höfum haldið fund í kjölsoginu og samþykkt að ganga í land áður en skipið siglir. Hvað með ykkur? Það á að funda í kvöld. Útlitið hér á millidekkinu er í einu orði sagt bagalegt. Lítið sem ekkert æti. Kokkurinn sífullur, eða síðan veðrið skall á. Hann hefur ekki farið í búrið þessa vikuna og félagar okkar sem eru þar innilokaðir, geta ekki tjáð sig að svo stöddu. það tekur tíma að naga sig inní lestina en það er þeirra eina von. Það var munur að sigla á Hafsteini I á meðan hann flaut. En svona er þetta basl. Hér er flest úr stáli, kalt og rakt og hart undir tönn. Svo maður minnist nú ekki á helvítis plastið sem maður verð- ur að skyrpa útúr sér jafn óðum. Langa-langafi sem varð allra rotta elstur minnt- ist æskuáranna á skútunum ávallt með söknuði. Ekkert vélarhljóð né hávaði frá vindum og æti eins og hver vildi. Ég tók að hlusta með meiri athygli en áður. Eitthvað var heilsan að lagast. Góð er sagan af félaga mínum, hélt rottan áfram. Þegar skúturottan gamla var spurð hvar graðrottan dóttursonur hennar væri sem þá var í skipsrúmi á elsta stálskipinu í flotanum, ryðkláfi, svaraði hún grafalvarleg með halasveiflu: Hann er þar sem ryðið er. Allir hlógu, líka ég, en af veikum mætti. Svarta rottan frá kjölsoginu reyndi að hrista af sér bleytuna án sýnilegs árangurs. Feldurinn trú- lega mettaður olíu, svartolíu. Er ástandið svona dökkt þarna neðra? Já, það er svart, kjölurinn er aö slá úr sér. Þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.