Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 17
75 ARA fjögur ár og nafni skólans var enn breytt og nú í Vélskóli ís- lands. Eftir þessa breytingu fjölgaöi mjög í skólanum og undanfarin ár hefur nemenda- fjöldinn verið nálægt 200 hundruð. Árlega útskrifast 30- 35 nemendur og námstíminn er orðinn fimm ár. Árið 1981 var tekið upp áfangakerfi í skólan- um og við þá breytingu var námið samræmt námi í öðrum framhaldsskólum. Andrés segir að þegar hann ákvað að læra til vélstjóra hafi ástandið verið allt annað en nú er. „Ég ætlaði mér að verða vél- stjóri eins og pabbi sem var vél- stjóri og sjómaður. En ég er kreppubarn og á þeim árum var hreint ekki auðvelt að fá vinnu. Þá þurfti maður aö komast sem lærlingur í smiðju í fjögur ár áður en maður fékk inni í skól- anum. Ég komst aö í smiðju 16 ára og var feginn því, vegna þess að það þótti gott að fá ein- hverja vinnu á þessum árum. Síðan komst ég í skólann og þaðan fór ég til Danmerkur í tækniskóla. Eftir það kom ég heim og vann í Héðni í nokkur ár, þar til ég kom í Vélskólann til að kenna 1955,“ segir Andrés. Næsta vor útskrifar Andrés sína síðustu nemendur, því hann verður 70 ára á næsta ári og þá verður hann að hætta. Ekki segist hann kvíða því.„ Ég er nefnilega alltaf á leiðinni að gera ekki neitt og ég ætla bara að slappa af. Ég kvíði því hreint ekki að hætta.“ — Þú hefur unnid hér í skól- anum frá 1955, hvad er þér minnisstæðast frá þessum ár- um? „Það hefur svo gríðarlega mikið breyst frá því ég kom hingað. Þegar ég byrjaði að kenna hér var skólinn í dróma og aðsóknin var mjög lítil. En ég vann með afskaplega góð- um manni, honum Gunnari Bjarnasyni sem þá var skóla- stjóri og tíu árum eftir að ég hóf störf varð mikil kerfisbreyting í skólanum. Þá sameinaðist öll vélstjórnarkennsla landsins. Það er mér eiginlega minnis- stæðast, því þá réðum við ekki neitt við neitt. Við vorum með um 350 nemendur á ári og það var á mörkunum að við gátum þetta. Okkur vantaði húsnæði, vélar og allt til alls. En það sem stendur kannski mest upp úr er þegar skuttog- ararnir komu upp úr 1970 og öll sú nútímatækni sem við búum við í dag,“ segir Andrés Guð- jónsson skólameistari. í tilefni 75 ára afmælisins hefur Vélskóli Islands gefið út ritið, Vélstjóramenntun á ls- landi, en höfundur þess er ein- mitt einn af kennurum skólans, Franz Gíslason sagnfræðing- ur. Þá verður haldinn afmælis- fagnaður hinn 3. nóvember með mikilli hátíðardagskrá. Andrés Guðjónsson skólameistari síðan 1971. Gunnar Bjarnason var skólastjóri frá 1955 tll 1971. VÍKINGUR 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.