Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 42
SKIPSROTTUR 42 VÍKINGUR skip sem er lítið eldra en afi gamli, er illa smíðað, illa við haldið og stálið farið að ryðga. Ég lagði augun aftur. Kannski þetta sé sam- viskan að naga mig. Búin að taka á sig myndir svo það verði áhrifameira. Þær héldu áfram skrafinu: Þá er viðbúið að skipið sé að sigla sitt síðasta. Næstu túrar geta orðið þeir seinustu. Varúð, hætta! Þaö var svarta rottan sem hróp- aði. Þær hurfu úr augsýn en áfram heyrði ég pískrið í þeim. Þetta er óvænt heyrði ég hvíslað og sá svörtu skotti bregða fyrir. Ætla að kanna málið. Fjarndakornið að ég heyrði nokkur aukahljóð. Ætli sé ekki um að ræða rottur úr landi. Svörtu skotti sást bregða fyrir á ný. Þetta eru rottur að róta til í brúnni og kortaklef- anum og ein er aö snuðra í björgunarbátnum á brúarþakinu. Rottur úr landi í vímuefnaleit. Tel heppilegast að slíta þessum viðræðum í bili. Von- andi verðum við öll samferða í land þegar dimmir. Farinn. Blakkur er ágætur og að auki tryggðatöll. Það verður okkur öllum fyrir bestu að læöast í land fyrir sólsetur. Ef kallinn ætlar að róa í kvöld kemur hann tímanlega um borð. Þegar hér var komið sögu leið ég útaf og sofn- aði, en vaknaði skömmu síðar við að eitthvað loðið straukst við vanga minn. ^ Með herkjum kom ég mér framúr kojunni og tók ósjálfrátt að troða fataleppunum mínum í sjópok- ann. Þorsti kvaldi mig og rak á eftir mér. Minnið varð skyndilega virkt. Ég átti leka í herberginu mínu uppí verbúð. Það var ekki átakalaust að ná þangað en það tókst um síðir. En ef ég ætlaöi að láta mig hverfa, stinga af, yrði ég að leita annað. Ég var með lykil að íbúðinni hennar Bjargar frá því á laugardaginn er viö kynntumst á ballinu. Þang- að rölti ég meö sjópokann eftir að hafa slokrað í mig lekanum góða. Björg var ekki heima, trúlega að vinna í sjopp- unni. Ég tók mér bessaleyfi og opnaði skápana sem hugsanlega gætu geymt vínlögg. Og viti menn, hálf flaska af vodka fyrirfannst í einum eldhússkápnum. Eftir að hafa innbyrt vænan slurk kom ég mér í sturtu. Skeina á enni og slæmt mar á vanga blasti við mér í baðherbergisspeglin- um. Fáklæddur lét ég svo fara vel um mig í stof- unni. Veðrinu var að slota, hann var að ganga niður. Rottugangurinn um borð lét mig ekki í friði. Getur það hugsast að þetta hafi í raun og veru gerst? Það er útilokað. Rottur tísta líkt og mýs. Ég er ef til vill að breytast í meindýr. Farinn að skilja þeirra mál. Mér hafði runni í brjóst því að Björg ræsti mig grimm á svip, öskuill útaf vodkastuldinum. Karl- manni veitist létt að friða lítil sköss svo að innan stundar lágum við alsæl í rúminu hennar. Ekki áræddi ég að minnast á rottuævintýrið við hana en margt var skrafað fram eftir nóttu og samkvæmt uppskriftinni lét ég hana njóta sín, enda manneskjan málgefin. Árla morguns hrökk ég upp með ópum og óhljóðum. Settist upp í rúminu holdvotur með mikinn hjartslátt og Björgu varð svo mikið um að ég varð að taka hana í fangið og saman rerum við fram í gráðið. Ég sem ekki hafði hlustað á útvarp í heila viku seildist í lítið viðtæki á náttborðinu og kveikti á því. Seinasta laginu fyrir fréttir var að Ijúka, sorgarlagi að mér fannst. Klukkan sló sjö þung högg. Ég fann fyrir máttleysi í öllum líkamanum. Út- varp Reykjavík. Fréttir. Jón Jónsson lesfréttirnar: Þeir hörmulegu atburðir gerðust í nótt sem leið að tveir netabátar sem voru að sigla á miðin suð- austur af landinu rákust saman með þeim afleið- ingum að annar báturinn steinsökk með manni og mús. Suðvestan bræla, 6-7 vindstig, voru á þess- um slóðum og 7 metra ölduhæð. Nærstödd skip og bátar hófu strax skipulega leit sem enn stend- ur yfir án árangurs. Samkvæmt viðtali sem frétta- maður átti við skipstjórann á Náttfara, en Náttfari er annað skipið sem lenti í árekstrinum, bar þetta svo brátt að að ekki tókst að afstýra slysi. Náttfari liggur i vari þar sem unnið er að bráða- byrgðaviðgerð á honum en hann laskaðist mikiö. Öll áhöfn Náttfara er heil á húfi og biður fyrir kveðjur heim. Báturinn sem sökk hét Hafsteinn I1190 tonna stálbátur smíðaður í Portúgal 1969. 11 manna áhöfn var á bátnum. Líkur á að einhverjir hafi komist lífs af fara dvínandi. 10 stiga frost er á slysstað og sjór undir frostmarki. Ég slökkti á tækinu. Björg stirðnaði í fangi mér og ég fann hvernig lotningin fyrir lífinu fór um vitund mína. Var þetta ekki báturinn þinn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.