Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 35
Líkönin koma og fara Elstu stafnslíkönin sem varöveist hafa eru af skipum norrænna víkinga sem herjuðu á íbúa strandhéraöa Vestur-Evrópu skömmu fyrir árið 1000. Þau hafa varðveist vegna þess siðar nor- rænna höfðingja að láta heygja sig með skipum sínum. Víkingaskipin höfðu háan stafn og þar voru oftast sett útskorin drekahöfuð eða högg- ormar. Afkomendur víkinganna, Normannar, sigldu yfir Ermarsund á 11. öld undir forystu Vilhjálms bastarðar og tóku land í Hastings á Englandi. Þar barðist Vilhjálmur við frænda sinn Harald og hét eftir þann slag Vilhjálmur sigursæli. Þessum átökum er lýst í myndum í frægum refli kenndum við Bayeux í Frakkiandi. Á honum má sjá flota einmastra skipa með skarsúð stefna aö landi og í stafni þeirra eru ýmist dreka- eða Ijónshöfuð. Skömmu síðar var engu líkara en sá siður að hafa stafnslíkön á skipum ætlaði að líða undir lok. Þetta hélst í hendur við innreið gotnesku stefn- unnar í byggingarlist fastalandsins en hún kveikti ma. mikinn áhuga á skjaldarmerkjum. Farið var að setja hvalbak á skipin og í stað stafnslíkana skreyttu höfðingjar skip sín með skjöldum sem festir voru á síðurnar. Viö upphaf fjórtándu aldar varð enn breyting á byggingarlagi skipa og hún varð til þess að end- urreisa stafnslíkönin. í stað einmöstrunga komu skip með tveimur og jafnvel þremur möstrum og bugspjóti sem skagaði fram úr hvalbaknum. Und- ir bugspjótinu var pláss þar sem upplagt var að koma fyrir einhvers konar dýrahöfðum, gjarnan með gapandi kjafta. Á sextándu öld kom galeiðan fram á sjónar- sviðið en fram úr henni skagaði stefnistrjónan og þar var kjörið að koma fyrir stafnslíkani. Á flagg- skipi Sir Francis Drake var til dæmis komið fyrir gullinni dádýrshind og dró skipiö nafn af henni. Áhrif úr landi Á tímum landafundanna harðnaði baráttan um yfirráðin yfir höfunum til muna og konungar evrópsku sjóveldanna tjölduðu því sem til var í þeim slag. Skrautgirnin sem einkenndi þennan tíma hélst í hendur við innreið barokkstílsins en honum fylgdi mikið skraut, voldugar línur og heil- mikil dramatík. Stundum tók skrautgirnin öll völd af eigendum skipanna. Til dæmis má nefna skipið Sovereign of the Seas sem Karl fyrsti Englandskonungur lét smíða áriö 1637 í þeim tilgangi að eiga síöasta orðið í samkeppninni um glæsilegasta fley ver- aldar. Skipið kostaði 40.000 sterlingspund sem = Sortimo= SKÚFFUR - KASSAR - BOX SORTIMO framleiðir eitt það vandaðasta skúffukerfi fyrir fag- manninn sem völ er á. SORTIMO SKÚFFUR með borðplötu, lokun og læsingu fyrir verkfæri o.fl. SORTMO KASSAR með mis stórum boxum á einni eða tveimur hæðum. Kassarnir geta verið stakir eða verið í skúffueiningu með eða án loks, öryggis lokun og læsingu. SORTIMO BOX eru í fjórum stærðum. Hver stærð er samsett af tveim mislöngum hillueiningum. SORTIMO SKÚFFUM - KÖSSUM OG BOXUM er hægt að raða saman hvernig sem er og setja undir þau hjól. SORTIMO býður upp á fjölmarga möguleika fyrir lagerinn- bílinn - skipin - verkstðin - geymsluna o.fl. Sölu- og þjónustuaðilar Geisli - Vestmannaeyjum, Glitnir- Borgarnesi Póllinn - ísafirði, Rafgas - Akureyri RAFLAGNIR - TÖLVULAGNIR - MÓTORVINDINGAR VERZLUN - ÞJÓNUSTA SKEIFAN 3E-F. BOX 8433. 128 REYKJAVlK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.