Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 53
arsson og Laddi fara á kostum, þarf að greiða fyrir það 3.900 krónur. Þar er innifalinn matur. Arnarflug útvegar einnig bíla- leigubíl fyrir sína farþega. Einn slíkur kostar 2.200 krónur í sól- arhring og er það með virðis- aukaskatti. Þótt Vestmanna- eyjar séu teknar hér sem verð- dæmi, fer verð á fargjöldum eftir því hvaðan á landinu fólk flýgur. Ef fólk vill ekki þessar pakka- ferðir er að sjálfsögðu hægt að fljúga eða keyra til Reykjavíkur og gista á einhverju hinna fjöl- mörgu hótela og gistiheimila sem í boði eru. Leikhúsin Leikhúslíf höfuðborgarinnar er að springa út þessa dagana og fjölmörg skemmtileg verk eru á fjölunum. Á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu er hin marg- fræga kómedía Fló á skinni, sem hlotið hefur einróma lof áhorfenda. Þá er nýbúið að setja upp á Litla sviðinu Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur. Þetta er fyrsta verk hennar, en þeir sem til þekkja segja að ekki sé hægt að merkja það. Meiriháttar gott leikrit. Á Stóra sviðinu er leikritið Ég er hættur, farinn! og var það frumsýnt 21. október sl. Hin rómaða Sigrún Ástrós verður endurvakin frá því sl. vetur á Litla sviðinu. Þar sem Þjóðleikhúsið er í endurbyggingu og andlitsupp- lyftingu, eru sýningar þess nú í íslensku óperunni. Þar er sýnd- ur gamanleikurinn Örfá sæti laus, en sá leikur hefur fengið mikla umfjöllun í dagblöðum eins og flestir kannast við. Gamanleikhúsið sýnir barnaleikritið Línu langsokk í Iðnó. Þetta leikhús er einungis skipað börnum og enginn þátt- takandi í sýningunni er eldri en 17 ára. Aðrar skemmtanir í Reykjavík eru skemmti- staðir og krár nánast á hverju horni. Krárnar hafa tekið upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að vera með lifandi tónlist í stað niðursoðinnar diskótónlistar. Tónlistarmenn af öllum tagi troða upp og skemmta sjálfum sér og öðrum. Breiðvangur, eða Broadway eins og staðurinn hét einu sinni, hefur opnað aftur með nýjum eigendum. Breiðvangur opnaði með stórsýningunni Dýrið gengur laust með Ríó tríó í fararbroddi. Þetta er 25 ára afmælissýning Ríósins og með þeim félögum spilar hljómsveit Gunnars Þórðarsonar. Listasöfn og gallerí ýmiskon- ar er hægt að skoða í Reykja- vík. Listasafn íslands er með yfirlitssýningar í gangi og minni söfn og gallerí sýna verk eftir þekkta og óþekkta listamenn. Þótt strætisvagnar gangi eftir nokkuð sæmilegri áætlun, er mun viturlegra að vera búinn að tryggja sér bílaleigubíl hjá flugfélögunum, ef ætlunin er að fara á söfn. Norðan heiða Sem fyrr segir telja heima- menn á Akureyri lífið eiginlega ekki fara í gang fyrr en eftir ára- mót, þegar hægt er að skíða niður brekkur Hlíðarfjalls. En Leikfélag Akureyrar hefur þegar sett upp sitt fyrsta leikrit. Það heitir Leikritið um Benna, Gúdda og Manna og er eftir Ak- ureyringinn Jóhann Ævar Ja- kobsson. Einhvern tíma eftir áramótin verður svo sýndur söngleikurinn Kysstu mig Kata. Það er því Ijóst að landsbyggð- arfólk fer til Reykjavíkur fyrir áramót, en höfuðborgarbúar fara norður eftir áramót og njóta þess sem þeir hafa ekki heima hjá sér. SEXTÍU OG SEX NORÐUR Vinyl/gúmmí glófi I 28 ár höfum við framleitt vinnuhanska úr vinylefni. Nú bjóðum við bláa vinylglófann úr nýju efni sem er blanda af vinyl og gúmmí. Það gefur hanskanum meiri mýkt og teygjanleika og gerir hann jafnframt sterkari, og þolnari gegn olíum og sýrum. SJOKLÆÐAGERÐINHF Skúlogötu 51 Sími 115 20 VÍKINGUR 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.