Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1990, Blaðsíða 60
„EG SKIPTI
Gámur
skrifar
í vor er leið þegar sjómenn voru að reyna að ná
nýjum kjarasamningum, sem raunar snérust ekki
um annað en að fá olíukostnaðarhlutdeildina
lækkaða, bentu menn einmitt á hættuna á því
sem nú hefur gerst, ofsahækkun á olíu. Eins og
menn muna voru útgerðarmenn ekki til viðtals um
eitt né neitt þá. Verkfalli var skotið á frest en nú
hafa yfirmenn á fiskiskipum boðað verkfall frá 20.
nóvember næstkomandi. Mörgum þótti skrýtið
hve seint sjómannafélögin öfluðu sér verkfalls-
heimilda í vor er leið. Vertíðin var búin og verkfall
hefði orðið máttlaust. Það vekur einnig furðu að
boða til verkfalls 20. nóvember, þegar mest allur
fiskikvóti skipanna er uppurinn. Enda er sagt að
Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, hafi
glott út í annað þegar honum voru boðuð tíðindin
um verkfall 20. nóvember. Útgerðarmönnum er
alveg sama um verkfall þar til vetrarvertíð hefst í
janúar. Þá myndi verkfall hafa tilætlaðan árangur.
Alltaf öðru hvoru heyrast sögur um nýjar að-
ferðir til að komast fram hjá hinu óvinsæla kvóta-
kerfi. Þeir bátar sem selja afla sinn á erlenda
markaði verða fyrir kvótaskerðingu sem kunnugt
er. Nú landa þessir bátar í gáma í nafni einhverra
trillubáta sem eru innan við 6 tonn og eru því að
veiða úr einum kvótapotti og verða því ekki fyrir
neinni skerðingu við að selja aflann út í gámum.
Við höfum heyrt dæmi um að menn eigi 6 tonna
trillur sem aldrei fari á sjó en alltaf er verið að flytja
út afla frá þeim í gámum.
Það munu vera ár og dagar síðan fiskvinnslan í
landinu hefur haft það jafn gott og um þessar
mundir. Það er ekki bara að fiskverð erlendis sé
það hæsta sem sögur fara af, bæði hjá frysting-
unni og þá ekki síður á saltfiski, en verð hans
hefur hækkað um 60% í dollurum á þessu ári,
heldur hefur verð fyrir gámafisk á mörkuðum í
Englandi og Þýskalandi aldrei verið jafn hátt og
nú. Á sama tíma er stór hluti sjómanna aðeins
með verðalagsráðsverð plús einhverja smá upp-
bót fyrir fiskinn.
Véla- og skipa-
þjónustan
FRAMTAK HF
Kennitala 420588-1949
Stapahrauni 6 — Sími 91-652556
Alhliða vélaviðgerðir
Rennismíði
Plötusmíði
Magnús Aadnegard, sími 50561
Þór Þórsson, sími 651643
Óskar Björnsson, sími 51325
Við viljum leysa vanda þinn.
Velkominn vertu vinurinn.
Alhliða rennismíði og fræsivinna
nýsmíði og viðgerðir.
— Endurbyggjum bensín- og díselvélar.
— Slípum sveifarása, borum blokkir.
— Plönum hedd, blokkir o.fl.
— Réttum af höfuðlegusæti í blokkum.
— Gerum viö kambáslegusæti í heddum.
— Rennum ventla og ventilsæti.
— 25 ára reynsla í málmsprautun á slitfleti, t.d.
vökvatjakkstangir slit undan legum o.fl.
Yfir 50 ára reynsla í viðgerðum.
Vélaverkstæðið EGILL hf.
Smiðjuvegi 9A — Sími 91-44445 - 200 Kópavogi.