Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 23
Eitt af veiðiskipunum á Persaflóa. það var eitthvað að því það var nælon- höfuðlina og nælongrandar, efri grandar. Eg sagði að það væri allt í lagi, ég skyldi fara út með þetta, en ég myndi aldrei fá neitt í þetta. Svo fór ég út og fékk nátt- úrlega engan helvítis fisk. Ég sagðst vilja fá vír í höfuðlínuna og efri grandann. Það er enginn vír til, var svarið. En ég vissi af einum fyrrverandi starfsmanni Hampiðjunnar sem var þarna í næsta fíki og hafði upp á honum símleiðis. Bað hann að koma til aðstoðar. Hann sagði að ekki væri gott að fá svona grannan vír, en eina rúllu gæti hann lálið mig hafa. Þá vantaði mig í höfuðlínuna svo ég stytti bara grandarann til að ná í höf- úðlínuna. Ég fór út morguninn eftir og hoin að landi síðdegis nreð sjö tonn. Þeir urðu svolítið langleilir þegar þeir séu allan aflann. En það var orðið erfitt að eiga við þetta og sheikinn orðinn leiður á þessu þar sem það gekk ekki nógu vel. Ég kenni það alfarið veiðarfærunum. Allir yfirmenn á bátunum voru íslenskir en afgangurinn Pakistanar og nokkrir Ind- verjar. Þeir voru nokkuð fljótir að læra. hó var eitt sem þeir voru í miklum vandræðum með þar sem voru jullurnar sem voru nolaðar þegar verið var að snurpa. Þeir áttu erfitt með að koma þeim í gang því vélarnar voru svo kaldar þótt það væri 40 stiga hila. En það er svo merkilegt að ég fann ekki fyrir hit- anum og var þó 120 kíló á þessum tíma. -Svo hefur þú komið heima úr Persaflóanum, hætt sjómennsku og farið að taka það rólega. Nei, ekki var það nú svo. Fyrst fór ég frá Persaflóanum til Kamerún og svo þaðan til Angóla. Kem svo heim árið 1985. Þá var að ljúka verkfalli og fór á vertíð upp á Skaga. Var á netum á Skírni AK og þar varð ég sjóveikur í fyrsta skiptið eftir Stýrimannaskólann þegar við lentum í suðvestan helvítis skíta- veðri. Þaðan fór ég svo austur á Vopna- fjörð sem stýrimaður á Eyvind Vopna. Svo var ég að leysa af á rækju og og var eina loðnuvertíð á Bjarna Ólafssyni. Síð- an var ég með Færeyingum á úthafskarfa og líka í Snrugunni og einnig með Rúss- um á úthafskarfa á systurskipi Heineste. En núna er ég kominn í land. Kerfið er bara flopp -Við höfum farið víða, Jói, en höfurn ekki einu sinni rninnst á fiskveiðistjórn- unarkerfið sent alltaf er verið að rífast um. Hvað segir þú um það mál? Þetta kerfi er bara flopp, því miður. Það er síður en svo að fiskistofnarnir hafi stækkað. Ég hef ekki meiri trú á þessu kerfi en svo, að ég hef ekki endurnýjað skipstjóraskírteinið mitt og hef neilað af- leysingum sem skipstjóri. Ef það á að nást einhver sátt um þetta kerfi þarf að skera það upp. Þá virðist Hafrannsóknarstofn- unin ekki vera með á nótunum hvað er að gerast á miðununt hjá fiskiflotanum. Togaraskipstjórar taka upp hjá sjálf- um sér að hætta að nota flottroll á Sel- vogsbanka á á hrygningartímanum. Ég er sannfærður unt að það að meðan gert var að fiskinum þar úti frjóvgaðist hell- ingur af hrognum þar sem hrogn og svil fóru sarnan í aðgerðinni. Svo skeður annað þegar þeir hætta þar. Þá skjótast upp á himininn þessar rosalegu stjörnur sem jusu upp þetta áttatíu til hundrað tonnum á dag í þorskanótina. Ég er ansi hræddur um að nýtingin á þeim afla hafi oft verið vægast sagt léleg. Þegar ég byrja mína skipstjórn hafði það verið þannig í nokkur ár að þurfti ekki að kasta fyrir vestan Bjarg. Meirihlutann af minni skipstjórnartíð var ég á Græn- landsmiðum. Fyrsta sumarið sem ég leysi af fór ég sjö fullfermistúra á Græn- land sem þólli nokkuð sæmilegt meðan verið var að landa 130 til 150 tonnum af heimamiðum. Ég held að ég fari ör- ugglega með það rétt að vorið 1970 þeg- ar ég var á Mánanum var það um vorið að við vorum búnir að fara fjóra túra á 34 dögum og vorum með rúnr 1300 tonn. Svo tel ég mig hafa fundið Græn- landsgöngu og mig minnir að ég hafi skilað 29 merkjum úr þeirri löndum og þar af 27 frá Vestur-Grænlandi. Ég fann þessa göngu út í Skerjadýpi fyrir algera tilviljun. Það eru til ævintýralegar myndir, bæði kvikmyndir og ljósmyndir af því þegar við vorum að fá upp í 75 tonn í holi á Mána gamla. Og það í þessa snepla sem við vorum með aftan í, miðað við þessi ósköp sem nú eru í gangi. En varðandi kvótakerfið þá verð ég að segja að það var undarlegur sofandahátt- ur hjá sjómönnum að gera ekki tilkall til að kvóla eins og útgerðarmenn fengu. Þetta vil ég skrifa nokkuð á stéttaríélög- in. Ég veit að þetta kom til umræðu á fundi hjá Skipstjórafélagi Norðlendinga út af skipstjórakvótanum. Samherji kom undir sig fótunum út á skipstjórakvót- ann sem Steini Villa fékk, sem ég tel að hann hafi hreinlega átt. Einhverjir fleiri fengu slíkan kvóta þótt hann hafi ekki nýst þeirn eins vel. En ég held að stóra villan hafi verið sú að menn gerðu sér ekki grein fyrir því hvað þetta gat dregist ofboðslega saman því þetta var ekki svo afleitt í upphafi. Menn höfðu nokkurn vegin vissu fyrir því geta haldið út árið, en nú eru ekki nerna örfá skip sem hafa kvóta til þess, sagði Jói og sló úr pípu sinni. Viðtal: Sœmundur Guðvinsson. Sjómannablaðið Víkingur - 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.