Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 58
Þjónustusíður
Olíufélagið ehf - ESSO
Mobil skipasmurolíur
Olíufélagið ehf (ESSO) hefur nú
þegar olíurisarnir Exxon (ESSO) og
Mobil sameinuðust i alþjóðafyrirtækið
ExxonMobil, tekið að sér þjónustu,
umboðssölu, markaðssetningu og
dreifingu á Mobil-skipasmurolíum á
íslandi, ásamt útvegun þeirra í erlend-
um höfnum fyrir íslenzk skip.
Mobil skipasmurolíur eru langmest
seldu skipasmurolíurnar frá einum
einstökum framleiðanda í heiminum í
dag. Er þá átt við
magn, svo ekki sé
minnst á fjölda við-
skiptavina. Yfir-
gnæfandi markaðs-
hlutdeild þeirra
byggist einvörð-
ungu á viður-
kenndum gæðum og þeirri þjónustu
sem kaupendur fá um allan heim. Hin
mikla sala á Mobil smurolíum er í
raun grundvölluð á því að selja hverj-
um og einum viðskiptavini, minna af
smurolíu, en betri. Helztu vélbúnaðar-
framleiðendur heimsins fyrir skip
mæla beinlínis með notkun Mobil-
smurefna á þeirra búnað. Að auki veit-
ir „Signum“, sem er nettengt rann-
sóknar- og eftirlitskerfi, eigendum
Mobilsmurðra skipa fágætt rekstrarör-
yggi með því að fylgjast með ástandi
smurolíanna í notkun og þeim vélbún-
aði sem þær eru á.
Rétt er að taka það fram strax, að
Mobil-smurolíur munu ekki keppa í
verði við smurolíur til sömu nota frá
öðrum framleiðendum. Til þess er ein-
faldlega of mikið í þær lagt. Þær eru
fyrst og fremst ætlaðar þeirn smurolíu-
notendum, sem setja gæðin í fyrsta
sæti og fá gegnum þau bæði rekstrar-
öryggi og mesta hagkvæmni til lengri
tíma. í gamni og alvöru má segja að
fyrstu kynni, sem nýir notendur Mobil
smurolía fá af gæðurn þeirra, séu þegar
þeir greiða fyrir
þær. Þeir munu þó
fljótlega kynnast
þeim kostum þeirra,
sem meira en rétt-
læta hærra verð.
Stöðugar framfarir
í hönnun vélbúnað-
ar og meira álag á hverja flatareiningu
gerir það að verkum að nútímatæki
starfa við stöðugt lægrí öryggisstuðul.
Það þarf því oft ekki nema lítið til þess
að ómeðvitað sé farið yfir þá öryggis-
línu. Þá vofir yfir hætta á óeðlilegu
sliti og jafnvel alvarlegum vélarbilun-
um.
Þessi þróun hefur þvingað fram
nýjar gerðir af smurefnum. Alsyntetísk
smurefni frá Mobil, SHC (Synthetic
Hydro Carbon), hafa hækkað þessa ör-
yggislínu. Slitið og viðnámið minnka,
hitasviðið breikkar og notkunartíminn
lengist. Ef möguleikar syntetísku
smurefnanna eru nýttir, er hægt að
spara mikið fé og orku, þótt smurefnin
sjálf séu dýrari.
Þótt vélbúnaður á íslandi sé ekki
stór í sniðum á heimsmælikvarða, þá
er nokkuð víst að viðnámstöp í þeitn
búnaði nema milljörðum króna á ári
hverju. Þau töp er hægt að minnka
verulega með notkun syntetískra
smurefna. Að jafnaði um 1/3 miðað við
mínerölsk smurefni. Mobil hefur ára-
tugum saman verið leiðandi í þróun
syntetískra smurefna og enginn býður
eins háþróaða heildarlínu af syntetísk-
um smurefnum í gæðaflokki sem ekk-
ert slær við.
Rétt er í þessu tilefni að benda sér-
staklega á syntetískar kælivélasmurolí-
ur frá Mobil. Þær hafa í áratugi verið
þróaðar í samvinnu við helstu hönnuði
og framleiðendur kælivéla og kæli-
kerfa. í dag mæla þessir aðilar með
notkun syntetískra frá Mobil á sinn
búnað, til þess að ná mestum afköst-
um, réttri virkni og lengri endingu.
Mobil framleiðir sérsniðnar smurolíur
fyrir allar gerðir kælivéla og kælim-
iðla, sem starfa við allar þær aðstæður
sem kunna að korna upp á þessu sviði.
í framleiðslu smurefna sem ekki
valda skaða í umhverfinu, hefur Mobil
tekist sérlega vel til. Einnig við gerð
smurefna sem starfa með svonefndum
„umhverfisvænum“ efnum. í þessum
flokkum hefur Mobil tekist að fram-
leiða smurefni sem ekki einungis taka
lullt tillit til umhverfisins, heldur veita
þær vélbúnaðinum fulla vernd og af-
köst, líkt og bestu hefðbundin smur-
efni.
Ég vil því hvetja alla þá sem gera
verulega miklar kröfur til vélbúnaðar
síns, einnig þá sem bera umhyggju fyr-
ir honum og vilja að hann endist sem
lengst og skili þeim mestri arðsenti og
ekki síst þá sem eiga við einhver smur-
vandamál að stríða, að hafa samband
við Olíufélagið og láta reyna á það
hvort rétt valin Mobil smurefni, eru
ekki það sem þá vantar til þess að ná
fullkomnum árangri.
fh. Olíufélagsins ehf. ESSO
Herbert Herbertsson.
Mobil
58 - Sjómannablaðið Víkingur