Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 12
aði slaka, lenti trogið ofan á öðrum fæt- inum og varð hann þar með ónothæfur. Ásmundur útgerðarmaður var þarna og sagði vörubílstjóranum að fara með mig til læknis. Læknirinn átti heima við Vatnsnesveg þar sem hann var með lækningastofu fyrir sjómenn í vaskahús- inu, gengið var inn í það beint af göt- unni. Læknirinn vildi röntgenmynda hnéð ntorguninn eftir, þannig að sofið var í landi þessa nótt. Við áttum inn- hlaup í verbúð þarna á Vatnsnesinu, Þar mætti mér óhugnanleg sjón morguninn eftir, stefnið á bátnum sem hafði týnst, stóð upp úr sjónum nokkra metra frá landi og menn á v.b. Baldri frá Dalvík voru að reyna að koma á það böndum. Parna fórust bræður úr Njarðvík og frændi þeirra. Eftir myndatökuna sagði læknirinn mér að fara heim og hvíla fót- inn í nokkra daga. Eftir nokkra daga hringdi svo Garðar og sagði að nú hlyti þetta að vera orðið gott. Og ég hélt aftur suður með sjó til róðra. • • • • Nú var farið að draga úr afla, svona hálft tonn í trossuna og veður góð þannig að við vorum iðulega komnir inn klukkan fimm á daginn og búnir að borða klukkan hálf átta eins og banka- stjórar. Pann tíunda maí drógum við allar trossurnar en lögðum enga. Dag- inn eftir skárum við af og fórurn með veiðarfærin í geymslu upp í heiði í skemmu þar sem nú er bílapartasala við veginn í flugstöðina, svo þrifum við bátinn. Á landstiminu daginn áður höfðum við útbúið heljar trossu af gólf- dreglum og skítugum fötum sem við hengdum aftaní bátinn. Petta varð allt tandurhreint þótt ekkert væri þvotta- efnið. Þegar við höfðum þrifið vildum við Þröstur kaupa rjómatertu. Pað vildi Villi ekki. Sagði að það væri bara froða, á þessum degi væri keypt söngvatn. Við unglingarnir fórum því upp á bílastöð- ina og keyptum eina Vodka Vyborowa, bílstjórarnir höfðu fengið sent hlass frá Reykjavík í tilefni dagsins. Þegar söngvatnið var farið að virka byrjuðu sögurnar: Stýrimaðurinn sagði okkur frá aflakló úr Vestmannaeyjum, sá var ekki mjög bókhneigður, en fór í Stýri- mannaskólann til að afla sér réttinda. Kennarinn spurði hann hvernig sigl- ingaljós ætti að nota í Hvítahafinu. Aflaklóin vissi þetta ekki, en næsti maður hvíslaði að honum svört ljós og hann svaraði svört ljós. Óli hafði nátt- úrlega verið í Hvítahafinu, á Hallveigu Fróðadóttur, þar um borð var líka þjóð- skáld Árnesinga Guðmundur Haralds- son. Ráðamenn höfðu verið smeykir um að Guðmundur lenti í strætinu og ráðið við því var að koma honum á Hallveigu. Gallinn á þessu var bara sá að skáldið var lítið fyrir vinnu. Ef hon- um var sagt að gera eitthvað, spurði hann á móti hver ætti að gefa fuglun- um. Guðmundi var sagt upp en hann hætti ekki. Næst var honum sagt að það væri stelpa í símanum á Togaraaf- greiðslunni þegar Hallveig var að fara, Gvendur sá í gegnum það og komst með. Endir sjómennsku skáldsins varð sá að skipstjórinn réði menn í allar koj- ur og lét bátsmanninn smiða rúm milli borðanna í borðsalnum. Gvendur var látinn sofa þar en gallinn fyrir Gvend var bara sá, að það var stöðugt rennirí þarna og hann gat lítið sofið og sofnaði ekki almennilega fyrr en heima hjá sér næst þegar þeir komu í land. Þegar skipið fór út aftur var Guðmundur Haraldsson ekki vaknaður og þannig endaði hans sjómennska. Haraldur kokkur var frá Eyrarbakka eins og Guðmundur. Hann sagðist hafa verið að róa úr Keflavík á stríðsárun- um, vinur hans og hann áttu heimboð hjá tveim stúlkum sem voru þarna í verbúð. Þegar þeir mæta í verbúðina eru þar þá fyrir fjórir amerískir land- gönguliðar. Þarna varð ósætti og hrökt- ust íslendingar undan út úr verbúðinni. Þar tóku þeir til fótanna og landgöngu- liðarnir á eftir. Sá þeirra sem fljótastur var náði Halla, sem snerist til varnar og sneri Kanann niður í vörubílsflak sem þarna var. Kom höfuðið niður á vélina og varð niikið sár. Frétti Halli seinna að landgönguliðinn hefði látist á sjúkrahúsi hersins. Þetta var saga sem Ólafur Guðlaugsson átti ekkert svar við og leystist þar með samkvæmið upp, enda söngvatnið búið. Siglfirðingarnir leigðu sér flugvél og fóru heim í beinu leiguflugi, við hinir tókum rútuna til Reykjavíkur. Markviss kæliþjónusta • Frysti- og kæligeymslur • Band- og plötufrystar • Þjöppur • Eimar - Eimsvalar • Kælimiðlar • Kælimiðilsdælur • Lokar • ísvélar • Stjórnbúnaður • Skráningar- og eftirlitsbúnaður • Lekaviðvörunarbúnaður fyrir flestar gastegundir Varahlutir Bakvaktaþjónusta Smiðjuvegur 70 200 Kópavogur Tel 544 5858 Fax 544 5850 www.frostmark.is 12 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.