Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 66
Þjónustusíður
Ósey hf. Hafnarfirði
Eina starfandi stálskipa-
smíðastöðin í landinu
Dofnað hefur yfir
skipasmíðum á íslandi
hin síðari ár nema þá
smíði lítilla plastbáta.
En ein glæsileg stál-
skipasmíðastöð er þó
eftir og hefur komið
sér fyrir í glæsilegum
húsakynnum við Ós-
eyrarbraut í Hafnar-
firði og blómstrar.
Að sögn Vignis
Demusson, tæknifræð-
ings og verkefnastjóra
Óseyjar hf hefur verið
mikið að gera við
smíði stálbáta síðustu
misserin og fyrir liggja
pantanir þannig að út-
litið er bjart hjá fyrir-
tækinu.
Vignir segir að fyrirtækið hafi lagt
mesta áherslu á nýsmíðar stálskipa síð-
ustu árin. Ósey hf var stofnuð árið
1987 og sérhæfði sig í byrjun í að
smíða spil fyrir fiskiskip. Síðan hafa
mál þróast á þann veg að fyrirtækið er
líka orðið skipasmíðastöð. Ósey hf hef-
ur unnið fjölmörg verkefni fyrir inn-
lenda aðila og þá frekast hverskonar
breytingar á skipum auk nýsmíðanna.
Það var fyrir fjórum árum síðan sem
nýsmíðin hófst.
„Síðan nýsmíðin hófst höfum við af-
hent 9 stálskip frá 15 metrum að Iengd
og upp í 23 metra. Tíunda skipið er nú
í smíðum hjá okkur og verður afhent í
september. Minnstu skipin eru 30
tonna en þau stærstu 190 tonn sam-
kvæmt nýju mælingunni. Stærsta skip-
ið sem við höfum smíðað heitir Geir og
er fjölveiðiskip. í maí sl. afhentum við
tvö skip til Færeyja og þau eru ein-
göngu togskip en hinir bátarnir hafa
verið fjölveiðiskip. Svo má ekki gleyma
dráttarbáti sem við smíðuðum fyrir
Hafnarfjarðarhöfn og var afhentur í
fyrra,” segir Vignir.
Sá bátur sem nú er í smíðum fer til
Færeyja. Þá er fyrir-
tækið þegar komið
með tvo aðra samn-
inga. Ósey hf lætur
smíða skipsskrokkana
út í Pólland. Allt ann-
að er smíðað hjá fyr-
irtækinu. Nú þegar er
hafin smíði á skips-
skrokkunum tveimur
fyrir Ósey hf út í Pó-
landi og þeir koma til
landsins í september.
Annar báturinn verð-
ur tilbúinn og afhent-
ur í janúar en hinn í
apríl á næsta ári.
Sem fyrr segir er
allt nema skrokkur-
inn smíðað hjá Ósey.
Vindurnar, yfirbygging-
in og ísetning véla og tækja. Vignir,
sem er eins og fyrr segir tæknifræðing-
ur, hefur teiknað bátana sem Ósey hf
smíðar.
Vignir segir að auk þessara tveggja
samninga sem eru í höfn sé búið að
gera viljasamning við íra um smíði á
bát og síðan eru í umræðunni tvö skip
fyrir Færeyinga og eru samningavið-
ræður kornnar vel á veg. Pað er þvi
ljóst að Ósey hf er trygg með verkefni
vel fram á næsta ár. Vignir segir að það
taki fjóra til sex inánuði að ljúka smíði
skips eftir að skrokkurinn kernur frá
Póllandi og fer að sjálfsögðu eftir stærð
bátsins. Hjá fyrirtækinu starfar rúmlega
30 manns en síðan hefur Ósey hf verið
með undirverktaka í raflögnum, tré-
smíði og málningu.
Ósey hf er í alveg nýju húsnæði sem
byggt var eftir að brann hjá fyrirtækinu
fyrir tæpum fjórum árum síðan. Hús-
næðið er sem fyrr segir stórt og glæsi-
legt og greinilegt að þeir Óseyjarmenn
hugsa stórt og fram í tímann.
Norðleiv FD 659
66 - Sjómannablaðið Víkingur