Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 56
Þjónustusíður
Ísfell-Netasalan
Fjölþætt þjónusta við
útgerðarfyrirtæki
Magnús Eyjólfsson, Páll Gestsson ogjón Viðar Óskarsson í höfuðstöðvum ísfclls á Fiskislóð.
Ísfell-Netasalan býður fjölþætta þjón-
ustu á sviði rekstrarvara og veiðarfæra í
öllum greinum fiskveiða. Áhersla er
lögð á að bjóða einungis gæðavöru á
góðu verði. Jafnframt er boðið er upp á
ýmis konar sérþjónusta fyrir sjávarút-
veginn svo sem fullkomið viraverk-
stæði, rockhopperþjónustu, netafell-
ingu og línuuppsetningu. Fyrirtækið
býður einnig allan vinnufatnað og ýmis
konar dekkbúnað. Hjá fyrirtækinu
starfar reynt starfsfólk, sem getur gefið
góð ráð varðandi allar gerðir veiðar-
færa.
Miklar nýjungar kynntar
Fjöldi nýjunga verða kynntar á sjávar-
útvegssýningunni. Meðal þess helsta má
nefna eftirfarandi: Fyrirtækið vekur sér-
staka athygli á nýja Dyform Starfish tog-
vírnum frá Bridon Fishing Ltd. Vírinn
hefur þegar verið reyndur um borð í
nokkrum íslenskum togurum og sannað
þar ágæti sitt. Ný köntuð keðja verður
kynnt frá Parson Chain Company. Kant-
aða keðjan er endingarbetri en fyrri
keðjur. Ísfell-Netasalan kynnir nýtt
trollnet Euronet Premium Plus frá hin-
um heimsþekkta netaframleiðanda E-
uronet og nýjan þriggja raufa toghlera
frá franska hleraframleiðandanum Mor-
geré. Þá verður sýnd ný aðferð við að
splæsa augu á snurrvoðamanillu. Ný
gerð þorskaneta frá Nichimen-Thai
Nylon verða kynnt í fyrsta sinn og nýr
sigurnaglahólkur á línu frá Dyrkorn í
Noregi. Þá kynnir fyrirtækið nýtt neta-
spil frá Rapp Hydema Syd eins og sett
var um borð í Tjald SH 270 fyrr i sum-
ar.
Góð og fjölbreytt þjónusta
Starfsmenn Ísfells-Netasölunnar
leggja sig fram við að veita skjóta og
góða þjónustu. Stór lager og góð sam-
skipti við birgja eru lykilatriði í þessu
sambandi. Fyrirtækið hefur á lager yfir
5000 vörunúmer í 3000 m2 verslunar
og lagerhúsnæði auk 2000m2 útisvæð-
is. Boðið er upp á ýmis konar sérþjón-
usta fyrir sjávarútveginn, fyrirtækið
rekur fullkomið víraverkstæði og rock-
hopperþjónustu, netafellingu, netaaf-
skurð, línuuppsetningu, baujusmíði
o.m.fl.
Vírabæklingur á íslensku
Ísfell-Netasalan gefur út um þessar
mundir bækling á íslensku um hvernig
meðhöndla skuli tog- og snurpivír. Er
þar m.a. að finna leiðbeiningar um
hvernig vír skuli tekinn inn á spil um
borð i togara og fjölþættur fróðleikur um
hinar ýmsu gerðir víra. Slikur bæklingur
hefur ekki áður verið til á íslensku í fyr-
irtækinu og kemur væntanlega í góðar
þarfir.
Virtir birgjar
Ísfell-Netasalan leggur áherslu á gott
samstarf við heimsþekkta útgerðarvöru-
framleiðendur, sem sannað hafa ágæti sitt.
Með þessum hætti reynir fyrirtækið að
mæta kröfum okkar fengsælu íslensku
sjómanna. Helstu birgjar fyrirtækisins eru:
Bridon Fishing Ltd, sem framleiðir Dy-
forin togvírinn, sem áður er getið, Par-
sons Chain Company Ltd, sem framleiðir
Trawlex keðjur og lása, Euronete, sem
framleiðir m.a. Euronete Premium Plus
trollnetið, Morgére, sem er einn stærsti
og virtasti toghleraframleiðandi i heimi,
Quintas & Quintas, sem framleiðir m.a.
dragnótamanilluna vinsælu, sem ísfell-
Netasalan selur. Rapp Hydema Syd fram-
leiðir mjög góða netaniðurleggjara og
netaspil. Þorska- og grásleppunet eru
framleidd af Thai Nylon og King Chou,
sem bæði eru meðal virtustu netafram-
leiðenda í heimi. Línur eru boðnar frá
Dyrkorn í Noregi og krókar frá Muslad.
Fyrirtækið vinnur einnig náið með ýms-
um innlendum birgjum svo sem Hamp-
iðjunni, Sæplasti og 66°N. Óhætt er að
fullyrða að Ísfell-Netasalan býður rekslr-
arvörur og veiðarfæri í öllum greinum
fiskveiða í hæsta gæðaflokki.
56 - Sjómannablaðið Víkingur