Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 32
Dyrhólaeyjarvítinn var byggður árið 1927. Guðjón Samúelsson húsameistari ríksins gerði frum- teikningar að vitanum en Benedikt Jónasson verkfrceðingur útfœrði þœr í það horf sem byggt var eftir. Dyrhólaeyjarviti er landtökuviti og Ijósmesti viti landsins. Þar varfyrsti radíóviti landsins settur upp árið 1928. Tœkið var af Telefunken-gerð og keypt i Berlln. Tvö loftnestmöst- ur voru sett upp norðan við vitabygginguna vegna þess og sést annað þeirra á myndinni. ljóshúsi sem smíðað var i Stokkhólmi og í Hafnarnesvitann í Fáskrúðsfirði sent byggður var sama ár af hafnarsjóði Fá- skrúðsfjarðar var sett steinolíutæki frá Danmörku. Árið 1913 voru byggðir vitar á Bjarg- töngum, Kálfshamarsnesi við Húnaflóa, Skagatá og Flatey á Skjálfanda. Þetta voru allt gasvitar, allir inniluttir og allir úr járni. Sumir þessara fyrstu vita voru ckki mikil mannvirki, raunar aðeins ljóshús með plássi fyrir gashylki. Þannig var til dæmis Kálfshamarsvitinn frá 1913 aðeins ljóshús úr steypujárni, og sama gegnir um Bjargtangavitann. Bæði þessi ljóshús eru enn í notkun. Ljóshúsið af Kálfshamars- nesi er nú á Straumnesvita i Sléttuhlíð en fyrrum Bjargtangaviti er nú Hvaleyrarviti í Hvalfirði. Fyrstu járnvitarnir voru að öllu leyti smíðaðir erlendis. Vitatækin og ljóshúsin í Stokkhólmi en járngrindurnar ýmist í Danmörku eða Noregi, þar sem Krabbe bauð þessi verk út, en linsurnar voru flestar frá framleiðandanum Barbier Bern- ard et Turenne í París. Eftir 1913 voru járngrindavitarnir smíðaðir hér á landi, á verkstæði Vegagerðarinnar við Klapparstíg í Reykjavík sem einnig var kallað Lands- sjóðsverkstæðið. í fyrstu voru einungis járngrindurnar smíðaðar hérlendis en eftir að vélsmiðjan Hamar tók til starfa var far- ið að steypa þar ljóshús úr pottjárni. Ljós- húsin voru í fyrstu hnoðuð og skrúfuð santan en síðan logsoðin og mun þeirri aðferð fyrst hafa verið beitt við smíði vit- ans sem reistur var í Grímsey á Stein- grímsfirði og smíðaður var á Landssjóðs- verkstæðinu við Klapparstíg árið 1914. ÁHRIF FYRRI HEIMSSTYRJALD- AR Á VITABYGGINGAR Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst sumar- ið 1914 voru vitabyggingar að komast á allgott skrið og var útlit fyrir að með því að nota sænsk gastæki, járngrindur og franskar vitalinsur mætti fjölga vitunr á Is- landi umtalsvert á komandi árum. Erfið- leikar við að afla vitatækja og byggingar- efnis á heimsstyrjaldarárunum fyrri urðu til að breyta þessu nokkuð. Fyrsta stríðsárið, 1914, stóð til að byggja þrjá innsiglingarvita við Stein- grímsfjörð og var það gert að kröfu norska skipafélagsins Det Bergenske Dampskibsselskab, sem þá hafði gert samning við íslensk stjórnvöld um sigl- ingar milli Noregs og íslands, og voru skipstjórar félagsins hafðir með í ráðum um gerð og staðsetningu vitanna. Vitinn í Grímsey á Steingrimsfirði var stærstur og í honum átti að vera linsa, en vegna stríðsins tókst ekki að fá hana til landsins og var jrá uppsetningu allra vitanna slegið á frest. Stríðið olli því einnig að nothæft járn í vitagrindur varð torfengið. Til stóð að byggja járngrindavita á Straumnesi og Sel- vogstanga árið 1917 og var keypt í þá járn frá Skotlandi en það reyndist svo lélegt að ekki þótti nokkur leið að notast við það og skrúfboltarnir sem á boðstólum voru engu betri. Var brugðið á það ráð að panta smíðajárn frá Bandaríkjunum, sem þótti prýðilegt smíðaefni, en það kom ekki til íslands fyrr en um það leyti sem stríðinu var að ljúka. Skortur á efni og tækjum á árum fyrri heimsslyrjaldarinnar auk verulegrar lækk- unar á tekjum af vitagjaldi, sem hafði ver- ið lagl á til að standa straum af kostnaði við vitakerfið, varð þannig til þess að hægja verulega á uppbyggingu vitakerfis- ins en ekki gekk þó allt á hinn lakari veg þessi árin. Undir lok stríðsins kom fram hjá Gasaccumulator ný gerð gasvita, svo- kallaður glóðarnetsviti í stað opins gasloga. Krabbe kynntist þessari gerð vita veturinn 1916-1917 í ferð til Stokkhólms sem hann fór raunar til að kynna sér þokulúðursstöðvar, en í ráði var að koma upp þokulúðri á Dalatanga, sem síðar var gert. Glóðarnetsvitarnir höfðu þann megin- kost að gefa miklu rneira ljós með sömu eða svipaðri gasnotkun og eldri vitar og Krabbe þóttist strax sjá að gotl gagn mætti hafa af þeim á íslandi. Hann lagði því til kaup á læki af þessari gerð til að setja í Grótluvitann til reynslu, enda væri sá viti vel til þess fallinn vegna þess hve nærri hann var Vitamálaskrifstofunni. Glóðarnetstæki voru sett upp í Gróttu og einnig í Akranesvitanum sem var tekinn í gagnið árið 1918. Akranesvitinn eldri er steinsteyptur, en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að byggja þar járngrindavita. Af þvi varð ekki vegna skorts á smíðajárni og var þá gripið til steinsteypunnar. Efni í ljóshúsið fékkst 32 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.