Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 42
ÚA seldi Sléttbak EA 4 í sumar og hafði þá gert skípið út í nær 30 ár. Fyrst til ísfiskveiða en síðan var það lengt og breytt í frystitogara. Nýr Sléttbakur hcfur verið fenginn til ÚA sem ber einnkennisstafina 304 bandinu og nauðsynlegt að fara að öllu með gát. í umræðu um Evrópumál hafa sjávar- útvegsmál verið í brennidepli en náist samkomulag um yfirráð okkar yfir auð- lindunum þá getur vel verið að aðild sé skynsamleg en á það þarf að reyna. Pað hvernig skipan sumra af þessum málum verður nákvæmlega á árinu 2020 er auðvitað ekki aðalatriðið, heldur það að íslenskur sjávarútvegur verði áfram í fremstu röð í heiminum og standi helst hlutfallslega betur miðað við sjávarútveg annarra þjóða en hann gerir í dag. Það er grundvallarmál fyrir íslendinga og skiptir miklu máli fyrir framtíðarlífskjör. Hvar viljum við vera árið 2020 ? En hvað þarf lil ef við ætlum okkur að vera áfram í forystu Það er ekki nægjan- legt að láta reka á reiðanum heldur þarf að vinna markvisst að því að tryggja hagstæða þróun mála samanber þá sýn sem ég hef dregið upp hér að framan. Hart hefur verið tekist á um skipan mála í sjávarútvegi undanfarin ár og í- mynd atvinnugreinarinnar hefur skaðast við það. Greinin býr við stöðugar ógnan- ir umhverfissinna, en málífutningur þeirra byggist oft á lítt ígrunduðum rök- um eins og díoxfn umræðan hefur sann- að. Einnig þarf að halda vel á spöðun- um til að tryggja að sjónarmið um jafn- vægi í lífríki hafsins Viki ekki fyrii- frið- unarsjónarmiðum. Greinin bíður einnig uppá ýmis tækifæri innanlands og er- lendis sem hægt er að nýta ef vel er að staðið. Allt þetta segir okkur að þörf er á samstöðu í stað sundrungar og það er í raun gríðarlegt hagsmunamál að menn leggi niður deilur og myndi samstöðu um þessa mikilvægustu atvinnugrein okkar sem vegur um sjötta part af þjóð- arframleiðslu og er svo mikilvæg öllu samfélaginu. ímynd sjávarútvegs og staða. Ég fór yfir það í ræðu minni á síðasta aðalfundi ÚA að það er algjörlega óvið- unandi fyrir hagsmunaaðila í sjávarút- vegi að búa við þá eilífu togstreitu sem hefur ríkt um stjórnkerfi fiskveiða. Vert er að minna á að svonefndir hagsmuna- aðilar eru ekki bara útvegsmenn, heldur einnig starfsmenn til sjós og lands, þjón- ustuaðilar greinarinnar, erlendir kaup- endur afurða, hluthafar og reyndar öll þjóðin. Það er staðreynd að hvað sem líður vexti á öðrum sviðum atvinnulífs- ins, þá er sjávarútvegurinn ennþá undir- staða þeirrar velmegunar sem við íslend- ingar búum við og flest bendir til þess að svo verði einnig í náinni framtíð. Það má einnig nefna það að fjölmörg önnur fyrirtæki byggja afkomu sína og árangur á sjávarútvegi og þeirri þróan sem þar hefur orðið svo sem Marel, Hampiðjan, Maritech svo og ýmis þjónustufyrirtæki við sjávarútveg svo sem flutningafyrir- tæki, viðgerðaraðilar, hafnir og svo mætti áfram lelja. Veikri ímynd sjávarútvegs má víða sjá stað og hún birtist í mörgurn myndum. Nýlega sagði þingmaður að tiltekin sjávarútvegsfyrirtæki leigðu frá sér kvóta í stórum stíl. Hann gleymdi að nefna það að sömu fyrirtæki leigja líka til sín þannig að nettóniðurstaða getur verið mjög breytileg, allt eftir fyrirtækjum. Kvótaleiga í báðar áttir er jú einn af hornsteinum núverandi kerfis og tryggir að fyrirtæki hafa möguleika til að sér- hæfa sig og haga seglum eftir vindi. Þeir sem eru kvótalausir, oft þeir hinir sömu og hafa selt allan sinn kvóta, halda uppi hörðum andmælum við núverandi kerfi og segja að það ýti undir brottkast. Ríkisfjölmiðlar og ákveðnir þingmenn taka þátt í áróðursstríðinu og sýndar eru myndir af brottkasti í sjónvarpi. í ljós kom að sá fiskur sem verið var að henda fyrir borð á umræddum myndum var dæmigerður fyrir þann fisk sem á sama tíma var verið að vinna um borð í frysti- togara Útgerðarfélags Akureyringa og í frystihúsum félagsins. Líklega var þó fiskurinn sem kastað var heldur stærri. Það er því mikil blekking að telja þjóð- inni trú um að þetta brottkast sé til hagsbóta fyrir greinina og það sé al- mennt stundað eins og gefið hefur verið 'i í sþyn. í öðru lagi er andstaða við stærri fyrir- tæki enn mjög rík á íslandi. Stöðugt er verið að agnúast út í stærð fyrirtækja og það er ekki undantekning í sjávarúlvegi. Stundum er engu líkara en að menn telji að hagsmunum smærri byggðalaga sé ógnað ef stærri fyrirtæki gerast þátttak- endur í atvinnulífinu á staðnum. Gott dæmi unr þetta er þegar Eimskip keypti aukinn hlut í ÚA, þá var talað um flutn- ing fyrirtækisins suður. Staðreyndin er aftur önnur. Flestir hluthafar sem seldu Eimskip sín bréf eru með aðstöðu í Reykjavík, olíufélög, tryggingafélög og lífeyrissjóðir. í raun var með þessu ver- ið að flytja hluta af starfsemi Eimskip norður, með auknu mikilvægi þessarar starfsemi Eimskip á Akureyri og reyndar á fleiri stöðu á norðurlandi og jafnvel víðar á landsbyggðinni. Það er því ein- göngu neikvætt hugarfar og neikvæð pólitík sem vill ala á einhverjum flutn- ingi ÚA til Reykavíkur. Eimskip er með þessu að koma út á land og nýta þá möguleika sem þar eru til atvinnurekstr- ar. íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eiga að vera í fremstu röð í heiminum og með aukinni hagræðingu og stækkun eininga verður hægt að byggja upp öflug fyrir- tæki sem hafa slagkrafl til útrásar og þátttöku í nýsköpun sem ekki hvað síst kemur landsbyggðinni til góða. Öflug- ustu sjávarútvegsfyrirtækin eru einmitt stöðugt á höttunum eftir nýjurn tækifær- um sem m.a. felast í fiskþurrkun af 42 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.