Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 33
hins vegar úr skipi Eimskipafélagsins, Goðafossi, sem strandaði á Straumnesi árið 1916. Það ljóshús er ekki lengur á vitanum. VITABYGGINGAR Á MILLI- STRÍÐSÁRUNUM Fyrstu árin eftir að fyrri heimsstyrjöld- inni Iauk var allmikill kraftur í vitabygg- ingum og fram til ársins 1922 var Ijöldi vita byggður víðs vegar um landið. Á þessum árum færðist það í vöxt að sveit- arfélög stæðu fyrir vitabyggingum, oft fyr- ir þrýsting frá samtökum sjómanna og út- gerðarmanna með Fiskifélag íslands í broddi fylkingar. Yfirleitt var þá urn að ræða smáa innsiglingarvita eða innsigling- arljós, en ríkissjóður sá um byggingu og rekstur hinna stærri vita. Unnið var að vitabyggingum í öllum landsfjórðungum á árunum 1919-1922. Selvogsviti var reistur fyrstur árið 1919, síðan var byggt á Vestfjörðum, á Straum- nesi og Gelti, árið 1920 og sama ár voru byggðir þrír innsiglingarvitar við Eyjafjörð í samvinnu vitastofnunarinnar og sveitar- félaganna þar. Árið 1922 var svo með sanni eitt mesta framkvæmdaárið í sögu vitanna þegar reistir voru átta vitar á suð- austur- og auslurströnd landsins, sem hafði óneitanlega legið eftir í vitamálum þangað til. Fiskifélagsdeildin á Eskifirði hafði tekið vitamál til umfjöllunar árið 1916 og benti þá á að í Sunnlendinga- fjórðungi væru 10 vitar, átta í Norðlend- ingafjórðungi, sjö í Vestfirðingafjórðungi en aðeins tveir í Austfirðingafjórðungi. Úr þessu var rækilega bætt árið 1922 þegar stórátak var gert í vitalýsingu á suðaustur- ströndinni og er dæmi urn það að stund- um voru aðstæður þannig að til lítils var að reisa einn eða tvo vita á tilteknu svæði, heldur varð ekki komist af með annað en byggja upp samfellt kerfi nokkurra vita ef gagn átti að verða af. Við suðaustur- ströndina eru eyjar og sker fyrir landi, þoka tið og slraumþungt víða og þótti þvi ekki koma annað til greina en byggja upp samfellt vitakerfi með tiltölulega ljóssterk- um vitum á ystu nesjum og ljósminni inn- siglingarvitum. Því voru byggðir ljóssterk- ir vitar á Kambanesi, Streitishorni, Papey og Stokksnesi en innsiglingarvitar á Karls- staðatanga, Æðarsteini og í Hvanney og Hrómundarey. Árin 1923-1924 áraði illa i fjármálum á íslandi og þá var engu fé veitt til vitabygg- inga en árið 1925 var þráðurinn lekinn upp að nýjum með síst minni krafti því á næsta áratug voru byggð dýr og umfangs- mikil vitamannvirki svo sem í Dyrhólaey 1927, á Hornbjargi 1930-1931 og á Sauða- nesi 1933. Þegar að byggingu þessara stóru og kostnaðarsömu vita kont mátti heita að komið væri vitakerfi hringinn í kringum landið, þótt vissulega væri það ekki sam- fellt, og þá fyrst var farið að huga að því að byggja ljósmikinn landtökuvita á suð- urströnd landsins, sem reistur var í Dyr- hólaey árið 1927 og árið eftir var settur þar upp Iandsins fyrsti radíóviti. Sú breyting varð á fjórða áratug 20. ald- ar að horfið var frá járngrindavitunum enda höfðu þeir reynst helst til forgengi- legir. Til dæmis var Straumnesvitinn orð- inn svo skemmdur af ryði árið 1930, eftir einungis níu ár, að tekin var ákvörðun um að klæða alla vitagrindina með stein- steypu. Þegar horfið var frá jámgrindavitunum varð steinsteypan aðal byggingarefnið. Þótt helst til skammæir reyndust höfðu járngrindavitarnir þó gegnl mikilvægu hlutverki við uppbyggingu vitakerfisins því járngrindurnar höfðu reynst ódýr kostur rneðan á miklu reið að geta byggt sem flesta vita, bæði hvað snerti smíði þeirra og uppsetningu, og má ætla að þessi byggingarkostur hafi flýtt meira en REKI EHF • Fiskislóð 57-59 • 101 Reykjavík • Sími 562 2950 • Fax 562 3760 Sjómannablaðið Víkingur - 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.