Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Síða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Síða 33
hins vegar úr skipi Eimskipafélagsins, Goðafossi, sem strandaði á Straumnesi árið 1916. Það ljóshús er ekki lengur á vitanum. VITABYGGINGAR Á MILLI- STRÍÐSÁRUNUM Fyrstu árin eftir að fyrri heimsstyrjöld- inni Iauk var allmikill kraftur í vitabygg- ingum og fram til ársins 1922 var Ijöldi vita byggður víðs vegar um landið. Á þessum árum færðist það í vöxt að sveit- arfélög stæðu fyrir vitabyggingum, oft fyr- ir þrýsting frá samtökum sjómanna og út- gerðarmanna með Fiskifélag íslands í broddi fylkingar. Yfirleitt var þá urn að ræða smáa innsiglingarvita eða innsigling- arljós, en ríkissjóður sá um byggingu og rekstur hinna stærri vita. Unnið var að vitabyggingum í öllum landsfjórðungum á árunum 1919-1922. Selvogsviti var reistur fyrstur árið 1919, síðan var byggt á Vestfjörðum, á Straum- nesi og Gelti, árið 1920 og sama ár voru byggðir þrír innsiglingarvitar við Eyjafjörð í samvinnu vitastofnunarinnar og sveitar- félaganna þar. Árið 1922 var svo með sanni eitt mesta framkvæmdaárið í sögu vitanna þegar reistir voru átta vitar á suð- austur- og auslurströnd landsins, sem hafði óneitanlega legið eftir í vitamálum þangað til. Fiskifélagsdeildin á Eskifirði hafði tekið vitamál til umfjöllunar árið 1916 og benti þá á að í Sunnlendinga- fjórðungi væru 10 vitar, átta í Norðlend- ingafjórðungi, sjö í Vestfirðingafjórðungi en aðeins tveir í Austfirðingafjórðungi. Úr þessu var rækilega bætt árið 1922 þegar stórátak var gert í vitalýsingu á suðaustur- ströndinni og er dæmi urn það að stund- um voru aðstæður þannig að til lítils var að reisa einn eða tvo vita á tilteknu svæði, heldur varð ekki komist af með annað en byggja upp samfellt kerfi nokkurra vita ef gagn átti að verða af. Við suðaustur- ströndina eru eyjar og sker fyrir landi, þoka tið og slraumþungt víða og þótti þvi ekki koma annað til greina en byggja upp samfellt vitakerfi með tiltölulega ljóssterk- um vitum á ystu nesjum og ljósminni inn- siglingarvitum. Því voru byggðir ljóssterk- ir vitar á Kambanesi, Streitishorni, Papey og Stokksnesi en innsiglingarvitar á Karls- staðatanga, Æðarsteini og í Hvanney og Hrómundarey. Árin 1923-1924 áraði illa i fjármálum á íslandi og þá var engu fé veitt til vitabygg- inga en árið 1925 var þráðurinn lekinn upp að nýjum með síst minni krafti því á næsta áratug voru byggð dýr og umfangs- mikil vitamannvirki svo sem í Dyrhólaey 1927, á Hornbjargi 1930-1931 og á Sauða- nesi 1933. Þegar að byggingu þessara stóru og kostnaðarsömu vita kont mátti heita að komið væri vitakerfi hringinn í kringum landið, þótt vissulega væri það ekki sam- fellt, og þá fyrst var farið að huga að því að byggja ljósmikinn landtökuvita á suð- urströnd landsins, sem reistur var í Dyr- hólaey árið 1927 og árið eftir var settur þar upp Iandsins fyrsti radíóviti. Sú breyting varð á fjórða áratug 20. ald- ar að horfið var frá járngrindavitunum enda höfðu þeir reynst helst til forgengi- legir. Til dæmis var Straumnesvitinn orð- inn svo skemmdur af ryði árið 1930, eftir einungis níu ár, að tekin var ákvörðun um að klæða alla vitagrindina með stein- steypu. Þegar horfið var frá jámgrindavitunum varð steinsteypan aðal byggingarefnið. Þótt helst til skammæir reyndust höfðu járngrindavitarnir þó gegnl mikilvægu hlutverki við uppbyggingu vitakerfisins því járngrindurnar höfðu reynst ódýr kostur rneðan á miklu reið að geta byggt sem flesta vita, bæði hvað snerti smíði þeirra og uppsetningu, og má ætla að þessi byggingarkostur hafi flýtt meira en REKI EHF • Fiskislóð 57-59 • 101 Reykjavík • Sími 562 2950 • Fax 562 3760 Sjómannablaðið Víkingur - 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.