Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 68
Þjónustusíður
Sjóklœðagerðin hf. 66° NORÐUR
Sjófatnaðurinn sem
sjómenn velja
veldur því að hver sem klæðist slíkurn
jakka verður vel sýnilegur langt að við
lítil birtuskilyrði. Auk þess er sérstakt
endurskin á öxlunum sem er mikill ör-
yggisþáttur ef menn falla fyrir borð.
Efnið í fötunum er sérstaklega sterkt og
rifnar ekki fyrr en við inikið átak. End-
ing þessa fatnaðar er því meiri en geng-
ur og gerist.
Eitt af því sem sjómenn hafa sér-
staklega orð á er að þessi sjófatnaður er
olíuþolin og verður því ekki stífur og ó-
þjáll frá þeim ætandi efnum sem fylgja
t. d. loðnunni. Þetta er vegna þess að
lakkað er yfir ytra byrðið með sérstöku
efni til að verja það. Á loðnu munar að
minnsta kosti helming á h'ftíma fatnaðar
frá Sjóklæðagerðinni miðað við aðra
framleiðslu, segja þeir sem reynsluna
hafa.
Allur frágangur á saumaskap er
sérlega vandaður þar sem fyrst er saum-
að og síðan tvísoðið yfir. Starfsmenn
Sjóklæðagerðarinnar hafa lært af reynsl-
unni að flíkurnar slitna mest undir
höndunum og í klofbótinni og þar er
því sérstök styrking. Endar á erinutn og
skálmum eru tvöfaldir lengra upp en frá
öðrum framleiðendum með tvísoðnum
styrkingarborða. Draga má hettuna á
jakkanunt saman með einu handtaki og
helst hún þá þannig þar til losað er,
einnig með einu handtaki um snúrurn-
ar.
Buxurnar eru eins að framan og
aftan svo þeim má snúa eftir þörfum.
Þær ná hátt upp eða alveg uppundir
handarkrika og hlífa innri fatnaði því
mjög vel. Þá er bórnull innan á buxun-
um sem dregur til sín líkamshitann..
Sjófatnaðurinn er boðinn fratn í tveimur
þykktum þar sem þyngdin er frá 450 til
620 grömm. Sú þykkri er sérstaklega
gerð fyrir erfiðustu aðstæður.
Ýmislegt fleira mætti lelja upp, en
þetta ætti að gefa nokkra hugmynd um
hvers vegna framleiðsla Sjóklæðagerðar-
innar nýtur jafn mikillar virðingar og
vinsælda hérlendis sem erlendis.
Það er engin tilviljun að þeir sjó-
menn sem einu sinni hafa reynt sjófatn-
aðinn frá Sjóklæðagerðinni - 66°
NORÐUR, vilji ekki líta við öðrum sjó-
fatnaði. Mörg dæmi eru um sjómenn
sem hafa reynt fatnað frá öðrum fram-
leiðendum, en hafa síðan að fenginni
reynslu aftur snúið sér að fötum Sjó-
klæðagerðarinnar og mega ekki heyra á
annað minnst en kaupa þá framleiðslu.
Ástæðan er í sjálfu sér einföld. Sjó-
klæðagerðin byggir á margra áratuga
reynslu í framleiðslu sjófatnaðar fyrir ís-
lenska sjómenn sem hefur verið þraut-
reyndur og þróaður samkvæmt ströng-
ustu kröfum sem þekkjast. Þessi sjóföt
eru stolt Sjóklæðagerðarinnar og fyrir-
tækið er nú í hópi stærstu framleiðenda
heims á þessu sviði þar sem sjómenn og
aðrir sem þurfa á svona fatnaði að halda
gera kröfur um bestu fáanlegu gæði, en
eru þó ekki að greiða hærra verð en sett
er á fatnað frá öðrum framleiðendum.
Aðeins það besta er nógu gott
Það er ekki eitt atriði heldur mörg
sem valda því að gæði sjófatnaðar frá
Sjóklæðagerðinni eru jafn mikil og af-
gerandi eins og raun ber vitni. Ókunnir
líta kannski svo á að það sé ekki svo
ýkja flókið að framleiða buxur og jakka
rneð áfastri hettu sem hlífðarfatnað. Það
skiptir hins vegar öllu hvernig staðið er
að framleiðslunni ef fötin eiga að upp-
fylla itrustu kröfur um gæði. Það má
taka sem dæmi litinn á fötunum frá Sjó-
klæðagerðinni, sem er sérstaklega áber-
andi. Það er ekki aðeins rauði liturinn
sem er áberandi heldur er hann magn-
aður upp með sérstöku flúorefni sem
68 - Sjómannablaðið Víkingur