Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 51
Sig á stærstu og öflugustu flottrollsskip- unum, sem eðli málsins samkvæmt reyna mest á trollin, að sainansnúna kaðlinum hættir til að fara úr jafnvægi og bæta á sig aukasnúðum sem auð- veldlega skapa frekari flækjur. Flækja og aukasnúðar í einum þætti valda því að viðkomandi leggur styttist og þegar álagið kemur á trollið þá leggst það fyrst á stystu leggina og í verstu tilfell- um þá láta þeir undan og slitna. Þessi vandamál eru nú leyst til fram- búðar með nýrri gerð af þankaðlinum sem við höfum valið að kalla Helix útaf þættinum sem látinn er snúast utanum kaðalinn. Helix þýðir eimitt spirall eða hvirving og af því er nafnið dregið. Helix kaðlinum svipar til þeirra kápufléttuðu kaðla sem hafa reynst afar vel í Gloríu karfatrollin undanfarin ár og þótt bera af öðrum köðlum notuðum í sarna tilgangi. Helix kaðallinn er verndaður af einkaleyfi og Hampiðjan er eini aðilinn sem hefur leyfi til að Iramleiða slíkan kaðal. Þróun kaðalsins var vandasöm og tímafrek því taka varð ríkt tillit til straumfræðimælinga er sýna þanáhrifin og togviðnámið og fella hönnun kað- alsins að þeim niðurstöðum svo alll gengi upp sem ein heild. Samsetning kápuefnis, þéttleiki fléttunar og snúður spíralsins er því útreiknað, mælt og út- fært til þess að hámarka alla æskilega eiginleika. Bæði kjarni og kápa eru fléttuð sem tryggir að kaðallinn er á- vallt í jafnvægi og bætir hvorki á sig snúningum eða yfirfærir snúninga á aðliggjandi leggi. Annað sent er afar mikilvægt er stífleiki Helixkaðalsins því mun minni hætta er á flækjum og trollið greiðir sig betur en ella. Margir Ueiri kostir fylgja þessari útfærslu og má sem dæmi nefna að litamerkingar geta verið ýtarlegar og hægt er að sýna með þeinr séreiginleika hvers kaðals. Þessu lil viðbótar er nú hægt að fram- leiða mismunandi eðlisþyngdir af þankaðlinum likt og hefur verið gert i kápufléttuðum köðlurn fyrir karfatroll- in. Þaneiginleikar Helixkaðalsins eru meiri en í samansnúnu nylonkölunum og mælingar hafa sýnt að þankrafturinn er allt að fjórfaldur miðað við eldri gerðina. Aukinn þankraftur nýtist aðal- lega við að halda trollinu meira opnu þegar þvi er slakað út og við hliðar- straum og i beygjum og það verður því stöðugra og auðveldara í notkun að öllu leyli. Trollflottógið slær í gegn Fyrir nokkrum árum hóf Hampiðjan frantleiðslu á sveru flottógi sem fyrst og fremst var æilað til notkunar á dragnætur í Noregi. Þar var hefðin að nota kúlur á vængina og höfuðlínuna en í mörgum tilfellum orsakaði það flækjur og slit á netinu í vængendun- um. Það þarf ekki að undra því lengdin frá miðri höfuðlínu fram á vængenda er 60 metrar þannig að alls er um að ræða 120 metra og möskvastærðin er 300 mm og jafnvel 600 nnn í sumutn tilfell- um svo ekki þarf mikið að bresta svo kúlan fari í gegn. Skemmst er frá því að segja að tilraunin tókst injög vel og það sýndi sig að flotteinn í stað kúlna er góður kostur. Viðlíka vandamál voru til staðar í rækjutrollum þótt ekki sé hægl að líkja saman stærðinni. Þar þarf að lyfta upp belgnum og það hefur gjarnan verið gert með því að kúluraðir eftir belglín- unum við og fyrir aftan skilju. En eins og í dragnótunum þá vilja kúlurnar skemma netið og gerði það köstun trollsins tafsamari þannig að troll- flotteinninn er kærkomin lausn á því vandamáli. Betri blýteinar Það er tvennt sem aðallega veldur vandkvæðum í notkun blýteina. Mjög algengt er að blýkaðlarnir séu ekki í jafnvægi (ballans) frá framleiðendum þannig að á þá kotna hnakkabrögð eða að þeir snúa netinu upp á sig í notkun. Hitt atriðið sent veldur vandkvæðum er ónógt nuddþol sem aftur leiðir til skanuns líftíma. Undanfarin ár þá höfum við leitað leiða til þess að koma í veg fyrir þessi vandkvæði i notkun blýkaðlanna með því að reyna mismunandi efnablöndur og breyta uppbyggingu kaðlanna. Undanfarið hefur þróunarvinnan beinst að því að eftirmeðhöndla blýtógið eftir að venjulegu framleiðsluferli lýkur og nú hefur verið þróuð aðferð til að hita- meðhöndla tógið undir átaki í gufu og heitu þurru lofti. Þessi meðferð gerir þrennt. í fyrsta lagi þá þjappast kaðall- inn sarnan og fær jafnt og slétt yfirborð. Það gerir hann mun nuddþolnari en áður því nuddþolið eykst eflir því sem kaðallinn er fastari í sér. í öðru lagi þá jafnast þræðirnir í þáttunum út við meðferðina og slitþolið eykst því. í þriðja lagi þá nær blýkaðallinn góðu jafnvægi þar sem óæskilegir kraftar í þáttunum og milli þátta kaðalsins jafn- ast út. Orsökinni fyrir því að snúðar bætist á eða fari af tógin hefur þvi verið eytt og þarmeð minnkar hættan á hnakkabrögðum og netaflækjum. Ódýrt og gott net Þær gerðir af PE ( polyethylen) neti sem Hampiðjan hefur framleitt til þessa, Magnet Grænt og Magnet Grátt eru byggðar á því að hámarka einstaka eig- inleika. Þannig er Magnet Grænt sér- staklega hannað til þess að þola nudd og Magnet Grátt til að hámarka slitþolið i netahnútog þar með lágmarka togrnót- stöðuna. Þessu lil viðbótar eru neta- gerðirnar Nylex (nylon), sem hafa mikla teygju og Dynex (Dyneema) sem slær öllum öðrum efnutn við i styrk. Þótt plastgrunnefnið í polyethylen netinu hafi samheitið - PE - er ekki þar með sagt að allt sé byggt á sömu teg- undinni. Til eru rnargar mismunandi tegundir og þar að auki er hægt að framleiða úr hráefninu á nrismunandi hátt. Þess vegna er mögulegt að þróa á- kveðnar gerðir af garni og neti sem hafa ákveðna og mismunandi eiginleika. En ekki er alltaf þörf á því að hafa nudd- þolið net með miklum styrk. Stundum er einungis þörf á ódýru neti úr ódýru hráefni því það er notað á staði sem ekkert reynir á, eða þvert á móti notað þar sem það slitnar hvort sem er, hversu veikt eða sterkt sem netið er í byrjun. Þess vegna er nauðsynlegt að skilgreina fleiri höfuðeiginleika en nuddþol, styrk og mótstöðu. Verðið er slikur eiginleiki. Til þess að geta boðið allar þær netagerðir sent þörf er á höf- um við bætt við einni tegund enn sem mætir þessari þörf á markaðinum. Þörfinni fyrir ódýrt net á lágu verði, en sarnt með viðunandi slilstyrk og nudd- þoli, afgreitt eftir pöntunum beint af lager eða sérframleitt ef þörf er á af- greiðslutímans vegna. Þar sem þessari netagerð er fyrst og fremst ætlað að mæta þessurn grunnþörfum þá er nafn- ið lýsandi fyrir eiginleikana og hefur það einfaldlega verið nefnt - Standard PE. Netið er framleitt í tveim algeng- ustu sverleikunum sem notaðir eru, einföldu og tvöföldu 4 og 6 mrn. Það er því engin nauðsyn lengur að safna upp í stórar og tímafrekar netapantanir erlendis frá og liggja síðan með búnkann á lager um ótiltekna og síbreytilega framtíð. Slíkt er óskilvirkt, tímafrekt og ávinningurinn er vissulega óviss þegar allt er talið til svo sem fjár- binding og fleira því tengt. Sjómannablaðið Víkingur - 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.