Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 74
Þjónustusíður
Póls
Kynnir tvenns konar
nýjungar
„Það sem við ætlum að leggja áherslu á
að kynna á Sjávarútvegssýningunni er
tvenns konar búnaður. Annars vegar fyrir
uppsjávarfiskinn og hins vegar fyrir
fiokkun bæði fyrir sjó- og landvinnslu,"
sagði Ellert Berg Guðjónsson markaðs-
stjóri Póls i samtali við blaðið.
„Fyrir þremur árum settum við á
markaðinn pökkunarstöð fyrir uppsjáv-
arfisk sem við þróuðum sérstaklega fyrir
síld og makríl og markaðssettum í Nor-
egi. Stöðin skammtar í 10 og 20 kílóa
pakkningar með miklum afköstum, enda
er það svo með uppsjávarfiskinn að þar
þarf mikið magn að komast í gegn á
stuttum tíma. Þar til við komum fram
með þennan búnað þá gátu menn
skammtað fimm til sex tonn per línu
með nákvæmni upp á fjögur til fimm
prósent. Við komum með alsjálfvirka
skömmtunarvog sem skammtar 12 tonn
á tímann með eins prósent nákvæmni í
20 kg. kassa. Við þróuðum þetta inn á
norska markaðinn og núna erum við
komnir með 70% af markaðinum í Nor-
egi. Einnig erutn við komnir með sama
hlutfall í Skotlandi og erum nú að kom-
ast inn á írska markaðinn sem og í
Bandaríkjunum og Suður-Ameríku,“
sagði Ellert ennfremur. En þar með er
ekki öll sagan sögð:
„Stærsta uppsjávarverksmiðja í heimi
sem er í Færeyjum er með sex svona vél-
ar og þeir anna þúsund tonnum á sólar-
hring. Við höfurn ekki sýnt þessa pökk-
unarstöð á íslandi fram til þessa og hún
verður kynnt í fyrsta skipti hér á Sjávar-
útvegssýningunni. “
Ný gerð af flokkurum og pokavél
Ellert sagði að Póls hefði verið að þróa
nýja gerð af flokkurum i samstarfi við
Fiskvélar í Garðabæ sem verða kynntir á
sýningunni.
„Á Pólsstandinum verður til sýnis átta
flokka flokkari með ýtnsum hliðarbúnaði
fyrir minni fisk og bita. Á sýningarbás
Eltaks verður önnur útfærsla fyrir hrá-
efnismóttöku. Þetta er mjög skemmtileg
græja því hún er byggð upp á einingum.
Ef þú hefur þörf fyrir til dæmis þriggja
flokka flokkara í dag, en þarft svo að
fjölga þar sem vinnslan breytist og þarft
fimm flokka þá gelur þú hringt í okkur
og keypt tvo í viðbót. Það er afgreitt á
hálfum mánuði og tekur tvo til þrjá tíma
að bæta þessu við. Þetta er útfært eins og
Legokerfi og er mjög öflugt kerfi. Menn
lágmarka fjárfestinguna við þörfina í dag
því það er svo auðvelt og kostar lítið að
bæta við,“ sagði Ellert.
Það er ýmislegt fleira sem þeir hjá Póls
luma á og þeir fylgjast grannt með þörf-
inni fyrir nýja tækni, til dæmis hvað
varðar aukna áherslu á veiði og vinnslu á
uppsjávarfiski.
„Við erum að þróa nýja sjálfvirka
pokavél fyrir uppsjávarfisk og Norð-
menn, írar og Hollendingar hafa sýnt
mikinn áhuga á að fá þessa vél um borð í
skipin. Hún verður kynnt f nóvember og
við vonumst til að hún verði komin utn
borð 1 skip á þessu ári. Svo munum við
kynna nýja pökkunarlínu fyrir bolfisk-
og laxvinnslu með vídeói og myndum
því við seldum sýningareintakið, það var
kúnni sem gat ekki beðið. Þar er um að
ræða sjálfvirka pökkunarstöð með
skömmtun fyrir pakka í blokkir eða
minni pakkningar.
Við höfum alltaf tekið þátt í Sjáv-
arútvegssýningunni og auk þess sem ég
hef nefnt sýnum við það sem við höfum
verið með í gegnum tíðina og leiðandi 1
sem eru skipavogin og vogir fyrir
vinnslu. Veltuaukning Póls árin
2000/2001 var 45 prósent og fyrstu sex
mánuði þessa árs er veltuaukningin 65
prósent. Það eina sem við erum ekki á-
nægðir með að hlutfall sölu innanlands
hefur dalað mikið. Árið 1999 var hún
um 40 prósent, en í dag er hún um 5
prósent. Það virðist vera mjög erfitt fyrir
fiskiðnaðinn hér heim að fá fjármögn-
un,“ sagði Ellert að lokum.
74 - Sjómannablaðið Víkingur