Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 34
Kálfshamarsvitinn sem settur var upp árið 1913 var aðeins Ijóshús. Ljósm. óþekktur. í eigu Sigl- ingastofnunar íslands. lítið fyrir uppbyggingu vitakerfisins, en viðhaldskostnaðurinn var mikill enda var aðastaðan til að ryðberja og mála vitana víða örðug. Gasljós voru sett í velflesta vita á milli- stríðsárunum og var mörgum steinolíuvit- anna breytt í gasvita. Þetta gekk svo greitt að árið 1932 var svo komið að af 57 vit- um i eigu íslenska ríkisins voru 52 með gasljósabúnaði, þar af fjórir með glóðar- neti, en aðeins þrír með steinolíulömpum. í fyrstu voru Ijósaloturnar í merkjum vit- anna hafðar fremur stuttar, eða þriðjung til helming úr sekúndu, en íslenskum skipstjórnarmönnum sem notuðu vitana til að staðsetja skip sín gagnvart landhelg- islínunni þótti þetta óþægilega skammur tími til að koma slíkri mælingu við og því voru ljósloturnar lengdar í hálfa til eina sekúndu. Gasið var aðal eldsneytið en tími raflys- ingar var ekki ennþá runninn upp. Raf- veitur voru þó sums staðar komnar á þétt- býlisstöðum þannig að raflýsing var val- möguleiki en Krabbe vitamálastjóri hafði vantrú á raflýsingu í vita, jafnvel þótt að- eins væri um hafnarvita að ræða og i hans tíð var aldrei notað rafmagn til vitaljósa í vitum ríkisins. Árið 1920 kom til stafa á Vitamálaskrif- stofunni Benedikt Jónasson verkfræðingur og það féll í hans hlut að þróa gerð stein- steyptra vita hér á landi frekar en Krabbe hafði gert, en Krabbe hafði hannað Akra- nesvitann. Hlutverk Benedikst var að gera vitana svo úr garði að bygingarlag þeirra hentaði íslensku veðurfari, og þetta gerði hann meðal annars með því að hafa tvær dyr á vitum svo komast mætti i þá í skjóli hvernig sem vindur blés, og bætti síðar við anddyri, enda mikilvægt að gasloginn slokknaði ekki þótt gengið væri um vit- ana. Þá hafði Benedikt gjarnan voldug handrið á vitum sínum í því skyni að vernda rúðurnar í Ijóshúsunum. Verka Benedikt sér ennþá stað víða um land þvi steinsteyptir vitar hans reyndust traustir og hafa þjónað sjófarendum dyggilega og sett svip á umhverfi sitt frá því að þeir voru reistir. Meðal þeirra eru til dæmis Al- viðruhamraviti, Tjörnesviti, Skagatáarviti og margir fleiri. Þeir vitar sem Benedikt teiknaði voru yfirleitl harla efnismiklir því hann notaði lítt sem ekki steypustyrkjar- járn heldur hafði veggina þykka til að styrkur bygginganna yrði nægilega mikill og var þeirri aðferð beitt allt þar til Knarrarósviti var byggður, en í hann var notuð járnbent steinsteypa fyrstan vita og veggjaþykkt höfð minni en tíðkast hafði fram að því. ÞÁTTASKIL MEÐ NÝJUM VITA- MÁLASTJÓRA Thorvald Krabbe vitamálastjóri lét af störfum hjá Vitastofnun árið 1937 og í hans stað kom Emil Jónsson verkfræðing- ur. Einnig kom Axel Sveinsson verkfræð- ingur til starfa hjá stofnuninni árið 1935 og leysti hann Benedikt Jónasson að mestu af sem vitahönnuður. Mun Axel hafa lagt mest til hönnunar þeirra vita sem byggðir voru á heimsstyrjaldarárun- um seinni og á fyrstu árunum eftir að henni lauk, en í þeim hópi eru margir af fegurstu og athyglisverðustu vitum lands- ins og skulu nefndir Garðskagaviti, Gróttuviti, Akranesviti yngri, Kálfshamar- sviti og Kögurviti, en fleiri mætti telja. Ýmsar nýjungar i vitabyggingum komu fram hjá þeim Emil og Axel. Flestar birt- ust þær í einu lagi f Knarrarósvitanum austan Stokkseyrar sem byrjað var að reisa haustið 1938. Þessi viti var byggður úr járnbentri steinsteypu en frarn til þessa hafði ekki tíðkast að hafa vita járnbenta að ráði. Járnabindingin gaf kost á því að hafa veggjaþykkt vitans talsvert minni en unnt hefði verið ef eldri aðferð hefði verið beitt svo að um það bil helmingi minna þurfti af möl og sandi í vitann. Það var ekki lítilvægt atriði benti Emil á því að oft þurfti að byggja vita á stöðum þar sem ekki varð náð til byggingarefnis nema með miklum tilkostnaði. í Knarrarósvit- anum var einnig tekin upp sú aðferð að húða vitann að utan með kvarsi í stað þess að mála hann, en fram til þessa höfðu vitar verið málaðir og þurft mikið viðhald. Þessari aðferð - steiningunni - var óspart beitt eftir þetta enda þótt hún væri nokkuð dýrari í upphafi heldur en máln- Akranesvitinn frá árinu 1918 er hannaður af Thorvald Krabbe vitamálastjóra. Áformað var að reisa þarna jámgrindavita, en ekki fékkst til þess nothæft efni og var hann þá byggður úr steinsteypu. Ljósm. Cuðmundur Bernódusson. í eigu Siglingastofnunar ís- lands. 34 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.