Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 44
Raggi trillukarl kom heim úr róðri,
dauðþreyttur og uppgefinn, skellir sér
oni húsbóndastólinn í stofunni, kveikti á
sjónvarpinu og kallaði „Hey, Magga,
komdu með bjór handa mér áður en það
byrjar!“
Magga andvarpaði og lét hann hafa
bjór.
Kortéri seinna kallaði Raggi aftur
Magga, komdu með annan bjór áður en
það byrjar!“
Magga var fúl á svipinn, en kom samt
með annan bjór og skellti honum önug-
lega á borðið við hliðina á húsbónda-
stólnum.
Raggi kláraði þennan bjór og kallaði enn
til Möggu sinnar „Magga, það fer alveg að
byrja. Komdu með annan bjór í snatri!“
Nú var Möggu nóg boðið. Hún hvessti
sig og sagði „Er þetta allt sem þú ætlar
að gera i allt kvöld? ha? Sitja eins og
fituklessa fyrir framan sjónvarpið og
drekka bjór? Ég skal sko segja þér að ég
hef aldrei á æfinni séð annan eins let-
ingja og fyllibyttu og þú getur bara reynt
að hreyfa á þér spikið og ná í þinn eigin
bjór, því að ég
Raggi andvarpaði og sagði „f>að er
byrjað!“
Kennarinn var að setja fyrir skriflegt
heimaverkefni. Hann lagði sérstaka á-
herslu á mikilvægi verkefnisins og sagði
nemendunum að engar afsakanir væru
teknar gildar nema alvarlegir og hugsan-
lega banvænir sjúkdómar (staðfestir með
læknisvottorði) og dauðsfall í fjölskyld-
unni (með sérstakri handskrifaðri til-
kynningu frá þeim látna). Kalli, sem
aldrei gat setið á sér í tímum gall þá við:
En hvað með alvarlega kynferðislega
ofþreytu?11
Bekkjarfélagar hans hlógu dátt að
þessu gullkorni Kalla og þegar um hægð-
ist svaraði kennarinn „Þá verður þú,
Kalli minn, að læra að skrifa með hinni
hendinni.“
Björn lögfræðingur var að tala við nýj-
an viðskiptavin, bóndakonu sem vildi fá
skilnað við bóndann, manninn sinn.
„Hann gerir ómennskar kynlífskröfur
kröfur til mín,“ sagði hún.
„Hvað meinarðu með því?“ spurði
Björn.
,Jú, sjáðu til, um daginn stóð ég og var
að horfa á kjúklingana og þá kom hann
allt 1 einu aftan að mér og tók mig bara á
staðnum."
„Kjúklingana?“ spurði Björn. „Ég vissi
ekki að þið værum með hænur.“
„Nei, við erum ekki með hænur,“ sagði
hún. „Þetta var við frystikistuna í kaup-
félaginu.“
Herbert og Guðmundur voru staddir i
stórborginni, gengu þar um götur og
skoðuðu (kven)mannlíiið. Alll í einu
hnippir Guðmundur í Herbert og segir
„Hey, Hebbi, sjáðu þessa rauðhærðu
þarna í græna kjólnum!11
„Alk ekki slæm,“ sagði Herbert.
Stuttu seinna potar Guðmundur í Her-
bert og segir andstuttur „Váví Hebbi
maður, sjáðu þessa ljóshærðu þarna í
stutta rauða pilsinu!"
„Hmmm, alveg sæmileg,“ sagði Her-
bert.
Innan stundar grípur Guðmundur
krampataki í handlegginn á Herbert og
segir slefandi „Guð minn góður, Hebbi,
sjérðu þessa dökkhærðu þarna í síða
pilsinu ..?.“
„Heyrðu Guðmundur," sagði Herbert,
„geturðu ekki hugsaðu um neitt annað
en FÖT ???“
Yfirstjórn fyrirtækisins var óð. Þeir
höfðu komist að því að starfsmennirnir
voru farnir að misnota veikindaleyfin
harkalega. Allir starfsmenn voru kallaðir
á fund með stjórmninni og þar var þeim
lesinn pistillinn.
Starfsmennirnir vildu alls ekki kannast
við það að þeir væru að misnota veik-
indaleyfin, þó að sumir hverjir væru ör-
lítið niðurdregnir, sérstaklega stúlkurnar
á skrifstofunni. Til að sanna sitt mál dró
forstjórinn upp Moggann frá því daginn
áður og þar á íþróttasíðunum var stór
mynd af Jónasi þar sem hann hafði unn-
ið golfmót með ótrúlega lágu skori. „-
Þessi maður,“ þrumaði forstjórinn, „
hringdi í fyrradag og sagðist vera veik-
ur!“
Þögnin í salnum var þrúgandi þar til
Guðmundur sagði slundarhátt „Vá mað-
ur, hvaða skor ætli hann hefði geta feng-
ið ef hann hefði ekki verið veikur?“
Jónas var staddur í lyltu í stóru og faT
legu húsi í borginni við sundin og var á
leiðinni upp. Þegar hann var kominn
nokkrar hæðir upp, stoppaði lyftan og
forkunarfögur daina gekk inn. Jónas fann
að hún var með dýrt ilmvatn og hafði
notað mikið af því. Stúlkan tók eftir því
að hann var að nasa út i loftið og sagði
með nokkrum þjósti „Romance frá Ralph
Lauren, 15.000 krónur glasið.“
Stuttu seinna stoppaði lyftan aftur og
inn gekk önnnur fegurðardís með mikið
ihnvatn. Hún sá að Jónas var að þefa, svo
hún leit niður til hans og sagði „Chanel
No. 5, 20.000 krónur únsan."
Um það bil þrem hæðum seinna stopp-
aði lyftan þar sem Jónas ætlaði út. Áður
en hann fór út úr lyftunni, horfði hann í
augun á stúlkunum, blikkaði augunum,
beygði sig fram, rak við og sagði „Bakað-
ar baunir frá Heintz, 128 krónur dósin.
Jónas og Magga voru að fara að láta
skíra Sigga litla og Séra Guðmundur var
að ræða við hann um trúmálin. „Skírn er
mikilvæg, og ekki bara fyrir barnið held-
ur alla Ijölskylduna. Heldur þú að þú
sért tilbúinn undir hana?“
,Já, það held ég,“ sagði Jónas. „Magga
er búin að vera að baka i tvær vikur og
tengdó kemur með vörubílshlass af heit-
um réttum fyrir gestina."
„Nei Jónas,“ sagði séra Guðmundur
„ég á ekki við það - ég meina, þú sjálfur!
Ert þú tilbúinn, sjálfur, að skíra son
þinn? Hefur þú undirbúið þig undir
þessi tímamót í lífi sonar þíns?“
,Já-já, ekkert mál,“ sagði Jónas. „Ég er
búinn að kaupa tunnu af bjór og kassa af
viskíi.
44 - Sjómannablaðið Víkingur