Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 28
KRISTJÁN SVEINSSON VITAR Á ÍSLANDI NÚ í HAUST KEMUR ÚT BÓKIN VITAR ÍSLANDS SEM KRISTJÁN SVEINSSON SAGNFRÆÐINGUR OG GUÐMUNDUR L. HAFSTEINSSON ARKITEKT HAFA UNNIÐ FYRIR SIGLINGASTOFNUN ÍSLANDS. í BÓKINNI ER FJALLAÐ ÍTAR- LEGA UM ÍSLENSKA VITASÖGU OG HVERJUM OG EINUM VITA ERU GERÐ SKIL EN í ÞESSARI GREIN STIKLAR KRISTJÁN Á STÓRU í VITASÖGU ÍSLANDS, SEM HÓFST ÞANN 1. DESEMBER 1878 ÞEGAR KVEIKT VAR Á FYRSTA VITA LANDSINS, REYKJANESVITA, SEM STÓÐ Á VALAHNÚK Á REYKJANESl. HVERSVEGNA EKKI FYRR EN 1878? Reykjanesvitinn í byggingu. Myndin er tekin þann 9. desember 1907. Ljósm. Thorvald Krabbe. í eigu Verkfrceðingafélags íslands. Þegar fyrsti vitinn var byggður á Reykjanesi sumarið 1878 voru liðnar margar aldir frá því Evrópuþjóðir tóku að leiðbeina sæförum með vitaljósum. Hvernig gat þá staðið á því að eyþjóðin ís- lendingar sem áttu svo mikið undir sjó- sókn og samgöngum við önnur lönd voru svo seint á ferð? Svarsins við þessari spurningu er að leita í frumstæðum atvinnuháttum lands- manna. íslendingar áttu ekki nein versl- unarskip og höfðu ekki átt um alda raðir og raunar alls engin skip sem gætu siglt á milli landa. Verslun hafði fram undir þetta verið bundin við kauptíð á sumrin þegar skip danskra kaupmanna komu til lands- ins með varning og fiskveiðar voru að mestu stundaðar á opnum bátum og sjó- menn á þeim létu sér nægja að hafa mið af kennileitum í landi eins og tíðkast hafði frá upphafi vega. Meðan svo stóð var þess ekki að vænta að lagt væri í þann kostnað sem óhjákvæmilega hlaut að fylgja vita- byggingum- HVAÐ HAFÐI BREYST SEM KALLAÐI Á VITABYGGINGU 1878? Um þetta leyti var að verða til í landinu innlend verslunarstétt auk þess sem út- gerð þilskipa var að eflast og siglingar til landsins færðust í vöxt og kröfur voru uppi um að skip sigldu hingað að vetrar- lagi, en fram til þessa höfðu skip ekki komið hér yfir skammdegismánuðina. Einkum voru það kaupmenn sem þrýstu á að skipum yrði haldið hingað allt árið svo unnt yrði að tryggja nægilegt vörufram- boð. Þá undu margir því illa að fá ekki póst yfir veturinn en póstskipið sem gekk milli íslands og Danmerkur sigldi ekki yfir háveturinn. Því vildu margir breyta. Tillaga um að byggja vita á Reykjanesi til að leiðbeina skipum á leið til Faxaflóa- hafna kom fram á fyrsta löggjafarþingi ís- lendinga eftir að landið fékk stjórnarskrá og takmarkað löggjafarvald árið 1875 og það voru fulltrúar helstu verslunarbæja landsins, Reykjavíkur og Akureyrar, sem töluðu fyrir málinu. REYKJANESVITINN 1878 Alþingismenn höfðu þegar í stað áhuga á að byggja vita en sameiginlegir sjóðir landsmanna voru rýrir að vöxtum og þekking á vitatækni engin í landinu. Því var leitað til Dana um aðstoð enda var ís- land hluti danska ríkisins. Vitamál heyrðu undir danska flotamálaráðuneytið (Mar- ineministeriet), þar sem menn komust að þeirri niðurstöðu að danska ríkissjóðnum bæri engin skylda til að straum af kostn- aði við vitabyggingu á íslandi en þar sem áformaður viti myndi gagnast dönskum verslunarskipum væri ráðuneytið tilbúið til að styrkja íslendinga í þessum áforrn- um. Niðurstaða allra þessara bollalegginga varð að endingu sú að íslandsmálaráðu- neytið í Kaupmannahöfn fékk danskan verkfræðing, Alexander Rothe, til að at- huga staðhætti á Reykjanesi vorið 1877 og gera tillögu um vitabyggingu og kostnað við hana. Rothe gerði það sem fyrir hann var lagt og lokaákvörðun um að ráðast í byggingu vitans var tekin síðla vetrar 1877. Var samið við Rothe um að byggja vitann og vitavarðarbústað eftir tillögu sem hann hafði gert um þessi mannvirki. Rothe og vinnuflokkur hans tóku til starfa á Reykjanesi þann 6. júní 1878. Vitinn skyldi standa fremst á Valahnúk svoköll- uðum og vera hlaðinn úr grjóti sem höggvið var til á staðnum og hafði Rothe gert ráð fyrir að nota hraungrjótið sem þarna er nóg af. En þegar reynt var að höggva það til kom í ljós að það var engin leið og varð því að flytja stuðlaberg á stað- inn neðan úr fjörunni um all langan veg. Þetta, ásamt ýmsum öðrum töfum, varð til þess að byggingarframkvæmdirnar á Reykjanesi töfðust allnokkuð. Þó tókst að ljúka þeim um haustið og var þá risinn á Valahnúknum steinhlaðinn viti, límdur með steinlími sem í var Esjukalk, en á þessum dögum var kalknám í Esjunni og brennsluofn í Reykjavík sem Kalkofnsveg- ur dregur heiti sitt af. Einnig hafði verið byggður á Reykjanesinu bær fyrir vita- vörðinn og fjöslkyldu hans og vitinn tók formlega til starfa þann 1. desember 1878, sem telst upphafsdagur íslensku vitaþjón- ustunnar. VÖRÐUVITAR _ FISKIMENN TAKA AÐ KREFJAST VITALJÓSA Eftir að vitinn á Valahnúk á Reykjanesi var risinn liðu mörg ár þar til næst var hugað að vitabyggingu. Vitamál komust þó af og til í deigluna á síðurn þeirra blaða sem gefin voru út í landinu en ekki leiddu þau skrif til neinna framkvæmda. Svo 28 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.