Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 50
Þjónustusíður
Hampiðjan - Net og kaðladeild
Stöðug vöruþróun
í netum og köðlum
Dynex Dux ojurtóg. Mynd SJJ
Velgengni í fiskveiðum í dag er að
miklu leyti byggð á hæfileika fyrirtækja
til að tileinka sér nýungar í veiðum og
vinnslu. Stöðugt koma fram nýungar á
öllum sviðum sem allar beinast að því
að gera fiskveiðar hagkvæmari og betri
fyrir bæði útgerðir og sjómenn. Nýjung
á einu sviði leiðir gjarnan af sér endur-
bætur á öðru og þannig er smátt og
smátt hægt að gera endurbætur á öllu
því sem að veiðunum lýtur. Neta- og
kaðladeild Hampiðjunnar gerir sitt
besta til að styðja þessa þróun með því
að vinna með nýjustu og bestu efni sem
völ er á og þróa úr þeim hágæða vörur
sem aftur nýtast til endurbóta á veiðar-
færinu sjálfu. Það að Hampiðjan ræður
yfir öllu framleiðsluferlinu - allt frá
plastkorninu yfir í fullbúið troll með
gröndurum og hlerum - gefur gríðar-
lega möguleika í því að þróa nýjar vör-
ur sem hafa nákvæmlega þá eiginleika
sem sóst er eftir á hverjum tima í sífellt
sérhæfðari veiðarfæri.
Sterkt, sterkara, sterkast..........
Þróunin í ofurtógum hefur verið hröð
undanfarin ár og enn er hægt að kynna
nýjung sem tekur öðrum gerðum Dy-
nex tóga fram hvað styrk varðar. Þessi
nýja gerð hefur enda fengið naln við
hæfi og er kallað Dynex Dux enda er
það sterkara en önnur ofurtóg.
í dag eru í boði þrjár grunngerðir af
Dynextógum. Fyrst ber að nefna Dynex
60 sem er fyrsta gerð tóganna sem
Hampiðjan hóf framleiðslu á um 1990
og er byggt á Dyneema SK60. Þegar
DSM markaðsetti Dyneema SK75 fylgdi
strax í kjölfarið viðbótargerð af Dy-
nextóginu og ber það að sjálfsögðu
nafnið Dynex 75. Nýjasta gerðin af Dy-
nex tógurn er síðan Dynex Dux. Þar
kemur ekki til nýr þráður frá DSM
heldur er byggt á sérstakri framleiðslu-
aðferð þar sem kaðallinn er meðhöndl-
aður í háum hita og undir miklu átaki.
Við þessa meðferð breytast eðliseigin-
leikar tógsins mikið, styrkurinn eykst
frá 20% upp í 43% í grennstu gerðun-
um og teygjan fer úr 6% í nýju tógi nið-
ur í 3%. Það að teygjan er minni en
áður hefur þekkst gerir niðurmælingu á
lengdum einfaldari en áður því ekki
þarf að gera ráð fyrir lengingu i notkun
sem verður ófrávíkjanlega í tógum sem
ekki hafa verið forstrekkt. Dynex Dux
kaðallinn er rnjög þéttur í sér og
stífleikinn er mun meiri en í öðrum Dy-
nex köðlum. Yfirborðið er afar slétt og
sleipt og þolir betur núning en í öðrunt
gerðum. Dynex Dux er framleitt í björt-
um appelsínugulum lit til aðgreiningar
frá öðrum tegundum Dynextóga.
Þótt komin sé ný gerð á markaðinn
þá er hún viðbót við það sem fyrir er en
kemur ekki í staðinn fyrir annað nema
að einhverju leyti. Hver gerð hefur
sinn kost og hver velur það sem hentar
hverju sinni. Þannig er Dynex 60 hent-
ugt þar sem frekar er þörf á sverleika til
að taka nudd og skurðarálag, Dynex 75
þar sem þörf er á háum styrk og þver-
málið verður að vera sem minnst. Dy-
nex Dux er hentugt þar sem mikið
reynir á styrk en þvermálið verður að
vera í algjöru lágmarki og stífleikinn
nýtist til að koma í veg fyrir flækjur og
tryggir góða röðun inn á vindur.
Hver þessara tegunda er síðan boðin
með mismunandi íburðarefnum, þéttari
fléttu og kjarna eða kápu til þess að
notandinn fái bestu mögulegu útfærslu
fyrir sína notkun. Fjölbreytileiki Dy-
nextóga Hampiðjunnar er mikill og
telja rná fram 19 mismunandi gerðir og
má fullyrða að enginn annar framleið-
andi hvorki getur eða vill boðið upp á
viðlíka úrval enda viljum við tryggja að
hver kaupandi fái nákvæmlega það sem
hann þarf í sína notkun.
Helix - ný kynslóð þankaðla
Fyrsta kynslóð þankaðlanna hefur nú
runnið sitt skeið. Grunnkaðallinn í
eldri gerðinni var snúinn nylonkaðall
og þanáhrifin fengin með því að snúa
saman á sérstakan hátt tvo slíka kaðla.
Þessi útfærsla af þankaðlinum hefur al-
mennt reynst vel en hefur engu að síð-
ur haft nokkra vankanta. Þar má helst
nefna hversu tímafrekt það er að setja
upp flottroll úr samansnúnum köðlum
þvi ekki aðeins þarf að splæsa hvern
legg heldur eru tvö splæs í hverjum
enda leggsins. Einnig hefur það sýnt
50 - Sjómannablaðið Víkingur