Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2002, Blaðsíða 46
Þjónustusíður
Vélaland
Gæðamálin ofarlega
á baugi
Hjalti Sigfússoti
Fyrir u.þ.b. ári síðan sameinuðust fyr-
irtækin MD Vélar hf og Vélaland ehf.
undir nafni Vélalands.
í framhaldi af því var fyrirtækinu
deildaskipt og stofnuð skipadeild.
Stærsti þáttur deildarinnar er umboð fyr-
ir Mitsubishi skipa- og bátavélar ásamt
öllum tilheyrandi búnaði.
„Fastir starfsmenn skipadeildarinnar
eru fimm en heildar starfsmannafjöldi
Vélalands eru tuttugu og sex og færa
menn sig á milli deilda eftir því sem
þurfa þykir,“ segir Hjalti Ö. Sigfússon,
deildarstjóri skipadeildar. ,,Við erum
með sérhæfða viðgerðaþjónustu fyrir all-
flestar gerðir díselvéla, og byggjum á
gömlum grunni, en Vélaland hét áður
Þ.Jónsson, en það fyrirtæki var stofnað
1949 og erum við því í raun elsta véla-
verkstæði landsins.
Vélaland hefur umboð fyrir Mitsubishi
iðnaðar- og skipavélar.
Jafnframt því að annast sölu, sérhæfða
viðgerða og varhlutaþjónustu fyrir
Mitsubishi vélar þá útvegum við einnig
viðurkennda varahluti fyrir fjölmargar
aðrar tegundir af diesel-
vélum og önnumst við-
gerðir á þeim.
Einnig bjóðum við
upp á viðgerðir og vara-
hluti fyrir afgastúrbínur
þ.e. bæði á tækjum til
landnotkunar og til sjáv-
ar. Túrbínuverkstæði
fyrirtækisins er mjög vel
tækjum búið og þar er
að finna t.a.m. tölvu-
stýrðan jafnvægisstilli-
bekk fyrir rótora.
Um síðustu áramót
tók Vélaland við þjón-
ustunni fyrir Bosch-
Diesel á íslandi af
Bræðrunum-Ormsson
og er Vélaland eina fyr-
irtækið sem Bosch við-
urkennir sem þjónustu-
aðila á íslandi fyrir dies-
elstillingar. Starfsmenn
sem þjálfaðir eru hjá
Bosch starfa hjá fyrirtækinu við diesel-
stillingar og á rafmagnsverkstæði.
Sjávarútvegurinn skipar stóran sess i
starfsemi Vélalands og er þjónustan við
hann um helmingur af veltu fyrirtækis-
ins. „Til dæmis eru Mitsubishi vélar frá
okkur í bátunum sem Ósey hefur verið
að smíða,“ segir Hjalti. „Einnig seljum
við ljósavélar, allt frá 5 kw upp í 2000
kw en til gamans má geta að stærsta
ljósavél flotans, sem er í Örvari, er frá
okkur kornin. Þjónustan við viðskipta-
vini okkar er ekki síður mikilvæg . Allar
viðgerðir framkvæmdar af Vélalandi eru
unnar af fagmönnum sem notast við
bestu tækni sem völ er á í dag. Við leggj-
um mikið upp úr því að veita sem besta
þjónustu og er okkar aðalmarkmið að
skila vönduðum viðgerðum. Til að
mynda er von á sérfræðingi frá Bosch-
Diesel lil okkar sem tnun þjálfa starfs-
menn okkar enn frekar i sambandi við
allt sem viðkemur þeirra vörum. Það er
aldrei hægt að slaka á og alltaf er hægt að
læra meira,“ segir Hjalti.
Á sýningunni mun Vélaland leggja að-
aláherslu á Mitsubishi vélarnar ásamt því
að kynna Bosch þjónustuna. „Ég hvet
fólk til að koma og kynna sér starfsemi
okkar á sjávarútvegssýningunni,11 segir
Hjalti Ö. Sigfússon að lokum.
Vélaland ehf
Vagnhöfði 21
Sími:577 4500
Fax: 567 2806
Veffang: www.velaland.is
46 - Sjómannablaðið Víkingur