Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Síða 4
Kraft- bjorgun Mér er til efs að nokkru sinni í íslandssögunni hafi annar eins kraftur verið til staðar í tengslum við björgun af strandstað eins og við höfum orðið vitni að þá viku sem tók að ná Baldvini Þorsteinssyni EA úr ógnarsterk- um greipum Meðallandsfjörunnar. í engu var til sparað, ákveðni manna, allt skipulag og framvinda málsins ber þess merki að þeir sem að verkinu stóðu voru staðráðnir í því að sigrast á þessu flókna og erfiða verkefni. Maður fékk það fljótt á tilfinninguna að ekki yrði látið staðar numið fyrr en í fulla hnefana og spurningin væri ekki hvort heldur hvenær skipið næðist á flot. Þegar þetta er skrifað þann 17. mars og skipið laust úr rimmunni við sandinn og á leið til hafnar, samfagna allir sjómenn með þeim sem hlut eiga að máli og vil ég óska útgerð, áhöfn og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með þessi farsælu málalok. Öllum ætti að vera ljóst að lyktir málsins hefðu getað orðið á allt annan og verri veg en raun ber vitni. Eftir að hafa orðið vitni að þessum krafti og þeim árangri sem af honum leiddi þá spyr maður sig hvort ekki sé tíma- bært að yfirfæra viljann, skipulagið, ákveðnina og dugnað- inn yfir í nýjan farveg. Þar á ég við að útgerðarmenn settu sama kraftinn og einbeitninguna í þær kjaraviðræður sem í gangi eru milli útvegsmanna og sjómanna. Björgunin sýnir svart á hvítu að útgerðarmenn geta, þegar viljinn og krafturinn eru til staðar. Þá leysa þeir stórkostleg vandamál, með glæsibrag, á mettíma. Þetta er reyndar eitt- hvað sem ég tel mig hafa vitað nokkuð lengi. Því er mér með öllu óskiljanlegt að samtök þessara sömu útgerðar- manna séu jafn róleg og raun ber vitni, þegar ganga skal til kjarasamninga. Útgerðarmenn! Fylgið þessu góða fordæmi og beinið nú kröftunum að þeim samningaviðræðunum sem framundan eru, með þeim slagkrafti sem einkenndi fyrr- nefndar björgunaraðgerðir. Þá værum við 1 góðum málum. Árni Bjarnason Kiisijon og aDyrgOarmaöur: bæinundur Gudvinsson, \ I simi 868 2159, netfang sgg@mmcdia.is. Auglysingastjóri: Sigrun Gissurardóttir, stmi 587 4647 Ritncfnd: Arni Bjarnason, Eirtkur Jonsson, Hilmar Snorrason Forscti FFSÍ: \rni Bjarnason I— L. Umbrot. filmuvinnsla, prentun og bókband: Gutcnberg " " Aóildarfélög FFSÍ: Fclag skipstjornamianna. Féiag isienskra ioftskcytamanna, Fei. br\’ta, Féíag tnatreiósluinanna. Skipstjóra- og styrimannaféíögin Verðandi, Vestmann um, Vísír, Suðurncsíum. 6-11 12-19 20 22-24 Fréttir af ýmsum toga. Stofnun Félags skipstjórnarmanna 24. janúar. Viðtal við Árna Bjarnason forseta FFSÍ og formann FS. Norræn Ijósmyndakeppni sjómanna 2003. 26-28 29-30 32-35 36-37 38 39-40 41 42-43 46 47-48 49-50 Grálúðan beit mig í nefið. Viðtal við Vigni Guðmundsson sem gafst upp á sjómennsku eftir að hafa þolað súrt og sætt í starfi á sjónum. Ræða Árna Bjarnasonar á málþingi um stjór- nun fiskveiða sem haldið var í Sjómann- skólanum. Hilmar Snorrason skipstjóri segir sem fyrr athyglisverðar fréttir utan úr heimi um hvaðeina sem snertir sjómennsku og siglingar. Inga Valborg Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur er í Heilsuhorninu og greinir frá áhættuþát- tum kransæðasjúkdóma. Sigling um Netið. Hilmar Snorrasona siglir um Netið og segir frá áhugaverðum síðum. Samstaða um sjálfstæði í siglingum - Áskorun til stjórnvalda. Tilraunaveiðar Hafarannsóknarstofnunarinnar á bláuggatúnfiski. Af Magnúsi Ólafssyni og Ijósmyndum hans. Sjötta starfsári Sjávarútvegsskólans er lokið með útskrift 22 nemenda. Alls hefur skólinn útskrifað 84 nemendur frá 20 löndum. Garware-Wall Ropes hefur haslað sér völl á íslandi. Fréttir frá Danfoss.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.