Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Page 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Page 12
Stofnfundur Félags skipstjórnarmanna Mikil eining á fundinum Fjölmenni var á stofnfundi Félags skipstjórnarmanna sem boðað var til á Grand Hotel í Reykja- vík 24. janúar síðast liðinn. Félögin sem stóðu að fundinum, Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan, Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga og Félag íslenska skipstjórnarmanna höfðu að undangenginni almennri atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna ákveðið að sameinast í eitt félag. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Sindri gekk ennfremur inn í hið nýja félag á stofndegi og síðan bættist Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan í hópinn þegar atkvæðagreiðslu lauk í félaginu seint í mars. Það var Guðlaugur Jónsson, formaður Öldunnar, sem setti stofnfundinn. Guðjón Petersen var kosinn fundarstjóri og Jónas G. Ragnarsson ritari. Formenn félaganna þriggja sem gengu til sam- einingarinnar fluttu aðfaraorð að sameiningunni og eru þau birt hér á öðrum stað. Fundarstjóri bar upp formlega tillögu um sameiningu sem var samþykkt. Síðan var lesin upp tillaga að lögum fyrir hið nýja félag. Þá voru kynntar tilnefningar félaganna um menn í stjórn hins sameinaða fé- lags og voru þær samþykktar. Guðjón Ármann Einarsson framkvæmdastjóri Öldunnar bar upp til- lögur nýju stjórnarinnar sem lutu að formi Félags skipstjórnarmanna. Þar á meðal að þeir sem kjörnir hafa verið heiðursfélagar í félögunum þremur haldi heiðursnafnbótinni við stofnun hins nýja félags sem og hugsanlegir heiðursfélagar þeirra félaga sem ganga til liðs við það sem stofnfé- lagar. Auk þess lagði stjórn FS til að fundurinn kysi Ingvar R. Einarsson heiðursfélaga hins nýja félags. Tillögurnar voru samþykktar. Árni Bjarnason nýkjörinn formaður Félags skipstjórnarmanna ávarpaði fundarmenn og síðan var vel heppnuðum stofnfundi slitið eftir að hafa staðið í tvær og hálfa klukkustund. 12 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.