Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Síða 20
Rœtt xið Árna Bjarnason formann Félags skipstjórnarmanna og forseta FFSÍ Þurfum stórt og öflugt félag gegn stórum útgerðablokkum Þróunin i greininni hinum megin frá hefur verið með þeim hætti að þetta eru orðnar örfáar stórar blokkir og það veitir ekki af fyrir okkur að hafa eins stórt og öffugt félag og unnt er á móti,” sagði Árni Bjarnason formaður Félags skipstjórnarmanna er hann var spurður um helstu ástæður sameiningarinnar. „Pað er borðleggjandi staðreynd að eitt eða tvö stór útgerðarfyrirtæki eru alls ráðandi í heilum landsfjórðungum og i sumum tilvikum á landsvísu. Það er ekki mjög spennandi fyrir landshlutafélag skipstjórnarmanna, þar sem starfandi skipstjórnarmenn sem vinna hjá þessum aðilum eiga svo að standa í kjarabaráttu á sama tíma. Reynslan sýnir okkur að slfk staða er yfirleitt ekki vænleg fyrir þá sem hlut eiga að máli. Þótt félög skip- stjórnarmanna hafi verið aðilar að Far- manna- og fiskimannasambandinu þá eru til dæmi þess að viðsemjendur okkar hafi reynt að reka fleyg milli aðildarfé- laga með því að gera tilraun til að semja við eitt landshlutafélag og rjúfa þar með samstöðuna. Ég tel að slíkt verði ekki inn í myndinni í framtíðinni ef aðeins yrði einn viðsemjandi fyrir alla skip- stjórnarmenn í landinu og þá þyrfti bara eina atkvæðagreiðslu til að ákveða hvort menn vilji fara í aðgerðir eða ekki.” Tilllaga um sameiningu 1997 Árni bendir á, að í gegnum áranna rás hafi verið uppi ýmsar tilraunir til að sameina félög skipstjórnarmanna. „Ég held meira að segja að á sínum tíma hafi þær tilraunir verið komnar mjög langt á milli Öldunnar og Skipstjóra- og stýri- mannafélags íslands. Við fulltrúar Skip- stjóra- stýrimannafélags Norðlendinga lögðum svo til á þingi Farmanna-fiski- mannasambandsins árið 1997, að skip- stjórnarmenn sameinuðust i eitt félag og hafði Guðmundur Steingrímsson fram- sögu um málið fyrir okkar hönd. Tillag- an varð til þess að skipuð var þriggja manna nefnd sem í voru Guðjón A. Kristjánsson, Guðlaugur Jónsson og ég. Við heimsóttum öll aðildarfélögin og könnuðum viðhorf þeirra til sameiningar og hvaða áherslur menn höfðu í þessu sambandi. Hugsunin var sú að sameinað félag yrði til úr Farmanna- og fiski- mannasambandinu. Þótt ekki yrði af Ami Bjamason formaður FS ogforseti FFSÍ. sameiningu félaga þá þegar var það fljót- lega í kjölfarið sem Hafþór á Akranesi, Kári í Hafnarfirði og Skipstjóra- og stýri- mannafélag íslands sameinast árið 2000 undir merkjum FSK.” Tilfinningarök töfðu sameiningu - Finnst þér sem tilfinningamdl hafi ráð- ið miklu um hvað sameining félaganna hef- ur tekið langan tíma? ,Já, ég held að þrátt fyrir að ávinning- ur sameiningar hafi blasað við flestum hafi sá ávinningur lotið í lægra hald fyrir tilfinningarökum og atriðum sem höfðu ekkert með kjaramál að gera. Maður hef- ur jafnvel heyrt einstaka félagsmann mótmæla hugmyndum um sameiningu á þeim forsendum að þá sé ekki víst að hann fái aðgang að sumarhúsi eða íbúð um miðjan ágúst eins og hann sé vanur. Ákveðnir menn virðast horfa framhjá því að þeir hljóti þegar frá líður að öðlast aukin og betri réttindi samfara þessari auknu samtryggingu sem felst í stóru fé- lagi, hvort sem við nefnum félagssjóð,sjúkrasjóð og styrktarsjóð, orlofsheimilasjóð.verkfallssjóð eða aðra sjóði sem stofnaðir kunna að verða.” - Þú ert kjörinn forseti FFSÍ síðla árs 2001. Fórstu fljótlega að huga að sameining- armálum? „Það má segja það, enda hafa þessi mál verið ofarlega í huga mér. Við i Skip- stjóra- og stýrimannafélagi Norðlendinga höfðum rætt það af og til hvaða leiðir væru vænlegar til að ná árangri í við- leitni til sameiningar. Menn hér voru nokkuð sammála urn að þótt aðeins yrði um að ræða sameiningu tveggja stórra fé- laga til að byrja með væri það skref í átt- ina. Ef við næðum að sameina þrjú stærstu félögin væri það mjög stór á- fangi. í leiðinni létum við þau boð út ganga að allir sem leituðu aðildar innan árs frá stofnun sameinaðs félags teldust til stofnfélaga. Þannig er háttað með Sindra á Austfjörðum. Þessi þrjú stæstu félög kláruðu sameiningarferlið en Aust- firðingarnir voru það röskir að þeir voru búnir að klára atkvæðagreiðslu á sínu svæði fyrir stofnfundinn. Þar kom fram eindreginn vilji lil sameiningar þar sem allir sem atkvæði greiddu reyndust fylgj- andi sameiningu. Þann 24. janúar má því segja að fjögur félög hafi sameinast. 1 mars lauk síðan atkvæðagreiðslu Vest- firðinga í Bylgjunni og þar var samþykkt tneð afgerandi hætti að slást í hópinn. Bylgjan telst því einnig til stofnfélaga. Nú standa tvö félög, það er Vísir á Suður- nesjum og Verðandi í Vestmannaeyjum fyrir utan FS, auk fámennari félaga innan FFSÍ, það er Matvís, Félag bryta og Félag loftskeytamanna.” FFSÍ regnhlífarsamtök félaganna Árni Bjarnason sagði þótt búið sé að stofna hið nýja sameinaða félag taki sam- einingarferlið sjálft sinn tíma. “Vonandi verða menn þess vísari fyrr en seinna á sem flestum sviðum að þetta félag sé far- ið að skila mönnum eitthvað fram á veg- inn. Til þess er leikurinn gerður. Félögin þrjú sem samþykktu sameiningu í upp- hafi eru öll vel stödd fjárhagslega og fé- lagsmenn i nýja félagi á 14. hundrað talsins. Farmanna- og fiskimannasambandið verður áfram í hlutverki regnhlífasam- taka félaga skipstjórnarmanna á landinu, þótt aðildarfélögum hafi nú fækkað mik- ið og eitt þeirra áberandi stærst. Ef öll fé- lögin í FFSÍ sameinast verður auðvitað komið landsfélag, hliðstætt við til dæmis Vélstjórafélag íslands,” sagði Árni Bjarnason. - SG 20 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.