Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Síða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Síða 41
Tilraunaveiðar Hafraimsóknastofnunarinnar Túnfiskveiðiskip frá Japan í Reykjavíkurhöfn. Hafrannsóknastofnunin hefur í sam- vinnu við japanska útgerðaraðila unnið að tilraunaveiðum á bláuggatúnfiski á haustmánuðum frá árinu 1996. Tilgang- ur veiðanna er að fylgjast með gengd fisksins inn á íslensk hafsvæði og kanna veiðanleika hans þar. Auk þess er mark- mið verkefnisins að afla þekkingar á vist- og líffræði tegundarinnar. Haustið 2003 stunduðu 5 japönsk flot- línuskip veiðar innan íslensku lögsög- unnar í samvinnu við Hafrannsókna- stofnunina. Fyrsta skipið hóf veiðar 22. ágúst og það síðasta lauk veiðum 9. nóv- ember. Veiðarnar fóru, líkt og fyrri ár, að mestu fram í Suðurdjúpi. Árangur veið- anna var svipaður og undanfarin 4 ár en töluvert lakari en árin 1997 og 1998. Frá upphafi veiðanna 1996 hafa rann- sóknamenn Hafrannsóknastofnunarinnar verið um borð í skipunum og skráð upp- lýsingar urn framkvæmd veiðanna, afla og aflabrögð. Þar að auki hafa þeir tekið ýmis sýni úr fiskunum til athugunar á rannsóknastofum stofnunarinnar og er- lendra samstarfsaðila. Niðurstöður veiðanna sýna að stórir bláuggatúnfiskar, að meðaltali 2 m að lengd, ganga inn á íslensk hafsvæði á haustin. Gengd þeirra virðist þó rnjög breytileg milli ára og afli á sóknareiningu reyndist minnstur 161 kg/lögn árið 2001 °g mestur 1100 kg /lögn árið 1997. Ekki hefur tekist að finna tengsl milli afla á sóknareiningu í þessum veiðum og hitastigs sjávar. í því samhengi ber að geta að auk hitastigs er talið að fæðu- framboð og stofnstærð hafi áhrif á göng- ur fiskanna. Þegar tegundin gekk að Noregsströndum fram á 7. áratuginn var sjórinn þar hlýrri, síldarstofnar sent voru líkleg fæða, stærri og bláuggastofninn sjálfur í mun betra ástandi en hann er nú. Því er ekki vist að hækkandi hitastig eitt og sér sé næganlegt til að bláugga- túnfiskur fari aftur að ganga inn á norð- anvert N-Atlantshafið. Unnið er að úr- vinnslu fæðusýna úr fiskum frá árum þegar misvel hefur veiðst og munu nið- urstöður hugsanlega varpa ljósi á göngur þeirra inn á íslensk hafsvæði. Útbreiðslusvæði bláuggatúnfisks er rnjög stórt og nær að sunnan frá Mið- jarðarhafi út i Atlantshaf með ströndum NV-Afríku og yfir hafið til Mexíkóflóa. Að norðan afmarkast útbreiðslan við Kanada, S-Grænland, ísland og Noreg. Til að auka skilning á líffræði og göngu- mynstri tegundarinnar er því nauðsyn- legl að veiðiþjóðir hafi með sér samstarf um rannsóknir og að litið sé til alls út- breiðslusvæðisins fremur en afmarkaðra hluta þess. Hafrannsóknastofnunin hefur því tekið virkan þátt í vísindasamstarfi ICCAT frá árinu 1999. Samstarf við bandaríska erfðafræðinga Helstu spurningar varðandi bláugga- túnfisk sem brenna á vísindamönnum ICCAT varða göngur tegundarinnar og blöndun fiska milli svæða í N-Atlants- hafi. í dag miðar stjórnun veiða á teg- undinni við að um tvo einangraða stofna sé að ræða með mörk sem liggja um 45°V. Samkvæmt því eiga fiskar sem hingað sækja að tilheyra austari stofnin- um. Margt bendir þó til að blöndun eigi sér stað yfir hafið og ef svo er má vænta að hennar yrði ekki síst vart hér við land. Athuganir á stærðarsamsetningu og ástandi fiskanna gefa engar vísbendingar um að hér mætist göngur úr tveimur stofnum. Áfrarn verður haldið að leita svara við spurningum um blöndun stofn- anna með öðrum aðferðum. í þessu skyni hefur Hafrannsóknastofnunin sam- starf við bandaríska erfðafræðinga urn samanburð á erfðasamsetningu fiska frá íslandsmiðum við svæði austan og vestan Atlantshafsins. Stofnunin tekur einnig þátt i erlendu samstarfi urn þróun aðferða til að meta aldur bláuggatúnflsks með það að leiðar- ljósi að bæta stofnstærðarmat tegundar- innar. Verkefnisstjóri Hafrannsóknastofnun- arinnar er Droplaug Ólafsdóttir. Sjómannablaðið Víkingur - 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.