Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2004, Blaðsíða 42
Reykjavikurhöfn, um 1930. Frá hœgri; Kveldúlfur MB 27, Egill Skallagrímsson MB 73 og Bifröst RE 232. Litla húsið fremst á myndinni t.h. var eittfyrsta útisalernið, píssoir. þessari bók eru 108 myndir eftir Magnús Ólafsson (1862-1937) teknar á fyrstu þremur áratugum 20. aldar. Petta eru ljósmyndir sem vega salt á milli heimildagildis og ævintýris og veita ein- stæða sýn inn í horfinn heim: Fólk kem- ur prúðbúið út úr Dómkirkjunni, menn stikla á ísjökum í Reykjavíkurhöfn, börn hlaupa eftir Laugaveginum, slökkviliðið heldur æfingu við Austurvöll, konur breiða saltfisk við Vesturgötuna, fótbolti rúllar á Melavellinum árið 1915 - síðan lyftir Magnús sér yfir byggðina og tekur fyrstu loftmyndina af Reykjavik. Magnús var fjölhæfur maður. Ljós- myndari af ástríðu og atvinnu eftir fer- tugt, lék á orgel og fiðlu, spilaði í kvar- tett sem hélt fyrstu fiðlutónleikana í Reykjavík, gekkst fyrir kvikmyndasýn- ingum og er talinn hafa gert fyrstu kvik- myndina á íslandi. Magnús var fram- kvæmdamaður, fullhugi og frumherji sem skynjaði umbrotamikinn samtíma sinn og megnaði að varðveita brot af honum handa komandi kynslóðum. Steinbryggjan, 1919. 42 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.