Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 14
Baukað um borð. undir botninn á honum og snúa honum við. Mjöðurinn dýri helltist yfir okkur þar sem við sátum eins og lamaðir og horfðum á skipstjórann. Það tók okkur nokkra stund að skilja hvað hafði gerst enda alveg ljóst að við þetta tækifæri hugsuðum við miklum mun hægar en hann. Nú leit hann í kring um sig og var sýnilega að leita að meiri birgðum. Ein- hver hafði dundað við að ausa nokkru af ölinu í hvítan þriggja lítra plastbrúsa. Nálablókin brá við og greip plastbrúsann og setti á munn sér, ætlaði augsýnilega að bjarga sem mestum verðmætum áður en allt yrði eyðileggingunni að bráð. Blókin svolgraði bruggið knúin áfram af mjög einbeittum brotavilja en það stóð stutt. Skipstjóri okkar greip báðum höndum um brúsann og kippti honum upp svo að afgangurinn af brugginu rann Sameinaði lífeyrissjóðurinn Borgartúni 30 Sími: 510 5000 www.lifeyrir.is yfir andlit blókarinnar og niður um háls- málið. Nálablókin saup hveljur augna- blik, sat svo sem steini lostin og horfði votum augum á yfirmann sinn. „Gengur nokkuð á?” Skipstjórinn svaraði engu. Hann sá ekki fleiri brúsa og yfirgaf samkvæmið án þess að skipta orðum við okkur. Fyrsti stýrimaðurinn átti vaktina. Svona aðgerðir voru hins vegar fremur á færi skipstjórans svo að hann hafði brugðið sér fram úr til að kippa þessu í lag. Síðan fór hann í kojuna og hélt áfram að sofa. Þar með lauk þessari jólagleði. Og þó ekki alveg. Einhvers staðar i minning- unni sveima myndir af framhaldinu. Bátsmannsvaktin fór ekki í koju strax enda kom í ljós að þeim litla með kruml- urnar hafði tekist að koma undan öðrum plastbrúsa sem hann hafði falið undir dýnunni í bátsmannskojunni. En stemn- ingin var rokin út í veður og vind. Við fórum allir upp í brú og sögðum upp. Ég man ekki mikið eftir þeirri athöfn annað en að fyrsti stýrimaður hlustaði á upp- sagnirnar og gætti þess vandlega að leggja ekki orð í belg, horfði bara út um gluggann enda vitlaust veður og skipið stóð á öllum endum eins og drukkinn sjómaður í hálku. Sennilega gerði stýri- maður ekki ráð fyrir að efndir yrðu mikl- ar á yfirlýsingum okkar enda þessar að- stæður óvenjulegar fyrir fjöldauppsagnir. Ég man líka að nálablókin var skyndilega komin með nálakörfuna fram i vistarver- ur hásetanna hvernig í ósköpunum sem það hafði gerst. Nálablókin kvaðst stað- ráðin í því að gera körfuna klára fyrir næstu vakt svo að helvítis yfirmennirnir hefðu ekki upp á sig að klaga. „Karfan skal verða klár þó að ég verði að vinda í síðustu nálarnar í bjarghringn- um,” sagði blókin. Hásetarnir tóku þess- ari skyldurækni af miklum áhuga og fóru að kalla eftir nálum þar sem þeir lágu undir sængunum hver í sinni koju og nálablókin þeytti nálunum í allar áttir. Það skyldi enginn hafa það á hann að hann stæði ekki sína pligt. Hrokkinhærði pokamaðurinn sat við borðið í háseta- klefanum og orti kvæði um skipstjórann. Við fengum að heyra eina og eina línu. Bátsmaðurinn og bróðirinn brosmildi héldu áfram að segja brandara og hlæja og af og til tóku þeir lagið. „Hif opp æpti karlinn ...” Að lokum seig þó værð yfir samkvæm- ið enda segir einn plastbrúsi ekki mikið ofan í heila vakt. Brátt var bátsmanns- vaktin sofnuð meðan skipið veltist og endastakkst áfram í átt að Skagagrunni. Þegar við vöknuðum var byrjað að toga. Hin vaktin með annan stýrimann í broddi fylkingar hafði farið á dekkið um nóttina og komið trollinu í sjóinn. Nú voru þeir á leið i koju, skipstjórinn var kominn í brúna. Það var glas, við skreiddumst út á dekk og tókum til við störf okkar. Suinum var tíðförult út að borðstokknum, annars var allt eins og áður. Það var lítið um fisk í þetta skipti og aðgerðin tók ekki langa stund. Þegar við komum inn bárust skilaboð frá skipstjór- anum; bátsmaðurinn var beðinn að koma þegar í stað upp i brú. Hann skálmaði fram og upp stigann og gaf sig fram í brúnni þungur á brún með hugann full- an af hryllingssögum um refsingar við agabrotum úti á hafi. Skipstjórinn stóð við gluggann og horfði út í bræluna og þegar bátsmaður kom í dyrnar sagði hann: „Gott að þú komst, væni minn. Sjáðu nú þetta.” „Ég sé ekki neitt, hvern andskotann meinarðu?” sagði bátsmaðurinn þungur á brún. ,Jú,sjáðu nú til,” sagði skipstjórinn. „Við fengum á okkur brot í nótt og rúð- urnar eru í maski hérna bakborðsmegin. Ertu ekki til með að laga þetta einhvern veginn væni minn?” Bátsmaðurinn var dálitla stund að átta sig enda eftir sig eftir gleðskapinn en svo léttist á honum brúnin og hann lofaði að gera við þetta fljótt og vel. „Alveg sjálfsagt.” Svo fór bátsmaðurinn aftur niður i messa og kallaði á hrokkinhærða poka- manninn sér til aðstoðar og þeir lögðu af stað til að leysa vanda skipstjóra síns. Eftir í messanum sátu hásetarnir af báts- mannsvaktinni. Þrir þeirra spiluðu manna. Nálablókin sat í horninu út við síðuna og fletti dönsku myndablaði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.