Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 18
Á ndmskeiði í Slysavarnaskálcnium með þessi námskeið en þeir vissu ráð við því. Skólinn þurfti einfaldlega að eignast skip. Og ríkið átti skip, að vísu bilað en þó siglingahæft. Þetta var varðskipið Þór en önnur aðalvél þess hafði orðið ónýt og því verið lagt árið 1982. Þetta var þó ekki alvarlegra en svo að íslenskir at- hafnamenn höfðu freistað þess að eignast skipið en þeir ætluðu að gera það klárt sem aðstoðarskip fyrir olíuborpalla. Af því varð þó ekki. Á endanum var það Albert Guðmunds- son, þáverandi fjármálaráðherra, sem seldi Slysavarnafélagi íslands gamla Þór á eitt þúsund krónur. Slysavarnafélagið hafði til margra ára átt björgunarskútu sem bar nafnið Sæ- björg og var ákveðið að hið nýja skip fé- lagsins skyldi fá það nafn. Sæbjörg breytti miklu fyrir Slysavarna- skólann. Að vísu heyrðust þær raddir sem sögðu, að vegna þess að önnur aðal- vél skipsins væri ónýt, myndi það ekki komast inn á nema fáeinar hafnir lands- ins. Reyndin varð þó önnur. Frá því Sæ- björgin fór í sína fyrstu ferð fyrir skólann í maí 1987 - en þá voru Vestmannaeyjar heimsóttar - og þar til við hættum að nota skipið 1998, fórum við inn á 38 hafnir og aðeins þrjú sumur á þessu ára- bili var ekkert siglt. Yfir vetrartimann var aldrei lagt úr höfn enda erfitt að flækjast með skólaskip í vondum veðrum, búnað- urinn þolir ekki öll þau læti þótt allt sé klárt og sjóbúið. En skipið var fljótt að sanna gildi sitt og Slysavarnaskólinn efldist til muna við tilkomu þess. En Sæbjörgin var komin til ára sinna, smíðuð 1951, og þegar frá leið gerðist æ erfiðara að fá varahluti i vél- og rafbúnað, loftstýribúnaður tók að bila og tæring gerði vart við sig. Að lokum var orðið óverjandi að leggja úr höfn og ekki um annað að ræða en að fá annað skip - því skip urðum við að hafa. Það hafði Sæbjörgin, þótt gömul væri og lúin, sýnt svo ekki varð um villst. “ Akraborg verður Sæbjörg „Vörið 1991 voru sett sérstök lög um Slysavarnaskólann. Um leið varð hann hluti hins almenna skólakerfis í landinu og ríkissjóður tók að sér að greiða rekstr- arkostnað hans. Um haustið, þetta sama ár, tók ég við skólastjórninni af Þóri Gunnarssyni sem hafði tekið við af Þorvaldi þegar hann hætti 1989. Ég var áður skipstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins og hafði lengst af verið í strandsiglingum. Þegar ég kom til félagsins voru miklar bollaleggingar um að bæta við annarri kennslustofu með því að byggja ofan á Sæbjörgina en það reyndist ekki vænleg- ur kostur. Staðreyndin var sú að við vor- um í brýnni þörf fyrir nýtt skip. Um þetta leyti var ríkið að hætta skipaútgerð en það átti þrjú flutninga- skip. Vissulega veltu menn því fyrir sér hvort eitthvert þeirra gæti leyst Sæbjörg- ina af hólnti en það hefði kostað alltof mikið fé að breyta einhverju þeirra í skólaskip. Þá var tekið að svipast um og meðal annars skoðuð fiskiskip en ég var alltaf á þeirri skoðun að ferja myndi henta okk- ur best þvi þar var að finna farþegasali sem var þægilegt að breyta eftir okkar höfði. En markaðurinn var fátækur af slíkum skipum. Við fundum þó eina ferju til sölu í Noregi en við skoðun kom í ljós að hana skorti meðal annars stöð- ugleika til siglinga við íslandsstrendur. Þetta hafði ekki komið að sök hjá Norð- mönnunum, sem notuðu ferjuna innan- skerja, en við höfðum annað í huga. Fagranesið var einnig um tíma undir smásjánni. Að vísu þótti okkur það nokkuð lítið en ætluðum ekki að setja það fyrir okkur. Um síðir strandaði rnálið á því að eigendur Fagranessins vildu hafa það áfram i rekstri yfir sumartímann sem kom illa heim og saman við starfsemi Slysavarnaskólans. Svo réðust menn í að sprengja Hval- fjarðargöng og þar með voru dagar Akra- borgarinnar, sem ferjuskips á rnilli Akra- ness og Reykjavíkur, taldir. Ég man að ég var kallaður á fund með Halldóri Blöndal, samgöngumálaráð- herra, en þar voru líka Ragnhildur Hjaltadóttir, Kristján Ragnarsson og Guðjón A. Kristjánsson, sem þá var for- seti Farmanna- og fiskimannasambands- ins og jafnframt í skólanefnd Slysavarna- skólans. Á þessum fundi var meðal ann- ars rætt um Sæbjörgina og að hún yrði senn úr leik, einfaldlega vegna aldurs. Þá kom upp í umræðunni hvort Akraborgin væri ekki föl og í framhaldinu lét ráð- herra kanna þann valkost. Niðurstaðan varð sú að 12. júlí 1998 afhenti Halldór Blöndal Slysavarnafélagi íslands Akra- borgina til eignar. Þær raddir heyrðust að Akraborgin væri of stór fyrir okkur enda engin smá- 18 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.