Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Page 22
Hafnar- og hafnsögumenn í Félag skipstjórnarmanna Víkingur hitti tvo málhressa hafnsögu- menn norður á Akureyri og tók þá tali, einkum til að forvitnast um vaxandi sókn hafnsögumanna í Félag skipstjórn- armanna. „Ástæðurnar eru einfaldar,” segja þeir félagar, Jóhannes Antonsson og Vignir Traustason. „Annars vegar teljum við að skipstjórnarlærðir menn eigi allir að vera í sama félagi, hvort heldur þeir stjórna fraktskipi, fiskiskipi eða hafnsögubáti. Hins vegar trúum við því að launin muni batna enda er farið fram á ákveðna fagmenntun til þessa starfs en sú krafa er gerð til hafnsögumanna að þeir séu skip- stjórnarlærðir, með að minnsta kosti 2. stigs skipstjórnarréttindi. Og skiptir þá ekki máli hvort höfnin er með skyldu- lóðs eða ekki.” „Hver skollinn er skyldulóðs?” grípur Víkingur fram í og verður eins og fálki í framan. „Það þýðir einfaldlega að skipstjórar verða að fá hafnsögn,” útskýra Jóhannes og Vignir. „Hér á Akureyri er ekki skyldulóðs. Skipstjórar ráða hvort þeir kalla á okkur eða ekki. Engu að síður erum við með um eitt hundrað hafnsög- ur á ári. Um 70% allra skemmtiferðaskip- anna, sem hér koma, kalla á okkur, ýmist til að komast að bryggju eða frá, eða hvort tveggja. Öll olíuskipin leita til okk- ar en þau koma nálægt tíu sinnum á ári. Og svona mætti áfram telja. Auk þessa erum við með dráttarbáta- þjónustu. Við aðstoðum skip að og frá bryggju. Einnig þjónustum við Slippinn í sambandi við flotkvína og dráttarbraut- ina. Við höfum þvl i nógu að snúast og skiljanlegt að hafnaryfirvöld geri kröfu um að við séum með skipstjórnarrétt- indi. Sem er reyndar sama krafa og marg- ar aðrar hafnir gera. Það eru því skipstjórar sem standa hafnsöguvaktir hér á íslandi og við finn- um greinilega fyrir því, sérstaklega meðal yngri hafnsögumanna, að þeim finnst rétt að vera í sínu fagfélagi en ekki í starfsmannafélagi viðkomandi bæjarfé- lags.” Jóhannes Antonsson (til vinstri) og Vignir Traustason við hafnsöguhátinn Sleipni. í baksýn er Frosti ÞH. 22 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.