Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 22
Hafnar- og hafnsögumenn í Félag skipstjórnarmanna Víkingur hitti tvo málhressa hafnsögu- menn norður á Akureyri og tók þá tali, einkum til að forvitnast um vaxandi sókn hafnsögumanna í Félag skipstjórn- armanna. „Ástæðurnar eru einfaldar,” segja þeir félagar, Jóhannes Antonsson og Vignir Traustason. „Annars vegar teljum við að skipstjórnarlærðir menn eigi allir að vera í sama félagi, hvort heldur þeir stjórna fraktskipi, fiskiskipi eða hafnsögubáti. Hins vegar trúum við því að launin muni batna enda er farið fram á ákveðna fagmenntun til þessa starfs en sú krafa er gerð til hafnsögumanna að þeir séu skip- stjórnarlærðir, með að minnsta kosti 2. stigs skipstjórnarréttindi. Og skiptir þá ekki máli hvort höfnin er með skyldu- lóðs eða ekki.” „Hver skollinn er skyldulóðs?” grípur Víkingur fram í og verður eins og fálki í framan. „Það þýðir einfaldlega að skipstjórar verða að fá hafnsögn,” útskýra Jóhannes og Vignir. „Hér á Akureyri er ekki skyldulóðs. Skipstjórar ráða hvort þeir kalla á okkur eða ekki. Engu að síður erum við með um eitt hundrað hafnsög- ur á ári. Um 70% allra skemmtiferðaskip- anna, sem hér koma, kalla á okkur, ýmist til að komast að bryggju eða frá, eða hvort tveggja. Öll olíuskipin leita til okk- ar en þau koma nálægt tíu sinnum á ári. Og svona mætti áfram telja. Auk þessa erum við með dráttarbáta- þjónustu. Við aðstoðum skip að og frá bryggju. Einnig þjónustum við Slippinn í sambandi við flotkvína og dráttarbraut- ina. Við höfum þvl i nógu að snúast og skiljanlegt að hafnaryfirvöld geri kröfu um að við séum með skipstjórnarrétt- indi. Sem er reyndar sama krafa og marg- ar aðrar hafnir gera. Það eru því skipstjórar sem standa hafnsöguvaktir hér á íslandi og við finn- um greinilega fyrir því, sérstaklega meðal yngri hafnsögumanna, að þeim finnst rétt að vera í sínu fagfélagi en ekki í starfsmannafélagi viðkomandi bæjarfé- lags.” Jóhannes Antonsson (til vinstri) og Vignir Traustason við hafnsöguhátinn Sleipni. í baksýn er Frosti ÞH. 22 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.