Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 35
í eldhúsinu hjá Friðriki V: Ljósmyndir: Mynclrún/RÞH Þorskur Porskur hefur einhverra hluta vegna ekki verið fyrsta val þegar landinn velur sér fisk að elda, ég skal ekki segja af hverju en maður hefur heyrt svona setn- ingar; „ég vann nú í garnla daga við að verka þorsk og hef þess vegna ekki á- huga á að borða hann,“ eða, „hringorm- urinn í þorskinum er svo ógirnilegur." Einnig hef ég heyrt (og þessi skýring finnst mér sennilegust) að í gamla daga vorunt við alin upp við ýsuát og sífelldan áróður urn að hún væri miklu betri en þorskurinn en þetta var kænskubragð til að flytja mætti út meiri þorsk en ella vegna þess að hann var eftirsóttur af út- lendingum og gaf okkur nánast allan þann gjaldeyri er þjóðin aflaði. Til dæmis fórum við fyrst að fá rauðvín til landsins frá Spáni í skiptum fyrir saltaðan þorsk. Við Miðjarðarhafið er þorskur rnunað- arvara sem greiða þarf hátt verð fyrir. Þess má geta að þar sem ekki er hefð fyrir ferskunt (ósöltuðum) eða frosnum þorski þar þekkist hann einungis saltað- ur en úlvatnaður þannig að allt salt er úr, það er að segja í bragðinu. Orðið Bacalao sem margir halda að þýði saitfiskur þýðir hins vegar bara þorskur. Enn eymir eftir af þessurn kenjum landans sem sést kannski best á að erfitt getur reynst að fá ferskan og jafnvel fros- inn þorsk i stórmörkuðum og fiskborð- unt. Þorskurinn verður þó alltaf vinsælli og vinsælli á matseðlum veitingastaða hérlendis, hvort sem um ræðir ferskan eða saltaðan. Og hann vekur jafnan hrifn- ingu gesta, alla vega þar sem ég þekki til. Þess má einnig geta að á Fiskidaginn mikla sl., þar sem ég og mitt fólk grilluð- um ásami fjölda annarra sjálfboðaliða, var á boðstólum meðal annars bæði saltur og ferskur þorskur og hvoru tveggja mæltist vel fyrir og vakti hrifningu gesta. Að mínu mati er þorskurinn mun skemmtilegri í flesta matargerð en ýsan þrátt fyrir að soðin ýsa upp á gantla mát- ann sé alltaf góð. Hér á eftir eru upp- skriftir að skemmtilegum nútímalegum réttum úr þorski sem auðvelt er að elda heirna og hafa vakið hrifningu yngri sem eldri í mínu eldhúsi. Pönnusteiktur þorskur með sesamfræum, tzatziki og súrsætri sveppasósu f. 4-6 rnann 4-6 þorskstykki (180gr. ) bein og roðlaus 1 eggjahvíta salt og pipar 1/2 dl sesamfræ 2 msk sesamolía olía til steikingar Aðferð Þeytið eggjahvíturnar létt, veltið þorsk- inum upp úr þeim og stráið sesam fræj- um yfir, hitið pönnu vel, hellið sesamolí- unni ásamt hinni olíunni út á pönnuna og steikið fiskinn á meðal-hita (snúið roð hliðinni upp) þangað til stykkið er gullið að lit. Þá er fiskurinn tekinn af pönnunni og látinn standa í 140°c heit- um ofni í lO.mín. Gott er að gera sósuna og meðlætið áður en fiskurinn er steiktur Súrsæt sveppasósa 3 dl vatn (eða fisksoð) 1 dl hvítvínsedik 1 dl sykur 1 msk tómatpurré 1/2 sítróna 1 laukur maisenamjöl til þykkingar 100 gr sveppir 2 msk sesamolía 2 msk steinselja Aðferð Sjóðið vatn eða soð ásamt ediki, sykri, purré, sítrónu, lauk í 30-40 mín, sigtið og jafnið með masienamjöli og skerið sveppina niður í sneiðar og brúnið í sesamolíunni. Stráið steinselju yfir og setjið út í sósuna. Tzatziki 1 agúrka 1 jógúrt 2 söxuð hvítlauksrif 2 msk saxað ferskt dill 3 svört piparkorn 4 kórianderfræ salt Aðferð Skerið agúrkuna í 5 mm þykkar sneið- ar, stingið kjarnan úr og saltið létt. Hrær- ið jógúrtið út með söxuðum hvítlaukn- um og dillinu. Maukið fræin í merteli og blandið saman við jógúrtið. Raðið agúrk- unum, ca. 4-5 sneiðum, upp í turn, setjið á diskinn ásamt þorskinum og sósunni. Gott er að bera fram steikt grænmeti með þessum rétti. Þorskur í tortillaköku Fyrir 4 til 6 600 til 800 g þorskhnakkastykki ] búnt steinselja, söxuð 4 til 6 tortillakökur olía, salt, pipar vatn Aðferð: Rennbleytið tortillakökuna í vatninu, kryddið þorskstykkin með salti og pipar. Veltið þeim upp úr saxaðri steinseljunni áður en stykkjunum er rúllað þétt inn í tortillakökurnar. Komið tortillakökunum fyrir á smurðri ofn- plötu og setjið í 200°C heitan ofn í 12 mín. Berið frarn með steiktu grænmeti, hrísgrjónum og salsasósu.). Sjómannablaðið Víkingur - 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.