Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Síða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Síða 58
Erfiðleikar í pólskum skipasmíðaiðnaði Það er ekki nóg að hafa mikið að gera í skipasmíði því fjár- hagurinn gæti engu að síður verið í rúst. Þannig er komið fyrir skipasmiðum í Póllandi þrátt fyrir góða verkefnastöðu. Pólska ríkisstjórnin hefur verið að leita að erlendum fjárfestum að skipasmíðastöðvum sem eru í fjárhagsvandræðum og tíminn er naumur. Þingkosningar fara fram í september og forsetakosn- ingar mánuði síðar. í síðustu viku misstu þeir af fjármögnun fyrir Gdynia skipasmíðastöðina og vélaframleiðandann H Ceg- ielski Poznan þegar MSC skipafélagið og Ray Shipping drógu sig til baka úr viðræðum um að koma með aukið fjármagn inn i rekstur þessa fyrirtækja. Ray shipping er í eigu ísraela Rami Ungar að nafni en hann ku eiga 16% í Gdynia skipasmíðastöð- inni. Ástæðuna fyrir því að þessir aðilar drógu sig út mátti rekja til þess að viðskipa- og iðnaðarráðherra Póllands vildi að samningur um fjármögnun næði til fleiri skipasmíðastöðva inn- an Polish Shipyards Corp en hinir fyrrnefndu höfðu engan áhuga á. Á hálfu ári tapaði Gdynia Shipyard 19,9 milljónum dollara. Léleg laun Við höfum nokkuð orðið vör um umræðuna um láglaunafólk sem vinnur á allt öðrum kjörum en íslensku verkalýðsfélögin hafa samið um og þetta hefur verið gert í skjóli erlendra vinnu- miðlunarfyrirtækja. Nýlega kom upp mál hjá Irish Ferries þar sem filippínskur snyrtifræðingur neitaði að yfirgefa skip sem hún starfaði á vegna þess að hún hafði einungis fengið greitt 1 evru á tímann fyrir störf sín. Stéttarfélag sjómanna á írlandi, Siptu, tóku að sér mál konunnar sem hafði fengið þessi lúsa- laun fyrir 12 tíma vinnudag, sjö daga vikunnar og aðeins þrjá frídaga á mánuði. Útgerðarfyrirtækið lýsti því yfir að konan væri ekki starfsmaður þeirra heldur tilheyrði erlendri vinnu- miðlun. Þrátt fyrir það endaði málið á þann veg að konan fékk laun sín leiðrétt með 425 þúsund evra greiðslu auk 25 þúsund evru eingreiðslu og sex inánaða orlofi. Deilur hafa verið í gangi milli Irish Ferries og Siptu varðandi ráðningar útgerðar- innar á láglaunasjómönnum frá Austur Evrópu og Filippseyj- um. Kjaftakerfi strandgæslunnar Kerfi það sem bandaríska strandgæslan tók upp varðandi ábendingar um vísvitandi mengun hefur gefið mörgurn sjó- manninum góðar fjárfúlgur. Það sem hér er á ferðinni er að þeir skipverjar sem kjafta frá þegar olíu eða rusli er hent í sjó- inn frá skipi eru verðlaunaðir með því að fjórðungur sektarupp- hæðarinnar rennur til þeirra sem tilkynna um atburðinn. Fyrr á þessu ári upplýstu fjórir filippínskir skipverjar á gríska stór- flutningaskipinu Katerina strandgæsluna á Long Beach að þeim hefði verið fyrirskipað að varpa olíuúrgangi fyrir borð í banda- rískri landhelgi. Áhöfn skipsins var þegar handtekin og voru þeir í haldi í marga mánuði. Þegar þeir mættu fyrir dómara voru þeir í handjárnum jafnvel þótt hluti þeirra væru einungis vitni í málinu. Varð það tilefni að formlegri kvörtun frá ríkis- stjórn Filippseyja vegna meðferðarinnar á sjómönnunum sem farið var með sem ótínda glæpamenn. Dómsniðurstaðan varð sú að þrír skipverjar hlutu fangelsis- dóma, skipstjóri og yfirvélstjóri fengu 8 mánuði og annar vél- stjóri 14 mánuði. Þá var útgerð skipsins sektuð um eina millj- ón dollara og því kom í hlut skipverjanna fjögurra 250 þúsund dollarar sem þeir skipta á milli sín. Kom því í hlut hvers þeirra 3,8 milljónir ÍKR sem eru á við fjögurra ára laun þessa manna. Ebay Eflaust hafa allir þeir sem hafa aðgang að internetinu ein- hvern tíma komist í tæri við ebay. Þar fæst allt milli hirnins og jarðar ef svo má að orði komast en ekki áttu menn þó von á því að þar yrði boðið til sölu skip. í júlí mátti finna hvorki rneira né minna en 2152 BT ísbrjót til sölu. Skipið var smíðað árið 1959 og eigandi þess Dan Burry datt þetta snjallræði í hug. Upphafsboð í skipið var 1 milljón dollara. Tilboðum í skipið átti að ljúka kl. 14:32 þann 4 ágúst sl. Ekki liggur fyrir hvort tekist hafi að selja skipið. Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur Tæki, vír og fylgihluti ESAB rafsuðubúnaður fyrir þig Skútuvogi 6 104 Reykjavík Danfoss hf Sími 5104100 www.danfoss.is KEMHYDRO - salan Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 Tæringarvarnarefni fyrir gufukatla

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.