Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 58
Erfiðleikar í pólskum skipasmíðaiðnaði Það er ekki nóg að hafa mikið að gera í skipasmíði því fjár- hagurinn gæti engu að síður verið í rúst. Þannig er komið fyrir skipasmiðum í Póllandi þrátt fyrir góða verkefnastöðu. Pólska ríkisstjórnin hefur verið að leita að erlendum fjárfestum að skipasmíðastöðvum sem eru í fjárhagsvandræðum og tíminn er naumur. Þingkosningar fara fram í september og forsetakosn- ingar mánuði síðar. í síðustu viku misstu þeir af fjármögnun fyrir Gdynia skipasmíðastöðina og vélaframleiðandann H Ceg- ielski Poznan þegar MSC skipafélagið og Ray Shipping drógu sig til baka úr viðræðum um að koma með aukið fjármagn inn i rekstur þessa fyrirtækja. Ray shipping er í eigu ísraela Rami Ungar að nafni en hann ku eiga 16% í Gdynia skipasmíðastöð- inni. Ástæðuna fyrir því að þessir aðilar drógu sig út mátti rekja til þess að viðskipa- og iðnaðarráðherra Póllands vildi að samningur um fjármögnun næði til fleiri skipasmíðastöðva inn- an Polish Shipyards Corp en hinir fyrrnefndu höfðu engan áhuga á. Á hálfu ári tapaði Gdynia Shipyard 19,9 milljónum dollara. Léleg laun Við höfum nokkuð orðið vör um umræðuna um láglaunafólk sem vinnur á allt öðrum kjörum en íslensku verkalýðsfélögin hafa samið um og þetta hefur verið gert í skjóli erlendra vinnu- miðlunarfyrirtækja. Nýlega kom upp mál hjá Irish Ferries þar sem filippínskur snyrtifræðingur neitaði að yfirgefa skip sem hún starfaði á vegna þess að hún hafði einungis fengið greitt 1 evru á tímann fyrir störf sín. Stéttarfélag sjómanna á írlandi, Siptu, tóku að sér mál konunnar sem hafði fengið þessi lúsa- laun fyrir 12 tíma vinnudag, sjö daga vikunnar og aðeins þrjá frídaga á mánuði. Útgerðarfyrirtækið lýsti því yfir að konan væri ekki starfsmaður þeirra heldur tilheyrði erlendri vinnu- miðlun. Þrátt fyrir það endaði málið á þann veg að konan fékk laun sín leiðrétt með 425 þúsund evra greiðslu auk 25 þúsund evru eingreiðslu og sex inánaða orlofi. Deilur hafa verið í gangi milli Irish Ferries og Siptu varðandi ráðningar útgerðar- innar á láglaunasjómönnum frá Austur Evrópu og Filippseyj- um. Kjaftakerfi strandgæslunnar Kerfi það sem bandaríska strandgæslan tók upp varðandi ábendingar um vísvitandi mengun hefur gefið mörgurn sjó- manninum góðar fjárfúlgur. Það sem hér er á ferðinni er að þeir skipverjar sem kjafta frá þegar olíu eða rusli er hent í sjó- inn frá skipi eru verðlaunaðir með því að fjórðungur sektarupp- hæðarinnar rennur til þeirra sem tilkynna um atburðinn. Fyrr á þessu ári upplýstu fjórir filippínskir skipverjar á gríska stór- flutningaskipinu Katerina strandgæsluna á Long Beach að þeim hefði verið fyrirskipað að varpa olíuúrgangi fyrir borð í banda- rískri landhelgi. Áhöfn skipsins var þegar handtekin og voru þeir í haldi í marga mánuði. Þegar þeir mættu fyrir dómara voru þeir í handjárnum jafnvel þótt hluti þeirra væru einungis vitni í málinu. Varð það tilefni að formlegri kvörtun frá ríkis- stjórn Filippseyja vegna meðferðarinnar á sjómönnunum sem farið var með sem ótínda glæpamenn. Dómsniðurstaðan varð sú að þrír skipverjar hlutu fangelsis- dóma, skipstjóri og yfirvélstjóri fengu 8 mánuði og annar vél- stjóri 14 mánuði. Þá var útgerð skipsins sektuð um eina millj- ón dollara og því kom í hlut skipverjanna fjögurra 250 þúsund dollarar sem þeir skipta á milli sín. Kom því í hlut hvers þeirra 3,8 milljónir ÍKR sem eru á við fjögurra ára laun þessa manna. Ebay Eflaust hafa allir þeir sem hafa aðgang að internetinu ein- hvern tíma komist í tæri við ebay. Þar fæst allt milli hirnins og jarðar ef svo má að orði komast en ekki áttu menn þó von á því að þar yrði boðið til sölu skip. í júlí mátti finna hvorki rneira né minna en 2152 BT ísbrjót til sölu. Skipið var smíðað árið 1959 og eigandi þess Dan Burry datt þetta snjallræði í hug. Upphafsboð í skipið var 1 milljón dollara. Tilboðum í skipið átti að ljúka kl. 14:32 þann 4 ágúst sl. Ekki liggur fyrir hvort tekist hafi að selja skipið. Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur Tæki, vír og fylgihluti ESAB rafsuðubúnaður fyrir þig Skútuvogi 6 104 Reykjavík Danfoss hf Sími 5104100 www.danfoss.is KEMHYDRO - salan Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 Tæringarvarnarefni fyrir gufukatla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.