Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Page 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Page 64
Samskip færa út kvíarnar Samskip hafa byggt upp heildarþjón- ustu við sjávarútveginn, bæði hérlendis og erlendis og hafa styrkt stöðu sína verulega á síðustu misserum, m.a. með kaupum á erlendum flutningafyrirtækj- um. í vor gengu Samskip frá kaupum á frystiflutninga- og geymslustarfsemi Kloosterboer í Hollandi. Þar með eign- uðust Samskip fjórar frystigeymslur í Evrópu og er heildargeymslurýmið 84 þúsund tonn. Frystigeymslurnar eru staðsettar í Álasundi í Noregi, Kollafirði í Færeyjum og í IJmuiden og Rotterdam í Hollandi. Með kaupum Samskipa á Geest North Sea Line fyrr á árinu bættist umtalsvert magn 45 feta gáma í flota fé- lagsins, þ.á.m. 45 feta kæligámar, svokólluð Coolboxx, sem eiga vaxandi vinsældum að fagna enda hefur notkun þeirra gefið mjðg góða raun. Áframhald- andi þróun á þeim í tengslum við flutn- inga á kældum sjávarafurðum er í bígerð hjá Samskipum og er það liður í áform- um félagsins um frekari uppbyggingu er- lendis. Tíðari ferðir á milli Islands og Evrópu Fjögur gámaflutningaskip sinna nú flutningum Samskipa á milli íslands og Evrópu. Á síðastliðnu ári bættust tvö skip við í áætlunarsiglingar hjá félaginu, Hvassafell og Akrafell. í ársbyrjun fengu Samskip svo afhent tvö ný gámaflutn- ingaskip, sem leystu af hólmi Arnarfell og Helgafell og geta nýju skipin flutt 908 tuttugu feta gámaeiningar. Arnarfell og Helgafell sigla frá Reykjavík á fimmtu- dögum til Immingham með viðkomu í Vestmannaeyjum og halda áfram til Rott- erdam, Cuxhaven, Varberg, Árósa og Þórshafnar í Færeyjum. Akrafell og Hvassafell sigla á mánu- dögurn frá Reykjavík áleiðis til Reyðar- fjarðar, Klaksvíkur, Immingham, Rotter- dam og þaðan til Reykjavíkur. Skipin hafa viðkomu í Immingham á Bret- landseyjum á laugardögum sem tryggir ferska vöru á mörkuðum í upphafi hverr- ar viku. Fjölgun skrifstofa í Asíu Fyrir skemmstu opnuðu Samskip nýja skrifstofu í Hochiminh í Víetnam og er það sú fjórða í Asíu, en fyrir eru skrif- stofur i Pusan í Suður-Kóreu og Qingdao og Dalian í Kína. Mjög vel hefur gengið hjá Samskipum í Asíu og er opnun skrif- stofunnar í Víetnam liður í að auka þjón- ustu við viðskiptavini og bjóða víðtækara flutningsnet. í nágrenni Hochiminh er miðstöð fiskvinnslu í Víetnam og hefur fiskvinnsla þar aukist mikið. Fjölnota frystivörumiðstöð og löndunarþjónusta Samskip bjóða upp á löndunarþjón- ustu í Reykjavík en þar eru ísheimar, fjölnota frystivörumiðstöð, sem hýsir frystar afurðir, bæði í minni og stærri förmum, samtals um 6.000 tonn. Hægt er að landa farminum beint inn í mið- stöðina eða lesta hann í millilandaskip Samskipa til útflutnings. í frystivöru- miðstöðinni er 500m2 þjónusturými fyr- ir sýnatökur og skoðun farms og 1.000m2 afgreiðslurými. Öll bretti eru plöstuð, strikamerkt og skráð rafrænt inn og úl úr geymslunni. Nýlega festu Samskip einnig kaup á ís- stöðinni á Dalvík ásamt 1.000 tonna frystigeymslu og geta Samskip nú boðið viðskiptavinum enn betri þjónustu þegar kemur að sjávarútvegi. Öflugt landflutningakerfi Samskip hafa byggt upp öflugt flutn- ingsnet á íslandi með skrifstofur í öllum landshlutum og umboðsmenn um land allt. Með tíðum ferðurn á alla helstu þéttbýlisstaði á íslandi tryggja Landflutn- ingar-Samskip ferskleika vörunnar. Brottfarir eru til Reykjavíkur daglega og með vel útbúnum flutningabílum geta Landflutningar-Samskip flutt vöruna í veg fyrir millilandaskip félagsins sem koma henni á markaði um allan heim. Nýir frystigámar Að undanförnu hefur markvisst verið unnið að endurnýjun og stækkun frysti- gámaflota Samskipa og nú er svo komið að rúmlega 40% gámanna eru tveggja ára eða yngri. Það eykur áreiðanleika þjón- ustunnar og gæði í flutningum. 64 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.