Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Qupperneq 64
Samskip færa út kvíarnar Samskip hafa byggt upp heildarþjón- ustu við sjávarútveginn, bæði hérlendis og erlendis og hafa styrkt stöðu sína verulega á síðustu misserum, m.a. með kaupum á erlendum flutningafyrirtækj- um. í vor gengu Samskip frá kaupum á frystiflutninga- og geymslustarfsemi Kloosterboer í Hollandi. Þar með eign- uðust Samskip fjórar frystigeymslur í Evrópu og er heildargeymslurýmið 84 þúsund tonn. Frystigeymslurnar eru staðsettar í Álasundi í Noregi, Kollafirði í Færeyjum og í IJmuiden og Rotterdam í Hollandi. Með kaupum Samskipa á Geest North Sea Line fyrr á árinu bættist umtalsvert magn 45 feta gáma í flota fé- lagsins, þ.á.m. 45 feta kæligámar, svokólluð Coolboxx, sem eiga vaxandi vinsældum að fagna enda hefur notkun þeirra gefið mjðg góða raun. Áframhald- andi þróun á þeim í tengslum við flutn- inga á kældum sjávarafurðum er í bígerð hjá Samskipum og er það liður í áform- um félagsins um frekari uppbyggingu er- lendis. Tíðari ferðir á milli Islands og Evrópu Fjögur gámaflutningaskip sinna nú flutningum Samskipa á milli íslands og Evrópu. Á síðastliðnu ári bættust tvö skip við í áætlunarsiglingar hjá félaginu, Hvassafell og Akrafell. í ársbyrjun fengu Samskip svo afhent tvö ný gámaflutn- ingaskip, sem leystu af hólmi Arnarfell og Helgafell og geta nýju skipin flutt 908 tuttugu feta gámaeiningar. Arnarfell og Helgafell sigla frá Reykjavík á fimmtu- dögum til Immingham með viðkomu í Vestmannaeyjum og halda áfram til Rott- erdam, Cuxhaven, Varberg, Árósa og Þórshafnar í Færeyjum. Akrafell og Hvassafell sigla á mánu- dögurn frá Reykjavík áleiðis til Reyðar- fjarðar, Klaksvíkur, Immingham, Rotter- dam og þaðan til Reykjavíkur. Skipin hafa viðkomu í Immingham á Bret- landseyjum á laugardögum sem tryggir ferska vöru á mörkuðum í upphafi hverr- ar viku. Fjölgun skrifstofa í Asíu Fyrir skemmstu opnuðu Samskip nýja skrifstofu í Hochiminh í Víetnam og er það sú fjórða í Asíu, en fyrir eru skrif- stofur i Pusan í Suður-Kóreu og Qingdao og Dalian í Kína. Mjög vel hefur gengið hjá Samskipum í Asíu og er opnun skrif- stofunnar í Víetnam liður í að auka þjón- ustu við viðskiptavini og bjóða víðtækara flutningsnet. í nágrenni Hochiminh er miðstöð fiskvinnslu í Víetnam og hefur fiskvinnsla þar aukist mikið. Fjölnota frystivörumiðstöð og löndunarþjónusta Samskip bjóða upp á löndunarþjón- ustu í Reykjavík en þar eru ísheimar, fjölnota frystivörumiðstöð, sem hýsir frystar afurðir, bæði í minni og stærri förmum, samtals um 6.000 tonn. Hægt er að landa farminum beint inn í mið- stöðina eða lesta hann í millilandaskip Samskipa til útflutnings. í frystivöru- miðstöðinni er 500m2 þjónusturými fyr- ir sýnatökur og skoðun farms og 1.000m2 afgreiðslurými. Öll bretti eru plöstuð, strikamerkt og skráð rafrænt inn og úl úr geymslunni. Nýlega festu Samskip einnig kaup á ís- stöðinni á Dalvík ásamt 1.000 tonna frystigeymslu og geta Samskip nú boðið viðskiptavinum enn betri þjónustu þegar kemur að sjávarútvegi. Öflugt landflutningakerfi Samskip hafa byggt upp öflugt flutn- ingsnet á íslandi með skrifstofur í öllum landshlutum og umboðsmenn um land allt. Með tíðum ferðurn á alla helstu þéttbýlisstaði á íslandi tryggja Landflutn- ingar-Samskip ferskleika vörunnar. Brottfarir eru til Reykjavíkur daglega og með vel útbúnum flutningabílum geta Landflutningar-Samskip flutt vöruna í veg fyrir millilandaskip félagsins sem koma henni á markaði um allan heim. Nýir frystigámar Að undanförnu hefur markvisst verið unnið að endurnýjun og stækkun frysti- gámaflota Samskipa og nú er svo komið að rúmlega 40% gámanna eru tveggja ára eða yngri. Það eykur áreiðanleika þjón- ustunnar og gæði í flutningum. 64 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.