Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 24
116
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Sverðmosinn hefur löngum verið talinn vera sjaldgæfur alls stað-
ar, sem hann vex, en hann er ekki auðfundinn nema vönum aug-
um, svo að þetta er sannleikur með varnagla. Á íslandi vissu menn
ekki betur en að hann yxi aðeins á þeim þrem stöðum, sem Mörch
og Steenstrup höfðu fundið hann á, þar til mosafræðingurinn
Hesselbo (1918) fann hann í Skarðsmýrarfjalli í Árnessýslu árið
1912 og á nokkrum stöðum undir Eyjafjöllum og í Fljótshlíð árið
1914. Tékkneski mosafræðingurinn Jan Smarda bætti við nokkrum
stöðum við Botnssúlur, Hvalfell og Skjaldbreið sumarið 1948, og
sumarið á eftir safnaði brezki grasafræðingurinn H. K. L. White-
liouse lifandi eintökum við Glym í Botnsdal og tók með sér til
Cambridge. Það sumar og hið næsta söfnuðu kona mín og ég mos-
anum á nýjum stöðum á Suður- og Suðvesturlandi. Enginn hefur
þó kannað útbreiðslu sverðmosans á íslandi ýtarlegar en síra Kári
Valsson, sem fann hann á um jtrem tugum nýrra staða á Suður-
og Suðvesturlandi árin 1950—1952, en auk jtess við Grettisbæli í
Hnappadalssýslu og við Hágöng í Suður-Þingeyjarsýslu. Og ekki
nóg með það, heldur leitaði hann mosans án árangurs á fjölda mó-
bergsfjalla allt frá Esjufjöllum og Kerlingafjöllum vestur og suður
um Rangárvallasýslu, svo að telja má víst, að í þeim fjöllum vaxi
sverðmosinn ekki. Hann er því jtekktur frá um 50 móbergsfjöll-
um, en sennilega vex hann að auki á Snæfellsnesi, jtótt enginn hafi
fundið hann jtar ennþá. Enginn efi er þó á, að þessi mosi vex víðar
en við vitum, enda fann Eyþór Einarsson hann í 630 m hæð yfir
sjó í Jökuldölum á Skaftártunguafrétt sumarið 1962.
Mosar hafa ekki átt upp á háborð íslenzkra grasafræðinga fvrr
en Bergþór Jóhannsson fór að skoða þá fyrir nokkrum árum, og
margar tegundir hafa verið misskildar eða gleymdar engu síður en
sverðmosinn. Það, sem gerir hann merkari en aðra mosa, er aftur
á móti sú staðreynd, að hann er einn hinna fáu tegunda, sem
hingað hafa komið vestan um haf, Jrví að flestir mosar og aðrar
jurtir íslenzkar eru austrænar eða svalviðrisjurtir.
Þegar gerðar eru rannsóknir á þróunarsögu jurtar og skyldleika
hópa hennar á ýmsum stöðum, athuga menn ekki aðeins hópana
sjálfa og bera Jxí saman, heldur skoða h'ka þær aðstæður, sem þcir
þurfa til að geta haldizt við og dreiízt, og eins breytingar á þessum
aðstæðum í fortíð og nútíð. Ef engar leifar frá fyrri tímum jarð-
sögunnar eru til af j^eirri jurt, sem skoða skal, er reynt að gera