Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 83
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
175
eystra, taldi heimilisfólkið hana komna þangað um 1935. Um sama
leyti var gulbráin komin til Akraness, Borgarness, Grindavíkur og
einnig í hlaðvarpa nokkurra bæja í Fnjóskadal og Ljósavatnsskarði.
Árið 1943 er hún kornin að Hemru í Skaftártungum. Árið 1944
finnur Ingimar Óskarsson gulbrána norður á Kópaskeri, og Stein-
dór Steindórsson getur hennar frá Króksfjarðarnesi, N.V. Að Laug-
um í Sælingsdal er gulbráin komin 1945. Á árunum 1954—1956
sá ég gulbrána í Sauðlauksdal, Hnífsdal og ísafjarðarkaupstað. Enn
fremur að Hellnum og Stapa á Snæfellsnesi, Breiðabólstaðahverfi
í Suðursveit og Flatey á Mýrum og Höln í Hornafirði. Sömuleiðis
á Seyðisfirði, Reyðarfirði, Búðum í Fáskrúðsfirði, við Egilsstaði,
Valþjófsstað og víðar á Héraði, og Hofteigi og Skjöldólfsstöðum á
Jökuldal. Mun gulbráin þá hafa verið búin að vaxa allmörg ár á
sumum stöðum, t. d. á Skjöldólfsstöðum, en þar var mikill við-
komustaður ferðamanna. Til Stakkahlíðar í Loðmundarfirði er
gulbráin komin árið 1955. Sumrin 1959 og 1960 sá ég gulbrána á
Þingeyri, Flateyri, ísafirði, í Patreksfjarðarkaupstað, að Sellátrum,
í Tröllatungu í Steingrímsfirði og við Héraðsskólann á Reykjanesi
við Djúp. Á Snæfellsnesi 1959 sá ég gulbrána að Búðum, Stakk-
hamri, Tröð, Glaumbæ, Neðri-Hóli, Tungu, Miklahrauni, Hömlu-
holti, Hrútsholti, Hvítárnesi, Flesjustöðum, Barðastöðum, Furu-
brekku og Brúarhrauni. Virtist mest af gulbránni á sjávarbæjun-
um; bendir það e. t. v. til þess, að hún hafi borizt með sjófluttum
varningi. Að Hólum í Eyjafirði, Skriðu og Fornhaga í Hörgárdal
og fleiri bæjum þar í grennd er hún komin um 1960. Einnig á
Svalbarðsströnd og út í Ásliól, Laufás, Hrísey og Dalvík. Sumarið
1960 sá ég gulbrána á 12 stöðum í Skagafirði og Húnavatnssýslu,
Jj. e. á Hrafnhóli í Hjaltadal, mikið; Varmahlíð; Sauðárkróki;
Blönduósi; Brekku (Au-Hún.), rnikið; Fagranesi; Forsæludal (í
Vatnsdal), mikið, hefur áreiðanlega vaxið þar lengi; Breiðabólstað;
Haukagili, mikið; Syðri-Kárastöðum; Gröf og Hvammstanga. Gul-
brá sást nálægt veiðimannakofa við vatnið í Langavatnsdal í Mýra-
sýslu sumarið 1962.
Þetta yfirlit sýnir, að gulbráin hefur numið land í öllum lands-
fjórðungum. Langmest er útbreiðslan á sunnanverðu landinu, og
Jjar vex líka mest í hverjum stað.
Gulbráin blómgast í júlí og fram á haust. Sáir sér árlega, að ég
hygg um land allt, en mest Jró í lágsveitum sunnanlands. Nú má