Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 150
242
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
t. d. Cladonia uncinalis í suðvesturhlið þúfunnar. Þetta gróðurfélag
finnst hér frá 300—500 m hæðar.
Tafla V, 15—18, sýnir tvær tegundir af krummalyngs-limsgróðri
(Empetrum hermaphroditum-Loiseleuria procumbens-sociation)
með gamburmosa. 15 og 16 eru frá Meyjarsæti. Er sjaldgæft að
rekast á þetta gróðurfélag svo lágt (í 200 m hæð, en venjulega er
það ofan við 400 m hæðarlínu), og er sennilega um að kenna snjó-
þyngslum í þrengslunum. Hér vaxa nokkrar plöntur, sem ekki vaxa
með limnum að öllu jöfnu, fyrst og fremst beitilyng (Calluna vul-
garis) og blóðberg (Thymus arcticus), en gróðurfélagið nær að beiti-
lyngsgróðrinum í hlíðum Ármannsfells. Á hina hliðina tók við
mosalyngs-limsgróðurfélag (Cassiope hypnoides-Loiseleuria pro-
cumbens-sociation), einnig með gamburmosa, sem svo breyttist í
gamburmosaþembu vestan í Meyjarsæti. Nr. 17 og 18 sýna krumma-
lyngs-limsgróður með gamburmosa og grámosa, eins og hann er al-
gengastur, og má venjulega finna hann á frekar opnum stöðum í
400—600 m hæð, t. d. á flötunum við rætur Skjaldbreiðar.
Uppi á Breiða er talsvert af aðalbláberjalyngsgróðri með grámosa
sem undirgróðri, en þessari gróðurtegund fylgja annars oftast aðrir
mosar. Tafla V, 19 og 20, sýnir fjalldrapa-aðalbláberjalyngsgróður-
félag (Betula nana-Vaccinium Myrtillus-sociation), 20 er afbrigði
með litunarjafna (Lycopodium alpinum). Tafla V, 21, sýnir blá-
berjalyngs-aðalbláberjalyngsgróðurfélag (Vaccinium uliginosum-
Vaccinium Myrtillus-sociation) með lyngjafna (Lycopodium anno-
tinum). Af öðrum plöntum, sem hér eiga heima, má nefna barna-
rót (Coeloglossum viride), ilmreyr (Anthoxantum odoratum) og
bugðupunt (Deschampsia flexuosa). Innan skófnanna er komið nýtt
afbrigði fjallagrasa (Cetraria islandica v. platyna), flatt með breið-
um flipum og ljósleitt. Peltigera canina óx í fjalldrapagróðrinum,
en Peltigera rufescens í bláberjagróðrinum.
Loks eru tvö dæmi um bláberjalyngs-grámosagróðurfélag (Vac-
cinium uliginosum-Rhacomitrium canescens-sociation). Það finnst
í lautarbotnum móti suðri í 150—350 m hæð. Aðalplöntur þessa
gróðurfélags eru, auk bláberjalyngs, ilmreyr (Anthoxantum odora-
tum) og bugðupuntur (Deschampsia flexuosa). Þá eru brönugras
(Dactylorchis maculata) og mýrfjóla (Viola palustris) algeng og af
skófum fjallagrös (Cetraria islandica v. platyna). Sá bláberjalyngs-
gróður, sem vex í sjálfri brekkunni, er aldrei með grámosa.