Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 149
NÁTTÚ RU F RÆÐINGURIN N
241
þó mælt pH allt upp í 6,0, og er það hæsta gildið frá stöðum með
úthafsoftslagi.
Hægt er að greina ýmis gróðurfélög innan þessarar tegundar
lynggTÓðurs. Krummalyng (Empetrum hermaphroclitum) er fyrsta
lyngtegundin, sem ryður sér til rúms í mosaþembunum, þegar fer
að halla af bungunum, og rýfur mosaskorpuna (tafla V, 1—5). Undir
er oft brot í hraunskorpunni vegna nærliggjandi jarðfalls. Vatns-
rnagn gróðurmoldarinnar hefur lækkað, mosasvörðurinn er horfinn,
og í staðinn er komið þunnt lag gxóðurmoldar. Dæmi 1 og 2 eru
tekin nærri mosaþembugróðri. Gamburmosinn er ennþá aðalmos-
inn, en aðrar tegundir fara að láta bera á sér, fyrst og fremst grá-
mosinn. Af æðri plöntum má nefna blóðberg (Thymus arcticus).
í 3—5 hefur lyngið náð betur tökum, og um leið kemur grámos-
inn og liylur jörðina nokkurn veginn til helminga við gambur-
mosann, þannig að grámosinn vex í skjóli við lyngplönturnar, en
gamburmosinn þar sem bert er. Af öðrum mosurn má nefna Dre-
panocladus uncinatus og Polytrichum alpinum. Af lifrarmosunum
kemur fyrst Ptilidium ciliare, og af skófunum koma ýmsar Cladonia
tegundir fram, auk fjallgrasa. Af æðri jurtum má nefna túnvingul
(Festuca rubra) og móasef (Juncus trifidus). Þessi krummalyngs-grá-
mosa-gamburmosagróður (Empetrum hermaphroditum-Rhacomitri-
um canescens-Rhacomitrium lanuginosum-sociation) er mjög al-
gengur í 150—400 m hæð, og hefur hallastefnan engin áhrif á hann.
Fram á brún jarðfalianna móti suðri og suðvestri finnst oft fjall-
drapablandaður krummalyngsgróður (Betula n ana-E mp e t n i m
hermapliroditum-sociation), tafla V, 6—10. Ef fjalldrapinn er kröft-
ugur, víkja gamburmosinn og grámosinn f’yrir Drepanocladus un-
cinatus og Hylocornium tegundunum, eða mosalagið hverfur að
mestu. Hér er oft talsvert af skófum, mest fjallagrösum (Cetraria
islandica) og hreindýramosa (Cladonia mitis). Þessi gróður finnst
í 200—350 m hæð í Þingvallahrauninu, en allt upp í 450 m á
Breiða (dæmi 10).
Á flötunum niðri í jarðföllunum myndast oft dálítið þýfi, og á
þúfnakollunum vex krummalyngsgróður með miklu af skófum og
gamburmosa blönduðum grámosa (Empetrum hermaphroditum-
Cladonia mitis-Rhacomitrium lanuginosum-canescens-sociation),
tafla V, 11—14. Hér eru skófirnar áberandi, einkum ýmsar Cladonia
tegundir, og hefur hver tegund oft sinn ákveðna stað á þúfunni,