Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 142
234
NÁTTÚRUFRÆÐ I NGU RINN
iran'a-tegundum og hreindýramosa (Claclotiia sp.). Sumarið 1952
var ég um tíma á Fljótsdalshéraði og á Seyðisfirði. Á Seyðisfirði
fann ég lítið af gamburmosagróðri, aðeins á einum stað ofan á
barði norðan í Strandatindi. Grámosi var algengur í þúfnakollum.
Á Héraði er einnig grámosi algengari, finnst á melbörðum og í
þúfnakollum. Gamburmosa fann ég í sprungum í klöppum og í
smáþúfum á steinum. Á einum stað sá ég gamburmosaþembu ofan
á klöpp (200 m hæð) í námunda við foss, sem vætti klöppina að
staðaldri. Aðra þemhu fann ég í 450 m hæð á grjótholti. f austan-
verðri Fljótsdalsheiði í ca. 600 m hæð var fallegur grámosagTÓður,
þar sem grámosinn myndaði samfellda breiðu með dálitlu af
Drepanocladus uncinatus og gamburmosa, en síðastnefnda tegund-
in var strjál og illa þroskuð. Á hábungunum voru oftast melar,
en allar lautir voru fullar af snjó.
Á Norðurlandi er ég að mestu ókunnug, en þar fann ég gambur-
mosaþembur í Norðurárdal í Skagafirði í urðunum á móti norðri.
Við Mývatn er mosaþembugróður ekki sérlega áberandi. í hraun-
unum austur af vatninu finnst hann á stöku stað á bungunum. í
Eldhrauni norður af Reykjahlíð, sem er gróið kröftugum mosa-
og skófnagróðri, var gamburmosi á strjáli innan um annan mosa og
skófir. Steindór Steindórsson (1936) nefnir mosaþembur á Mel-
rakkasléttu norðan- og austanverðri. Eru þar nefndar báðar teg-
undir Rhacomitrium-grótSurs og virðast samsvara þeinr skiptum,
sem ég fann í hraunum á Suðurlandi, nema hér virðast vera betur
þroskaðar skófir.
Stefán Stefánsson (1895) nefnir lyngmó á Vatnsdalshálsi með
gamburmosa og fjölda af háplöntum og skófum, en á Grímstungu-
heiði fann hann stórar breiður af gamburmosaþembum. Á Holta-
vörðuheiði (400 m hæð) eru velþroskaðar mosaþembur með grá-
mosa sem aðaltegund,1) og minna þær mikið á grámosagróðurinn í
Fljótsdalsheiðinni. Líkan gróður fann ég í Heiðinni há ofan 500
m hæðar og á Skjaldbreið frá 600—800 m.
Frá háfjöllum nefnir Steindór Steindórsson (1945) mosaþembu-
gxóður frá mörgum stöðum, venjulega úr suðurhlíðum ljalla í
700—800 m liæð. Til dæmis í Kjalhrauni, Loðmundi, á Landmanna-
1) Hér virðist sem jöklaklukka (Cardamine bellidifolia) liafi náð rótfestu,
var liún vel þroskuð.