Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 131
NÁTTÚRUFR/EÐINGURINN
223
ins, sem ég hef kallað stinnustarar-hengistarar-hverfi (C. Bigelowi-C.
rariflora soc.) og hefði verið réttara að taka það út af fyrir sig hér.
Þetta gróðurhverfi er mjög sjaldséð á láglendi.
Við hlutföll tegundaflokka og lífmynda er það helzt að athuga,
að þau liggja á marga lund milli hlutfalla mýrar og flóa, og einnig
milli þess, sem er á hálendi og láglendi. Tegundafjöldi er meiri
en í flóagxóðri, en hins vegar nokkru rninni en venjulegt er í
mýrum á láglendi. Arktísku tegundirnar (A) eru hér óvanalega
háar að hundraðstölu í láglendisgróðri. Þá er hundraðstala svarð-
plantna (H) nokkuð há af mýrlendi að vera. Vatnaplöntur (HH)
eru ekki aðrar en gulstör.
Athugun 1.5 er úr jaðri, gróðurbelti því, sem liggur milli mýrar
og þurrlendis. Hér í Papey er jaðarinn einvörðungu við brekku-
fætur. Vafasamt er, hvort rétt er að telja hann hér sjálfstætt gróður-
félag. Hann ber svip bæði þurrlendis og mýrar, en þó meira hins
fyrrtalda. Ætla má, að gróðurfélag þetta sé hér óstöðugt, og taki
breytingum eftir mismunandi úrkomu.
Valllendi. (Tafla II A og B 1-3).
Gróðurlendi þetta er um neðanverðar brekkur, og nær það stund-
um upp á meðalháa hólkolla. Hinir lægstu þeirra eru oft vaxnir
mýragróðri eins og áður segir. Vinglar (Festuca) eru hvarvetna
drottnandi, einkum þó túnvingull (F. rubra), en ásamt þeim eru
týtulíngresi (Agrostis canina) og stinnastör (Carex Bigelowii) drottn-
andi tegundir. Gróðurhverfi þetta kalla ég túnvinguls-stinnustarar-
týtulíngresis-hverfi (Festuca rubra-Carex Bigelowii-Agrostis canina
soc.). Gróðurhverfi þetta ber á ýmsa lund meiri svip mólendis og
brekknagróðurs en eiginlegs valllendis. Kemur þar einkum til hið
mikla magn stinnustarar, en einkum þó það, að þursaskeggs (Ko-
bresia myosuroides) gætir þar nokkuð, og nær meira að segja veru-
legri tíðni á sumum stöðum. Mosi er allmikill. Hundraðstölur
runnplantna og jarðplantna (Ch% og G%) eru óvenjulega háar af
vallendi að vera, og bendir það ótvírætt í átt til heiðarinnar. Bar
þar að sama brunni og áður er á bent, að þurrlendið er fremur tvö
gróðurform en gróðurlendi, þar sem mörkin milli hverfanna eru
víðast hvar óskýr.
Rétt er að geta hér lítilsháttar um gróðurinn á túni Papeyjar.
Það er allstórt, og var um þessar mundir í allgóðri rækt, eftir því