Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 52
144
NÁTTÚRU FRÆÐIN G U R1 N N
tökin hef ég ekki séð og verður ekkert sagt með vissu um réttmæti
þeirrar greiningar. Paul Larsen getur tegundarinnar frá Skútustöð-
um við Mývatn og telur hana vaxa „in farm yards“. Eintökin eru
sennilega ekki til og vaxtarstaðurinn fremur ólíklegur. Loks getur
Christiansen tegundarinnar, einnig frá Skútustöðum (28. júlí 1935)
og eftir lýsingunni að dæma virðist sú greining vera rétt. Eitt ein-
tak er til á Náttúrugripasafninu í Reykjavík, greint sem B. plum-
bea, en það er raunar B. nigrescens.
Sjálfur hef ég fundið blýeldinn á Akureyri og nágrenni, Múla
í Aðaldal og Droplaugarstöðum í Fljótsdal. Þegar þar við bætist,
að fundirnir úr Mývatnssveit mega teljast nokkuð öruggir, verður
að álykta, að B. plumbea vaxi nokkuð víða á þessu svæði, þ. e. við
Eyjafjörð, í Suður-Þingeyjarsýslu og á Fljótsdalshéraði. Um lit-
breiðslu hans í öðrum landshlutum er hins vegar ekkert vitað.
Útbreiðsla tegundarinnar í Noregi virðist benda til þess, að um
meginlandstegund sé að ræða, enda kemur það vel heim við þá
útbreiðslu, sem þekkt er hér.
Blýeldurinn vex suður um alla Evrópu og hefur fundizt í allt
að 2500 m hæð í Alpafjöllum. Á Grænlandi hefur hann ekki fund-
izt með vissu, og tilvera hans í Færeyjum er einnig vafasöm, en
talinn er hann fundinn í Quebeck-fylki í Kanada.
3. Meleldur. Bovista lomentosa (Vitt.) De Toni.
Kúlulaga, 1—2 cm í
þvermál, í fyrstu hvítur
eða gráhvítur, sléttur.
Eltbyrðan hjaðnar við
þroskann, líkt og hjá B.
nigrescens, en oft má
greina leifar hennar sem
gráleita reiti eða bletti
á innbyrðunni, sem er
brún eða grábrún að lit,
þunn, pappírskennd, oft
með smá dældum eða
beglum. Opnast með
5. mynd. Meleldur (Bovisla tomentosa). T. v. mjóum, toppstæðum
óþroskað, t. li. fullþroskað eintak. Foto: H. Kr. munna, oft með reglu-