Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 152
244
NÁ1'TÚ RUFRÆÐ I N G U RIN N
4. Grámosagróður á háfjöllum (l.al la VII).
Sem vænta mátti, er grámosagróður háfjallanna undir sterkum
áhrifum frá snjódældagróðrinum. Tafla VII sýnir 4 dænri frá
Skjaldbreiði. Grámosagróðurinn var aðallega í 600—800 m hæð yfir
sjó, en finnst oft neðar í útjöðrum snjódældanna, neðst í 400 m
hæð við Sandgíg (tafla VII, 1) í fjallasmára-grámullu-gróðri (Sih-
baldia procumbens-Gnaphalium supinum-sociation); hér er sanr-
tímis talsvert af láglendisplöntum fyrir lrendi. Næst fannst þessi
gróður í 500—550 nr hæð og tafla VII, 2, sýnir lrann, eins og hann
lítur út í 700 m hæð, en þá lrefur tegundum æðri plantna fækkað.
Plöntur eins og mosajafni (Selaginella selaginoides), mýrfjóla (Viola
palustris), ilmreyr (Anthoxantum odoratum) og bugðupuntur (De-
schampsia flexuosa) eru horfnar, en eftir eru háfjallaplöntur eins
og mosalyng (Cassiope hypnoides), grasvíðir (Salix herbacea), grá-
nrulla (Gnaphalium supinum) og fjallasmári (Sibbaldia procum-
bens). í 600 m hæð eru lágar bungur oft á stórunr svæðunr þaktar
grasvíðis-mosalyngs-grámosagróðri (Salix herbacea-Cassiope hypnoi-
des-Rhacomitrium canescens-sociation), þar senr grámosinn er aðal-
tegundin (tafla VII, 3). Frá 750—800 nr verður mosabreiðan slitr-
ótt og mosalyngið hverfur úr mosabreiðunum (tafla VII, 4). Það
finnst þó framan í bungunum, en mosinn Jrar fyrir ofan. Hærra
uppi hverfur grámosinn alveg.
Að endingu vil ég taka fram, að lræði gamburmosagróðurinn og
graslautagróðurinn virðast hvor fyrir sig mynda gróðurheild. Sanra
gildir um grámosagróður fjallanna, og mun ég seinna gera honum
ýtarlegar skil. Rannsóknir á lynggróðrinum sem heild skortir, og
fyrst að þeirn fengnum kernur í ljós, hvar hér er um afbrigði af
lynggróðri með undirgróðri af öðrunr mosum að ræða.
ZUSAMMENFASSUNG
ííber die Rhacomitrium-Heide auf Island
von Svanhildur Jónsdóttir Svane,
Laboratorium fiir Mikroskopie und liiologie an der
Technischen Hochschule, Kopenliagen.
Die Rhacomitrium-Heide erkennt man an zwei Moosarten: Rhacomitrium
lanuginosum und Rhacomitrium canescens. Die Rh. lanuginosum-Heide be-